Stórsókn framundan en fyrstu kynningarnar hálf vandræðalegar Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. apríl 2021 07:00 Starfsfólk Solid Clouds en framundan er væntanlegur nýr tölvuleikur og gert ráð fyrir að bæta við átta nýjum stöðugildum. Vísir/Vilhelm „Fyrstu fjárfestinga kynningarnar okkar Stefáns nafna míns og meðstofnandi í Solid Clouds, voru nú ekki uppá marga fiska. Ég gleymi því aldrei þegar að við æfðum okkur fyrir framan vini og kunningja. Dómarnir voru þeir að ég sneri bakinu í gesti á meðan ég var með framsögu og Stefán félagi minn talaði svo lágt að í honum heyrði enginn. Loks sagði einn í hópnum að hann væri engu nær um hvað við værum að gera og að kynningin væri með verri framsögum sem hann hefði heyrt!“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum tölvuleikjaframleiðslufyrirtækisins Solid Clouds. Í dag starfa sextán manns hjá fyrirtækinu en Solid Clouds er eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem varð til fljótlega eftir bankahrun. Tölvuleik fyrirtækisins, Starborne Sovereign Space, hafa um fjögurhundruð þúsund manns spilað í um 150 löndum. Ný vara er væntanleg frá Solid Clouds. Fyrir tíma netsins: Bréf-póstleikir spilaðir Í raun má segja að frumútgáfur þeirra tölvuleikja sem fólk spilar í dag, hafi verið í formi bréf-póstleikja sem eitt sinn voru spilaðir. Um aldamótin stjórnaði Stefán Gunnarsson einum slíkum leik. Sá bréf póstleikur var herkænskuleikur sem gerðist í Napóleon stríðanna. Leikurinn var nokkuð pólitískur og segir Stefán ekki laust við að oft hafi verið mikill hiti í leikmönnum. Svona eins og oft gerist þegar um pólitík er að ræða. Til að komast áfram í leiknum, þurftu menn að bíða eftir því að fá niðurstöður útprentaðar og sendar til sín í bréfapósti. Þá fyrst var hægt að halda áfram að spila leikinn. Oft urðu spilarar verulega óþolinmóðir, höfðu samband við Stefán og vildi frekar koma og hitta hann en að bíða eftir bréfapóstinum heim. Einn spilari var sérstaklega óþolinmóður: Það var hann Stefán Þór Björnsson annar stofnanda Solid Clouds! Við töluðum þó oft um það á þessum tíma að það væri nú snilld, ef það væri hægt að framkvæma þetta í gegnum tölvupóst frekar en með bréfpósti.“ Í gegnum þessi samskipti, tengdust nafnarnir tryggðarböndum strax um aldamótin. Þá stofnuðu þeir lítið fjárfestingarfélag sem tók þátt í fyrsta hlutafjárútboði CCP. Draumur Stefáns og Stefáns Þórs var þó að stofna sitt eigið tölvuleikjafyrirtæki í framtíðinni. Um aldamótin vann Stefán Gunnarsson við það að stjórna herkænskuleik sem var bréf-póst leikur. Spilarar þurftu þá að bíða eftir útprentuðum niðurstöðum í bréfapósti til að geta haldið áfram leiknum. Í dag er öldin önnur og allt að gerast í heimi tölvuleikja á netinu.Vísir/Vilhelm Draumur verður að veruleika Árið 2010 ákvað Stefán að fara aftur í nám og þá í því skyni að undirbúa sig undir stofnun tölvuleikjafyrirtækis. Solid Clouds var síðan stofnað árið 2013 af þeim nöfnum, Stefáni og Stefáni Þór, en til viðbótar fengu þeir til liðs við sig Sigurð Arnljótsson, sem áður hafði starfað hjá CCP, og Daníel Sigurðsson. „Það var ljóst strax í upphafi að það væri þörf á að fá fleiri hendur í teymið þannig að við þyrftum ná í aukið fjármagn,“ segir Stefán. Eins og fyrr segir, fengu nafnarnir falleinkunn frá vinum og kunningjum þegar þeir tóku sínar fyrstu æfingar fyrir fjárfestingakynningar. „En þessi reynsla herti okkur og við lagfærðum kynninguna og æfðum okkur í framsögunni. Á endanum vorum við orðnir svo sjóaðir að við náðum að selja hugmyndina til flestra sem komu í heimsókn,“ segir Stefán og bætir því við að sá kunningi þeirra sem fannst upphaflega kynningin