Rudy Giuliani versti aukaleikari þessa árs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2021 16:10 Rudy Giuliani var valinn versti aukaleikari þessa árs, fyrir hlutverk sitt í myndinni Borat Subsequent Moviefilm. EPA Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Hindberinu (e. Raspberry Awards). Hlaut hann þar verðlaun fyrir versta aukahlutverkið og versta samleikinn á síðasta ári. Raspberry kvikmyndahátíðin veitir verðlaun fyrir verstu kvikmyndirnar sem gefnar voru út á liðnu ári, einmitt andstaðan við Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram á morgun. Giuliani fékk verðlaunin fyrir leik sinni í kvikmyndinni Borat Subsequent Moviefilm, sem er gerviheimildamynd (e. mockumentary). Þar bregður leikarinn Sacha Baron Cohen sér í hlutverk Borats en kemur sér í raunverulegar aðstæður með alvöru fólki. Giuliani fór með hlutverk sjálfs síns í einu atriði í myndinni, án þess að vita af því, þar sem dóttir Borats þykist vera fréttamaður og tekur viðtal við Giuliani á hótelherbergi fyrir íhaldssaman fréttamiðil. Að loknu viðtalinu stingur hún upp á því að þau fái sér drykk inni í svefnherberginu sem þau gera. Í atriðinu sést Giuliani, sem er 76 ára gamall, hneppa frá buxunum og stinga hendinni inn á þær áður en Borat brýst inn í herbergið og hrópar: „Hún er fimmtán ára, hún er of gömul fyrir þig!“ Verðlaunin fyrir versta samleikinn hlaut hann ásamt buxnarennilásnum sem hann rennir niður áður en hann stingur hendinni niður. Giuliani varð fyrir miklu aðkasti eftir að myndin kom út, enda virðist hann gera hosur sínar grænar fyrir ungri „fréttakonunni.“ Auk Giuliani sló tónlistarkonan Sia í gegn á hátíðinni, eða kannski ekki, en hún hlaut þrenn verðlaun fyrir kvikmyndina Music sem hún leikstýrði og framleiddi. Kvikmyndin fjallar um einhverfa stelpu, sem talar ekki, en Maddie Ziegler fer með hlutverkið en hún er ekki einhverf. Myndin sópaði sannarlega að sér verðlaunum, fyrir verstu aðalleikkonuna, sem er Kate Hudson, verstu aukaleikkonuna, Maddie Ziegler, og versta leikstjórann. Skoðanir um kvikmyndina virðast hins vegar vera skiptar en hún var tilnefnd til tvennra Golden Globe verðlauna. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Raspberry kvikmyndahátíðin veitir verðlaun fyrir verstu kvikmyndirnar sem gefnar voru út á liðnu ári, einmitt andstaðan við Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram á morgun. Giuliani fékk verðlaunin fyrir leik sinni í kvikmyndinni Borat Subsequent Moviefilm, sem er gerviheimildamynd (e. mockumentary). Þar bregður leikarinn Sacha Baron Cohen sér í hlutverk Borats en kemur sér í raunverulegar aðstæður með alvöru fólki. Giuliani fór með hlutverk sjálfs síns í einu atriði í myndinni, án þess að vita af því, þar sem dóttir Borats þykist vera fréttamaður og tekur viðtal við Giuliani á hótelherbergi fyrir íhaldssaman fréttamiðil. Að loknu viðtalinu stingur hún upp á því að þau fái sér drykk inni í svefnherberginu sem þau gera. Í atriðinu sést Giuliani, sem er 76 ára gamall, hneppa frá buxunum og stinga hendinni inn á þær áður en Borat brýst inn í herbergið og hrópar: „Hún er fimmtán ára, hún er of gömul fyrir þig!“ Verðlaunin fyrir versta samleikinn hlaut hann ásamt buxnarennilásnum sem hann rennir niður áður en hann stingur hendinni niður. Giuliani varð fyrir miklu aðkasti eftir að myndin kom út, enda virðist hann gera hosur sínar grænar fyrir ungri „fréttakonunni.“ Auk Giuliani sló tónlistarkonan Sia í gegn á hátíðinni, eða kannski ekki, en hún hlaut þrenn verðlaun fyrir kvikmyndina Music sem hún leikstýrði og framleiddi. Kvikmyndin fjallar um einhverfa stelpu, sem talar ekki, en Maddie Ziegler fer með hlutverkið en hún er ekki einhverf. Myndin sópaði sannarlega að sér verðlaunum, fyrir verstu aðalleikkonuna, sem er Kate Hudson, verstu aukaleikkonuna, Maddie Ziegler, og versta leikstjórann. Skoðanir um kvikmyndina virðast hins vegar vera skiptar en hún var tilnefnd til tvennra Golden Globe verðlauna.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira