Töluvert stærri hópur skikkaður á sóttkvíarhótel Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 17:27 Fosshótel Reykjavík gegnir um þessar mundir hlutverki sóttkvíarhótels. Vísir/Vilhelm Miðað verður við að farþegum verði án undantekninga skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli, sé nýgengi smita í upprunalandi þeirra yfir 700 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð, sem tekur gildi á þriðjudaginn. Á þessari stundu er nýgengið yfir 700 í 16 löndum samkvæmt mati sóttvarnalæknis. Þar á meðal eru Bermúda, Frakkland, Holland, Króatía, Pólland og Litháen. Þar með er viðmiðið farið að nálgast það nýgengi sem var miðað við í fyrstu reglugerðinni sem skyldaði fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli, en þar var það 500. Sú reglugerð var harðlega gagnrýnd og að lokum dæmd ólögmæt. Síðan boðaði ríkisstjórnin nýjar ráðstafanir, þar sem viðmiðið um afdráttarlausa skylduvist á sóttkvíarhóteli var nýgengi upp á 1.000 smit. Fallið var frá því viðmiði og nú hefur það verið lækkað í 700. Dvölin ókeypis Þegar nýgengið er á bilinu 500-700 verður meginreglan sú að farþegar séu sendir rakleiðis á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Þeir hafa þó kost á að sækja um undanþágu frá því ef þeir geta sýnt fram á að þeir hafi fullnægjandi aðstæður til að afplána sóttkvína í heimahúsi. Sextán lönd eru í 500-700 flokknum þessa stundina, eins og má lesa nánar um hér. Þar á meðal eru Eistland, Grikkland, Spánn, Búlgaría og Ítalía. Þeim sem koma frá svæðum þar sem 14 daga nýgengi smita er innan við 500 á hverja 100.000 íbúa er heimilt að vera í sóttkví á eigin vegum, geti þeir uppfyllt skilyrði sóttvarnalæknis um heimasóttkví. Þegar þessi reglugerð tekur gildi á þriðjudaginn er ljóst að verulegur fjöldi fólks verður skikkaður á sóttkvíarhótel án þess að eiga kost á undanþágu. Mikill hluti farþega sem hingað koma hafa verið í Póllandi og sá hópur mun allur skikkaður á hótelið. Dvölin er með öllu gjaldfrjáls fyrir gestina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svandís krossar fingurna og telur ósætti litast af komandi kosningum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fegin að heyra frá sóttvarnalækni að smitin sem greinist þessa dagana helgist af afmörkuðum hópsmitum af Covid-19. Hún vonast til þess að næstu aðgerðir séu afléttingar frekar en herðingar. 23. apríl 2021 12:41 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Á þessari stundu er nýgengið yfir 700 í 16 löndum samkvæmt mati sóttvarnalæknis. Þar á meðal eru Bermúda, Frakkland, Holland, Króatía, Pólland og Litháen. Þar með er viðmiðið farið að nálgast það nýgengi sem var miðað við í fyrstu reglugerðinni sem skyldaði fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli, en þar var það 500. Sú reglugerð var harðlega gagnrýnd og að lokum dæmd ólögmæt. Síðan boðaði ríkisstjórnin nýjar ráðstafanir, þar sem viðmiðið um afdráttarlausa skylduvist á sóttkvíarhóteli var nýgengi upp á 1.000 smit. Fallið var frá því viðmiði og nú hefur það verið lækkað í 700. Dvölin ókeypis Þegar nýgengið er á bilinu 500-700 verður meginreglan sú að farþegar séu sendir rakleiðis á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Þeir hafa þó kost á að sækja um undanþágu frá því ef þeir geta sýnt fram á að þeir hafi fullnægjandi aðstæður til að afplána sóttkvína í heimahúsi. Sextán lönd eru í 500-700 flokknum þessa stundina, eins og má lesa nánar um hér. Þar á meðal eru Eistland, Grikkland, Spánn, Búlgaría og Ítalía. Þeim sem koma frá svæðum þar sem 14 daga nýgengi smita er innan við 500 á hverja 100.000 íbúa er heimilt að vera í sóttkví á eigin vegum, geti þeir uppfyllt skilyrði sóttvarnalæknis um heimasóttkví. Þegar þessi reglugerð tekur gildi á þriðjudaginn er ljóst að verulegur fjöldi fólks verður skikkaður á sóttkvíarhótel án þess að eiga kost á undanþágu. Mikill hluti farþega sem hingað koma hafa verið í Póllandi og sá hópur mun allur skikkaður á hótelið. Dvölin er með öllu gjaldfrjáls fyrir gestina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svandís krossar fingurna og telur ósætti litast af komandi kosningum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fegin að heyra frá sóttvarnalækni að smitin sem greinist þessa dagana helgist af afmörkuðum hópsmitum af Covid-19. Hún vonast til þess að næstu aðgerðir séu afléttingar frekar en herðingar. 23. apríl 2021 12:41 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Svandís krossar fingurna og telur ósætti litast af komandi kosningum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fegin að heyra frá sóttvarnalækni að smitin sem greinist þessa dagana helgist af afmörkuðum hópsmitum af Covid-19. Hún vonast til þess að næstu aðgerðir séu afléttingar frekar en herðingar. 23. apríl 2021 12:41
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41
Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17