þeirra hvað verst, endaði síðar sem framleiðslustjóri hjá Solid Clouds. En nýsköpun tekur tíma. Það tók því nokkur ár að þróa Starborne Sovereign Space leikinn. Sovereign Space skilar tekjum í dag og á sinn aðdáenda hóp en viðskiptalíkan félagsins hefur alltaf verið það að búa til ákveðinn tekjugrunn, sem hægt er að byggja margar vörur út frá,“ segir Stefán. Í dag skilar tölvuleikurinn Starborne Sovereign Space nýsköpunarfyrirtækinu Solid Clouds tekjur. Um fjögurhundruð þúsund manns hafa spilað leikinn í um 150 löndum og aðdáendahópurinn stækkar sífellt. Vísir/Aðsend Ekkert lát á vexti leikjamarkaðarins Stefán segir ekkert lát á vexti leikjamarkaðarins um allan heim. Hann hefur verið í mikilli sókn síðustu árin og virðist ekkert ætla að hægja á sér. „Þar eru því mikil tækifæri, en að sama skapi er töluvert flókið að framleiða fjölspilunarleiki eins og Sovereign Space,“ segir Stefán. Nú þegar hefur Solid Clouds hafið smíði á næstu vöru. AÐ sögn Stefáns tekur sú vara mið af þörfum markaðarins þar sem spilarar vilja hafa mikla stjórn á sínum spilatíma og eins að aðgengi að leikjum sé auðvelt. Væntanleg vara verður því hönnuð með snjalltæki í huga, til viðbótar við að verða fáanlegur fyrir borðtölur. „Nýi leikurinn mun heita Starborne Frontiers og er sögudrifinn hlutverkaleikur. Spilarar þróa sína eigin bækistöð, safna hetjum og kanna heiminn í samstarfi eða samkeppni við aðra spilara,“ segir Stefán. Í nýja leiknum verður tekjuöflunin mjög markviss því ætlunin er að kaupgeta hvers spilara verði aukinn til muna, í samanburði við Sovereign Space leikinn. Þó munu viðbótarkaup ekki hafa áhrif á meðspilara. Stefán segir það mjög ólíkan feril að fara í gegnum, að smíða viðbótarvöru við Sovereign Space leikinn. Því nú sé tæknigrunnurinn til staðar hjá fyrirtækinu, sem flýtir verulega fyrir allri vöruþróun. Áhættan verður fyrir vikið, mun minni en áður var. Þá mun þróunin ekki taka mörg ár eins og var með fyrsta leikinn. Við reiknum með að fyrsta útgáfa nýja leiksins, Sovereign Space Frontiers, verði tilbúinn eftir aðeins eitt ár í þróun,“ segir Stefán. Stefán segir mikinn hug í teymi Solid Clouds þessa dagana, enda margt í gangi og mjög margt spennandi framundan. Nú þegar liggur til dæmis fyrir að fjölga stöðugildum um átta næstu misseri. „Okkar næstu skref er að ná framleiðslumarkmiðum samhliða frekari fjármögnun á næstu mánuðum,“ segir Stefán og bætir við: ,,En við erum passasöm og með skýra verkskiptingu því þess þarf til að ná geta unnið að svona verkefnum á sama tíma.“ Að sögn Stefáns er ætlunin að framleiða nýjar vörur reglulega hér eftir og þá áfram byggðar á þeim grunni sem Sovereign Space leikurinn hefur nú þegar byggt. „Til lengri tíma eru markið Solid Clouds að koma með nýjar vörur á að minnsta kosti þriggja ára fresti.“ Stefán hvetur fólk til að fylgja eftir hugmyndum sínum um nýsköpun, því margt í kjölfar Covid sé að skapa einstaklega góðar aðstæður fyrir frumkvöðla. Til að mynda fleiri tækifæri til fjármögnunar.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Stefán viðurkennir að nýsköpun reyni á. Ekki síst vegna þess að þróunarvinnan er oftast löng og ströng og tekur oftar en ekki nokkur ár. „Við höfum þurft að halda uppi einbeitingu hjá teyminu í gegnum ára langt ferli og raunveruleikinn er bara sá að það getur margt komið uppá og þú klárar ekki endilega þessa vegferð með sama mannskap,“ segir Stefán og bætir við: „Án efa er þrautseigja og sýn stærstu kostir sem frumkvöðlar geta haft.