Fótbolti

Tekur Del Piero við af Agnelli?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Del Piero gæti verið á leiðinni til Juventus, á nýjan leik.
Del Piero gæti verið á leiðinni til Juventus, á nýjan leik. Ian Gavan/Getty

Það er mikil pressa á Andrea Agnelli, forseta Juventus, eftir þátttöku hans að Ofurdeildinni og margir stuðningsmenn Juventus vilja hann burt.

Plönin um Ofurdeildina héldu ekki lengi. Á sunnudaginn var tilkynnt um deildina en tveimur sólahringum síðar voru nánast öll liðin búin að yfirgefa hana á nýjan leik.

Andrea Agnelli, forseti Juventus, var einn af forsprökkum deildarinnar og stóð að henni en eftir að hún féll saman eins og spilaborg þá er pressan orðin gífurleg á Agnelli.

Gazzetta dello Sport greindi frá því á fimmtudaginn að nú pressan væri orðin all svakaleg á Agnelli og einn af aðal eigendum félagsins, John Elkann, gæti beðið hann um að yfirgefa félagið.

Einn þeirra sem hefur verið nefndur sem mögulegur arftaki Agnelli er Alessandro Del Piero, fyrrum leikmaður Juventus og ítalska landsliðsins, sem vinnur nú sem spekingur hjá ESPN.

Del Piero skoraði 290 mörk í 700 leikjum fyrir ítalska félagið á árunum 1993 til 2012 og vann meðal annars Meistaradeildina með félaginu sem og sextán aðra titla.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×