Malaríubóluefnið sem hraðaði þróun efnis AstraZeneca markar tímamót í baráttunni Eiður Þór Árnason skrifar 23. apríl 2021 13:09 Moskítónet eru ein helsta forvörnin gegn malaríusmiti. Talið er að 409 þúsund hafi látist úr sjúkdómnum árið 2019. Getty/Ann Johansson Talið er að nýtt bóluefni gegn malaríu geti markað tímamót í baráttunni við sjúkdóminn eftir að bóluefnið sýndi 77% virkni í fyrstu athugunum. Yfir 400.000 manns deyja af völdum malaríu á ári hverju, stærstur hluti þeirra börn í Afríku sunnan Sahara. Vísindamenn hafa lengi reynt að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn sjúkdómnum en fram til þessa hafði ekkert þeirra náð viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um minnst 75% virkni. Áður hafði áhrifamesta bóluefnið sýnt 55% virkni í rannsókn á börnum. Merkir það að 55% færri tilfelli malaríu greindust hjá hópnum sem fékk bóluefnið en hjá þeim hópi sem fékk lyfleysu. 450 börn tóku þátt í frumrannsókn á nýja bóluefninu. Reyndist það vera öruggt og sýna mikla vernd á því tólf mánaða tímabili sem rannsóknin stóð. Næst stendur til að efna til rannsóknar í fjórum Afríkulöndum sem nær til um 5.000 barna frá fimm mánaða aldri upp í þriggja ára. Hjálpaði þeim að þróa bóluefni við Covid-19 Bóluefnið er þróað af teymi vísindamanna við Oxford-háskóla og voru niðurstöðurnar birtar í læknaritinu The Lancet. Telur teymið að niðurstöðurnar marki straumhvörf. Þróun bóluefnisins hófst árið 2019 og nýttust rannsóknir teymisins á malaríu við þróun bóluefnis Oxford-háskóla og AstraZeneca við Covid-19. Adrian Hill, prófessor í bóluefnafræðum við skólann og annar höfundur greinarinnar, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að lengri tíma hafi tekið að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn malaríu þar sem hún samanstandi af þúsundum gena samanborið við um tólf í tilfelli kórónuveirunnar. Gæti fengið markaðsleyfi á næstu árum Malaría orsakast af frumdýrum sem fjölga sér í mannslíkamanum eftir að þau berast í blóðstreymið með biti moskítóflugu. Ekki er um veirusýkingu að ræða og berast smit ekki manna á milli. Malaría er ein helsta dánarorsök barna í Afríku en þrátt fyrir að hægt sé að fyrirbyggja sýkingu og veita meðferð við henni þá telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 229 milljón tilfelli hafi komið upp árið 2019 og 409 þúsund hafi dáið úr sjúkdómnum. Bóluefnaframleiðandinn Serum Institute of India hefur gefið út að það geti framleitt yfir 200 milljónir skammta af bóluefninu um leið og það hlýtur samþykki eftirlitsstofnana. Charlemagne Ouédraogo, heilbrigðisráðherra Búrkína Fasó, sagði að nýju gögnin væru jákvæðar og sýndu að bóluefnið gæti hlotið markaðsleyfi á næstu árum. Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30 Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi reynt að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn sjúkdómnum en fram til þessa hafði ekkert þeirra náð viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um minnst 75% virkni. Áður hafði áhrifamesta bóluefnið sýnt 55% virkni í rannsókn á börnum. Merkir það að 55% færri tilfelli malaríu greindust hjá hópnum sem fékk bóluefnið en hjá þeim hópi sem fékk lyfleysu. 450 börn tóku þátt í frumrannsókn á nýja bóluefninu. Reyndist það vera öruggt og sýna mikla vernd á því tólf mánaða tímabili sem rannsóknin stóð. Næst stendur til að efna til rannsóknar í fjórum Afríkulöndum sem nær til um 5.000 barna frá fimm mánaða aldri upp í þriggja ára. Hjálpaði þeim að þróa bóluefni við Covid-19 Bóluefnið er þróað af teymi vísindamanna við Oxford-háskóla og voru niðurstöðurnar birtar í læknaritinu The Lancet. Telur teymið að niðurstöðurnar marki straumhvörf. Þróun bóluefnisins hófst árið 2019 og nýttust rannsóknir teymisins á malaríu við þróun bóluefnis Oxford-háskóla og AstraZeneca við Covid-19. Adrian Hill, prófessor í bóluefnafræðum við skólann og annar höfundur greinarinnar, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að lengri tíma hafi tekið að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn malaríu þar sem hún samanstandi af þúsundum gena samanborið við um tólf í tilfelli kórónuveirunnar. Gæti fengið markaðsleyfi á næstu árum Malaría orsakast af frumdýrum sem fjölga sér í mannslíkamanum eftir að þau berast í blóðstreymið með biti moskítóflugu. Ekki er um veirusýkingu að ræða og berast smit ekki manna á milli. Malaría er ein helsta dánarorsök barna í Afríku en þrátt fyrir að hægt sé að fyrirbyggja sýkingu og veita meðferð við henni þá telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 229 milljón tilfelli hafi komið upp árið 2019 og 409 þúsund hafi dáið úr sjúkdómnum. Bóluefnaframleiðandinn Serum Institute of India hefur gefið út að það geti framleitt yfir 200 milljónir skammta af bóluefninu um leið og það hlýtur samþykki eftirlitsstofnana. Charlemagne Ouédraogo, heilbrigðisráðherra Búrkína Fasó, sagði að nýju gögnin væru jákvæðar og sýndu að bóluefnið gæti hlotið markaðsleyfi á næstu árum.
Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30 Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30
Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39