“ Þá segir Stefán alltaf þurfa að taka ráð fyrir að upphaflegar áætlanir breytist og áskoranirnar því oftast fleiri en fólk gerir ráð fyrir í upphafi. Ef ég ætti að gefa eitthvað ráð til nýrra frumkvöðla þá myndi ég hvetja fólk til að vera ekki feimið við að deila hugmyndinni, virkja sitt næsta umhverfi og nýta sér öll sambönd sem viðkomandi hefur til að hámarka árangurinn við fyrstu skrefin,“ segir Stefán. Þá segir hann það hafa hjálpað Solid Clouds mikið að vera innan um önnur fyrirtæki sem voru líka að taka sín fyrstu skref, en lengst af var Solid Clouds með aðstöðu í Innovation House nýsköpunarkjarna Jóns V. Tetzhner á Seltjarnaresi. Að vera í þannig umhverfi, segir Stefán vera mikinn stuðning. Frumkvöðlar styrki tengslanet sitt og sýni hvorum öðrum stuðning með því að deila reynslu. Stefán segir fólk ekki eiga að hræðast stofnun nýsköpunarfyrirtækja á tímum sem þessum. Í raun sé tíminn í kjölfar heimsfaraldurs góður. „Þetta einstakur tími til að kýla á hugmyndir enda fjórir til fimm nýir og fjárfestasjóðir að koma til leiks bara í ár, til viðbótar við ríkishvata eins og styrkjakerfi Tækniþróunarsjóðs rífleg endurgreiðsla fyrir þróun og rannsóknir,“ segir Stefán og bætir því við að til viðbótar hljóti fjárfestar skattaafslátt fyrir hlutafjárkaup í nýsköpun fyrirtækja og einstaklinga. Þá segir Stefán mikilvægt að frumkvöðlar glati ekki hæfileika sínum til nýsköpunar, staðni og festist í sama farinu. Að skapa nýjar vörur reglulega krefst vissrar þjálfunar, aga og menningar innan fyrirtækja. Ég hef séð mörg dæmi um það að hæfileikinn til vöruþróunar innan fyrirtækja glatast eða verður með tímanum verulega ábótavant.“ Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“ „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento. 19. apríl 2021 07:00 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. 22. mars 2021 07:00 Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika „Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier. 15. mars 2021 07:00 „Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“ Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica. 8. mars 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í dag starfa sextán manns hjá fyrirtækinu en Solid Clouds er eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem varð til fljótlega eftir bankahrun. Tölvuleik fyrirtækisins, Starborne Sovereign Space, hafa um fjögurhundruð þúsund manns spilað í um 150 löndum. Ný vara er væntanleg frá Solid Clouds. Fyrir tíma netsins: Bréf-póstleikir spilaðir Í raun má segja að frumútgáfur þeirra tölvuleikja sem fólk spilar í dag, hafi verið í formi bréf-póstleikja sem eitt sinn voru spilaðir. Um aldamótin stjórnaði Stefán Gunnarsson einum slíkum leik. Sá bréf póstleikur var herkænskuleikur sem gerðist í Napóleon stríðanna. Leikurinn var nokkuð pólitískur og segir Stefán ekki laust við að oft hafi verið mikill hiti í leikmönnum. Svona eins og oft gerist þegar um pólitík er að ræða. Til að komast áfram í leiknum, þurftu menn að bíða eftir því að fá niðurstöður útprentaðar og sendar til sín í bréfapósti. Þá fyrst var hægt að halda áfram að spila leikinn. Oft urðu spilarar verulega óþolinmóðir, höfðu samband við Stefán og vildi frekar koma og hitta hann en að bíða eftir bréfapóstinum heim. Einn spilari var sérstaklega óþolinmóður: Það var hann Stefán Þór Björnsson annar stofnanda Solid Clouds! Við töluðum þó oft um það á þessum tíma að það væri nú snilld, ef það væri hægt að framkvæma þetta í gegnum tölvupóst frekar en með bréfpósti.