Þetta mun verða stærsta vikan í bólusetningum vegna Covid-19 frá upphafi.
Samkvæmt upplýsingum á vef stjórnarráðsins hafa rétt rúmlega 80 þúsund manns fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni en það eru um 29 prósent af þeim fjölda sem verður boðin bólusetning.
Mánaðamótin apríl/maí, það er um næstu helgi, munu um 104 þúsund Íslendinga hafa fengið að minnsta kosti einn skammt.
Í vikunni verða þeir bólusettir sem eru á aldrinum 60 til 69 ára og þeir sem eru með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Í byrjun maí stendur til að hefja bólusetningar starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Stefnt er að því að allir sem geta fengið bólusetningu vegna Covid-19 hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammtinn þegar líður á júlímánuð.