Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2021 11:38 Frá vinstri: Rui Gomes, Gísli Kr. Katrínarson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Pétur Orri Ragnarsson, Vésteinn Snæbjarnarson, Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir, Haukur Barri Símonarson. Nýja tölvan hjálpar Miðeind að vinna hraðar og markvissar að aðkallandi verkefnum á sviði íslenskrar máltækni. Miðeind Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. Miðeind þróar meðal annars raddaðstoðarappið Emblu sem sem talar íslensku og getur svarað margs konar spurningum. Nýja ofurtölvan er hýst í Mjölnir DC, gagnaveri atNorth að Fitjum í Reykjanesbæ. Fram kemur í tilkynningu frá Miðeind að verkefni á borð við vélþýðingar milli íslensku og annarra tungumála, samantekt texta, spurningasvörun og talgreining séu í dag unnin með djúpum tauganetum sem líki að sumu leyti eftir því hvernig mannsheilinn starfi. Krefjast slík net mikils reikniafls og byggja á stórum gagnasöfnum. „Með tilkomu nýju ofurtölvunnar mun Miðeind geta unnið enn sjálfstæðar, hraðar og markvissar en áður að krefjandi og aðkallandi verkefnum sviði íslenskrar máltækni og gervigreindar.“ Tíu starfa hjá Miðeind sem tekur þátt í máltækniáætlun stjórnvalda og Almannaróms og er aðili að Samstarfi um íslenska máltækni (SÍM). Markmið máltækniáætlunar er að vernda íslenska tungu, með því að tryggja að fólk geti notað íslensku í samskiptum við og í gegnum stafræn tæki og tölvur. Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM vinnur að smíði og þróun innviða fyrir íslenska máltækni. Klæjar í puttana Ofurtölvan er frá bandaríska tæknifyrirtækinu Hewlett Packard Enterprise. Í henni eru átta nVidia A100 GPU-reikniörgjörvar sem eru þeir öflugustu sem í boði eru í heiminum í dag, að sögn atNorth. „Teymið okkar klæjar í puttana að beita nýju vélinni á ýmsar helstu áskoranir í íslenskri máltækni og gervigreind. Samvinnan við atNorth hefur verið einkar lipur og við hlökkum til áframhaldandi vaxtar í samstarfinu,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Miðeindar, í tilkynningu. Auk þess að vinna að þróun Emblu rekur Miðeind vefina Vélþýðing.is og Yfirlestur.is, og gefur út íslenska máltæknihugbúnaðinn Greyni. Loks heldur sprotafyrirtækið úti Netskraflinu sem margir kannast við. Pétur Orri Ragnarsson, Vésteinn Snæbjarnarson, Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir, Haukur Barri Símonarson og Vilhjálmur Þorsteinsson. Gleði var í loftinu þegar starfsfólk Miðeindar fékk að bera ofurtölvuna augum.Miðeind Vinna að því að gera íslenskuna aðgengilega atNorth er stærsta gagnaversfyrirtæki landsins en samhliða hefðbundinni gagnavershýsingu rekur fyrirtækið ofurtölvuþjónustu sem gerir fyrirtækjum kleift að nota ofurtölvur á svipaðan hátt og skýjaþjónustu. Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs atNorth, segir að Miðeind starfi á einu af mest spennandi sviðum upplýsingatækninnar í dag. „GPU reikniafl mun knýja tímamóta-lausnir sem, í tilfelli Miðeindar, gera okkar ástkæra og ylhýra tungumál aðgengilegt í tækniheiminum á heimsvísu, knúið af hreinni íslenskri raforku. Það er verkefni sem við hjá atNorth erum stolt af að styðja til árangurs,“ segir Gísli í tilkynningu. Íslenska á tækniöld Tækni Tengdar fréttir Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. 24. febrúar 2021 21:00 Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48 Þjóðin hvött til að hjálpa við að kenna tækjum íslensku Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. 16. október 2019 20:15 Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
Miðeind þróar meðal annars raddaðstoðarappið Emblu sem sem talar íslensku og getur svarað margs konar spurningum. Nýja ofurtölvan er hýst í Mjölnir DC, gagnaveri atNorth að Fitjum í Reykjanesbæ. Fram kemur í tilkynningu frá Miðeind að verkefni á borð við vélþýðingar milli íslensku og annarra tungumála, samantekt texta, spurningasvörun og talgreining séu í dag unnin með djúpum tauganetum sem líki að sumu leyti eftir því hvernig mannsheilinn starfi. Krefjast slík net mikils reikniafls og byggja á stórum gagnasöfnum. „Með tilkomu nýju ofurtölvunnar mun Miðeind geta unnið enn sjálfstæðar, hraðar og markvissar en áður að krefjandi og aðkallandi verkefnum sviði íslenskrar máltækni og gervigreindar.“ Tíu starfa hjá Miðeind sem tekur þátt í máltækniáætlun stjórnvalda og Almannaróms og er aðili að Samstarfi um íslenska máltækni (SÍM). Markmið máltækniáætlunar er að vernda íslenska tungu, með því að tryggja að fólk geti notað íslensku í samskiptum við og í gegnum stafræn tæki og tölvur. Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM vinnur að smíði og þróun innviða fyrir íslenska máltækni. Klæjar í puttana Ofurtölvan er frá bandaríska tæknifyrirtækinu Hewlett Packard Enterprise. Í henni eru átta nVidia A100 GPU-reikniörgjörvar sem eru þeir öflugustu sem í boði eru í heiminum í dag, að sögn atNorth. „Teymið okkar klæjar í puttana að beita nýju vélinni á ýmsar helstu áskoranir í íslenskri máltækni og gervigreind. Samvinnan við atNorth hefur verið einkar lipur og við hlökkum til áframhaldandi vaxtar í samstarfinu,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Miðeindar, í tilkynningu. Auk þess að vinna að þróun Emblu rekur Miðeind vefina Vélþýðing.is og Yfirlestur.is, og gefur út íslenska máltæknihugbúnaðinn Greyni. Loks heldur sprotafyrirtækið úti Netskraflinu sem margir kannast við. Pétur Orri Ragnarsson, Vésteinn Snæbjarnarson, Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir, Haukur Barri Símonarson og Vilhjálmur Þorsteinsson. Gleði var í loftinu þegar starfsfólk Miðeindar fékk að bera ofurtölvuna augum.Miðeind Vinna að því að gera íslenskuna aðgengilega atNorth er stærsta gagnaversfyrirtæki landsins en samhliða hefðbundinni gagnavershýsingu rekur fyrirtækið ofurtölvuþjónustu sem gerir fyrirtækjum kleift að nota ofurtölvur á svipaðan hátt og skýjaþjónustu. Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs atNorth, segir að Miðeind starfi á einu af mest spennandi sviðum upplýsingatækninnar í dag. „GPU reikniafl mun knýja tímamóta-lausnir sem, í tilfelli Miðeindar, gera okkar ástkæra og ylhýra tungumál aðgengilegt í tækniheiminum á heimsvísu, knúið af hreinni íslenskri raforku. Það er verkefni sem við hjá atNorth erum stolt af að styðja til árangurs,“ segir Gísli í tilkynningu.
Íslenska á tækniöld Tækni Tengdar fréttir Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. 24. febrúar 2021 21:00 Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48 Þjóðin hvött til að hjálpa við að kenna tækjum íslensku Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. 16. október 2019 20:15 Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. 24. febrúar 2021 21:00
Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48
Þjóðin hvött til að hjálpa við að kenna tækjum íslensku Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. 16. október 2019 20:15