“ Í gegnum þessi samskipti, tengdust nafnarnir tryggðarböndum strax um aldamótin. Þá stofnuðu þeir lítið fjárfestingarfélag sem tók þátt í fyrsta hlutafjárútboði CCP. Draumur Stefáns og Stefáns Þórs var þó að stofna sitt eigið tölvuleikjafyrirtæki í framtíðinni. Um aldamótin vann Stefán Gunnarsson við það að stjórna herkænskuleik sem var bréf-póst leikur. Spilarar þurftu þá að bíða eftir útprentuðum niðurstöðum í bréfapósti til að geta haldið áfram leiknum. Í dag er öldin önnur og allt að gerast í heimi tölvuleikja á netinu.Vísir/Vilhelm Draumur verður að veruleika Árið 2010 ákvað Stefán að fara aftur í nám og þá í því skyni að undirbúa sig undir stofnun tölvuleikjafyrirtækis. Solid Clouds var síðan stofnað árið 2013 af þeim nöfnum, Stefáni og Stefáni Þór, en til viðbótar fengu þeir til liðs við sig Sigurð Arnljótsson, sem áður hafði starfað hjá CCP, og Daníel Sigurðsson. „Það var ljóst strax í upphafi að það væri þörf á að fá fleiri hendur í teymið þannig að við þyrftum ná í aukið fjármagn,“ segir Stefán. Eins og fyrr segir, fengu nafnarnir falleinkunn frá vinum og kunningjum þegar þeir tóku sínar fyrstu æfingar fyrir fjárfestingakynningar. „En þessi reynsla herti okkur og við lagfærðum kynninguna og æfðum okkur í framsögunni. Á endanum vorum við orðnir svo sjóaðir að við náðum að selja hugmyndina til flestra sem komu í heimsókn,“ segir Stefán og bætir því við að sá kunningi þeirra sem fannst upphaflega kynningin þeirra hvað verst, endaði síðar sem framleiðslustjóri hjá Solid Clouds. En nýsköpun tekur tíma. Það tók því nokkur ár að þróa Starborne Sovereign Space leikinn. Sovereign Space skilar tekjum í dag og á sinn aðdáenda hóp en viðskiptalíkan félagsins hefur alltaf verið það að búa til ákveðinn tekjugrunn, sem hægt er að byggja margar vörur út frá,“ segir Stefán. Í dag skilar tölvuleikurinn Starborne Sovereign Space nýsköpunarfyrirtækinu Solid Clouds tekjur. Um fjögurhundruð þúsund manns hafa spilað leikinn í um 150 löndum og aðdáendahópurinn stækkar sífellt. Vísir/Aðsend Ekkert lát á vexti leikjamarkaðarins Stefán segir ekkert lát á vexti leikjamarkaðarins um allan heim. Hann hefur verið í mikilli sókn síðustu árin og virðist ekkert ætla að hægja á sér. „Þar eru því mikil tækifæri, en að sama skapi er töluvert flókið að framleiða fjölspilunarleiki eins og Sovereign Space,“ segir Stefán. Nú þegar hefur Solid Clouds hafið smíði á næstu vöru. AÐ sögn Stefáns tekur sú vara mið af þörfum markaðarins þar sem spilarar vilja hafa mikla stjórn á sínum spilatíma og eins að aðgengi að leikjum sé auðvelt. Væntanleg vara verður því hönnuð með snjalltæki í huga, til viðbótar við að verða fáanlegur fyrir borðtölur. „Nýi leikurinn mun heita Starborne Frontiers og er sögudrifinn hlutverkaleikur. Spilarar þróa sína eigin bækistöð, safna hetjum og kanna heiminn í samstarfi eða samkeppni við aðra spilara,“ segir Stefán. Í nýja leiknum verður tekjuöflunin mjög markviss því ætlunin er að kaupgeta hvers spilara verði aukinn til muna, í samanburði við Sovereign Space leikinn. Þó munu viðbótarkaup ekki hafa áhrif á meðspilara. Stefán segir það mjög ólíkan feril að fara í gegnum, að smíða viðbótarvöru við Sovereign Space leikinn. Því nú sé tæknigrunnurinn til staðar hjá fyrirtækinu, sem flýtir verulega fyrir allri vöruþróun. Áhættan verður fyrir vikið, mun minni en áður var. Þá mun þróunin ekki taka mörg ár eins og var með fyrsta leikinn. Við reiknum með að fyrsta útgáfa nýja leiksins, Sovereign Space Frontiers, verði tilbúinn eftir aðeins eitt ár í þróun,“ segir Stefán. Stefán segir mikinn hug í teymi Solid Clouds þessa dagana, enda margt í gangi og mjög margt spennandi framundan. Nú þegar liggur til dæmis fyrir að fjölga stöðugildum um átta næstu misseri. „Okkar næstu skref er að ná framleiðslumarkmiðum samhliða frekari fjármögnun á næstu mánuðum,“ segir Stefán og bætir við: ,,En við erum passasöm og með skýra verkskiptingu því þess þarf til að ná geta unnið að svona verkefnum á sama tíma.