Með mikla áverka eftir handtöku í Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2021 19:38 Maðurinn hlaut meðal annars hruflsár á höfði og stóran skurð á hnakka. Niðurstaða héraðssaksóknara í máli lögreglumanns, sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku, verður kærð til ríkissaksóknara. Gögn málsins sýna mikla áverka á hinum handtekna. Lögmanni hans blöskrar niðurstaða héraðssaksóknara. Lögreglumanninum var vikið tímabundið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtökuna. Málið var fellt niður í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Sprautaði varnarúða á manninn inni í bílnum Fréttastofa hefur tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins undir höndum en samkvæmt henni virðist rannsókn á málinu hafa verið mjög ítarleg. Samskipti mannsins og lögreglumannanna eru rakin í smáatriðum og meðal annars byggt á búkmyndavélum lögreglu. Hér sést mikill skurður á höfði mannsins eftir handtökuna. Fram kemur í tilkynningunni að maðurinn hafi verið stöðvaður af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig hafi verið grunur um að hann væri Covid-smitaður. Á meðan maðurinn beið í bíl sínum eftir sérstakri Covid-bifreið hafi hann tekið af sér grímu til að kveikja í sígarettu en hvorki fylgt fyrirmælum lögreglu um að setja grímuna aftur á sig né slökkva í sígarettunni. Eftir það hafi lögreglumaðurinn sprautað á hann varnarúða og skipað honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn hafi svo slegið manninn með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn hafi þá komið ógnandi út úr bílnum og kýlt lögreglumanninn. Eftir það hafi komið til stympinga milli mannsins og lögreglu, sem hafi endað með því að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Loks hafi lögreglumaðurinn lokað kylfu sinni með því að ýta enda hennar í bak mannsins þar sem hann lá í jörðinni. Myndbandsupptökur sýni blóðpoll í götunni við höfuð mannsins. Úr tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins.Stöð 2/Ragnar Talið í lagi að beita kylfunni Meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna og ljósmyndir af áverkum mannsins. Þar kemur fram að hann hafi verið með sár á höfði, andliti, hnakka og víðar. Réttarmeinafræðingur taldi að hluti áverkanna gæti verið eftir högg með „hörðu aflöngu áhaldi.“ Í niðurstöðu héraðssaksóknara er sagður vafi á því hvort lögreglumaðurinn hafi mátt nota kylfuna þegar maðurinn var inni í bílnum. Notkun kylfunnar er þó metin í lagi, þar sem maðurinn hafi ítrekað hundsað fyrirmæli og aðstæður erfiðar. Þá segir að af upptökum sé ekki hægt að sjá að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið af ásetningi, enda atburðarásin hröð. Allt önnur sýn á atburðarásina Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður mannsins segir að honum blöskri niðurstaða héraðssaksóknara og að hún sé ekki í samræmi við myndbandsupptökur af atburðarásinni. Í þeim komi skýrt fram að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið með kylfunni af ásetningi. Niðurstaðan verði kærð til ríkissaksóknara. „Þetta kom okkur verulega á óvart. Maður er með allt aðra sýn á atburðarásina en héraðssaksóknari eftir að hafa séð upptökurnar. Manni finnst þessu rangt lýst í bréfi héraðssaksóknara. Þetta snýst fyrst og fremst um höfuðhöggið, það er engan veginn þannig að það hafi verið veitt í sjálfsvörn,“ segir Ólafur. Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Lögreglumanninum var vikið tímabundið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtökuna. Málið var fellt niður í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Sprautaði varnarúða á manninn inni í bílnum Fréttastofa hefur tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins undir höndum en samkvæmt henni virðist rannsókn á málinu hafa verið mjög ítarleg. Samskipti mannsins og lögreglumannanna eru rakin í smáatriðum og meðal annars byggt á búkmyndavélum lögreglu. Hér sést mikill skurður á höfði mannsins eftir handtökuna. Fram kemur í tilkynningunni að maðurinn hafi verið stöðvaður af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig hafi verið grunur um að hann væri Covid-smitaður. Á meðan maðurinn beið í bíl sínum eftir sérstakri Covid-bifreið hafi hann tekið af sér grímu til að kveikja í sígarettu en hvorki fylgt fyrirmælum lögreglu um að setja grímuna aftur á sig né slökkva í sígarettunni. Eftir það hafi lögreglumaðurinn sprautað á hann varnarúða og skipað honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn hafi svo slegið manninn með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn hafi þá komið ógnandi út úr bílnum og kýlt lögreglumanninn. Eftir það hafi komið til stympinga milli mannsins og lögreglu, sem hafi endað með því að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Loks hafi lögreglumaðurinn lokað kylfu sinni með því að ýta enda hennar í bak mannsins þar sem hann lá í jörðinni. Myndbandsupptökur sýni blóðpoll í götunni við höfuð mannsins. Úr tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins.Stöð 2/Ragnar Talið í lagi að beita kylfunni Meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna og ljósmyndir af áverkum mannsins. Þar kemur fram að hann hafi verið með sár á höfði, andliti, hnakka og víðar. Réttarmeinafræðingur taldi að hluti áverkanna gæti verið eftir högg með „hörðu aflöngu áhaldi.“ Í niðurstöðu héraðssaksóknara er sagður vafi á því hvort lögreglumaðurinn hafi mátt nota kylfuna þegar maðurinn var inni í bílnum. Notkun kylfunnar er þó metin í lagi, þar sem maðurinn hafi ítrekað hundsað fyrirmæli og aðstæður erfiðar. Þá segir að af upptökum sé ekki hægt að sjá að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið af ásetningi, enda atburðarásin hröð. Allt önnur sýn á atburðarásina Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður mannsins segir að honum blöskri niðurstaða héraðssaksóknara og að hún sé ekki í samræmi við myndbandsupptökur af atburðarásinni. Í þeim komi skýrt fram að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið með kylfunni af ásetningi. Niðurstaðan verði kærð til ríkissaksóknara. „Þetta kom okkur verulega á óvart. Maður er með allt aðra sýn á atburðarásina en héraðssaksóknari eftir að hafa séð upptökurnar. Manni finnst þessu rangt lýst í bréfi héraðssaksóknara. Þetta snýst fyrst og fremst um höfuðhöggið, það er engan veginn þannig að það hafi verið veitt í sjálfsvörn,“ segir Ólafur.
Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01