“ Að sögn Stefáns er ætlunin að framleiða nýjar vörur reglulega hér eftir og þá áfram byggðar á þeim grunni sem Sovereign Space leikurinn hefur nú þegar byggt. „Til lengri tíma eru markið Solid Clouds að koma með nýjar vörur á að minnsta kosti þriggja ára fresti.“ Stefán hvetur fólk til að fylgja eftir hugmyndum sínum um nýsköpun, því margt í kjölfar Covid sé að skapa einstaklega góðar aðstæður fyrir frumkvöðla. Til að mynda fleiri tækifæri til fjármögnunar.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Stefán viðurkennir að nýsköpun reyni á. Ekki síst vegna þess að þróunarvinnan er oftast löng og ströng og tekur oftar en ekki nokkur ár. „Við höfum þurft að halda uppi einbeitingu hjá teyminu í gegnum ára langt ferli og raunveruleikinn er bara sá að það getur margt komið uppá og þú klárar ekki endilega þessa vegferð með sama mannskap,“ segir Stefán og bætir við: „Án efa er þrautseigja og sýn stærstu kostir sem frumkvöðlar geta haft.“ Þá segir Stefán alltaf þurfa að taka ráð fyrir að upphaflegar áætlanir breytist og áskoranirnar því oftast fleiri en fólk gerir ráð fyrir í upphafi. Ef ég ætti að gefa eitthvað ráð til nýrra frumkvöðla þá myndi ég hvetja fólk til að vera ekki feimið við að deila hugmyndinni, virkja sitt næsta umhverfi og nýta sér öll sambönd sem viðkomandi hefur til að hámarka árangurinn við fyrstu skrefin,“ segir Stefán. Þá segir hann það hafa hjálpað Solid Clouds mikið að vera innan um önnur fyrirtæki sem voru líka að taka sín fyrstu skref, en lengst af var Solid Clouds með aðstöðu í Innovation House nýsköpunarkjarna Jóns V. Tetzhner á Seltjarnaresi. Að vera í þannig umhverfi, segir Stefán vera mikinn stuðning. Frumkvöðlar styrki tengslanet sitt og sýni hvorum öðrum stuðning með því að deila reynslu. Stefán segir fólk ekki eiga að hræðast stofnun nýsköpunarfyrirtækja á tímum sem þessum. Í raun sé tíminn í kjölfar heimsfaraldurs góður. „Þetta einstakur tími til að kýla á hugmyndir enda fjórir til fimm nýir og fjárfestasjóðir að koma til leiks bara í ár, til viðbótar við ríkishvata eins og styrkjakerfi Tækniþróunarsjóðs rífleg endurgreiðsla fyrir þróun og rannsóknir,“ segir Stefán og bætir því við að til viðbótar hljóti fjárfestar skattaafslátt fyrir hlutafjárkaup í nýsköpun fyrirtækja og einstaklinga. Þá segir Stefán mikilvægt að frumkvöðlar glati ekki hæfileika sínum til nýsköpunar, staðni og festist í sama farinu. Að skapa nýjar vörur reglulega krefst vissrar þjálfunar, aga og menningar innan fyrirtækja. Ég hef séð mörg dæmi um það að hæfileikinn til vöruþróunar innan fyrirtækja glatast eða verður með tímanum verulega ábótavant.“
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“ „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento. 19. apríl 2021 07:00 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. 22. mars 2021 07:00 Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika „Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier. 15. mars 2021 07:00 „Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“ Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica. 8. mars 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“ „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento. 19. apríl 2021 07:00
610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01
Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. 22. mars 2021 07:00
Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika „Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier. 15. mars 2021 07:00
„Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“ Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica. 8. mars 2021 07:01