Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV: „Hvað ertu að gera Toggi?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 15:30 Eyjamenn fagna sigurmarki sínu í Safmýrinni á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Eyjamenn unnu dramatískan sigur á Fram í Safarmýrinni í Olís deild karla í handbolta um helgina og það var full ástæða fyrir Seinni bylgjuna að skoða betur síðustu sóknir þessa æsispennandi leiks. ÍBV vann leikinn 30-29 en Framarar voru með boltann þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. „Við verðum að kíkja aðeins á þennan lokakafla því hann var æðislegur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar áður en hann og sérfræðingarnir skoðuðu hvernig Frömurum tókst að glutra frá sér báðum stigunum á móti ÍBV. Henry Birgir lýsti lokasóknum leiksins en Fram komst í 29-28 með marki Þorgríms Smára Ólafssonar áður en Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin í 29-29. „Framarar tóku leikhlé og stilltu upp í lokasókn. Hér sjáum við þessa lokasókn hjá þeim,“ sagði Henry Birgir. Þorgrímur Smári Ólafsson reyndi þá línusendingu en beint á Eyjamann. „Hvað ertu að gera Toggi? Hörmuleg sending. Dagur fljótur að hugsa og Hákon mættur fram og tryggir þeim sigurinn. Skorar þegar einhverjar tvær sekúndur eru eftir og ÍBV vinnur,“ sagði Henry Birgir en það má sjá lokakaflann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV „Þessi lokasókn hjá Frömurum. Hver vill byrja? Þetta var vel gert,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til sérfræðinganna Bjarna Fritzsonar og Einars Andra Einarssonar. „Þetta er svona gamalt sjötta flokks kerfi sem er rosalega mikið spilað. Er það ekki rétt hjá mér?,“ spurði Bjarni Einar Andra og fékk já við því. „Framarar hafa gert þetta mjög vel. Þetta er svona vörnin gleymir sér aðeins. Þetta er bara lesið og ÍBV gerir þetta vel. Ef að það er eitthvað sem má ekki gerast þá er að taka 50-50 sendingu þegar tíminn er ekki búinn. Þú vilt alltaf klára þannig að tíminn klárist," sagði Bjarni. „Þetta er ekki 50-50 sending þetta er 30-70 sending,“ sagði Henry Birgir. „Þetta var óheppilegt, sérstaklega af því að Toggi var búinn að vera frábær á þessum lokakafla. Hann á mikið hrós fyrir þegar hann kemur aftur inn á í lokin og setur rosalega góð mörk. Mér finnst hann mega spila meira því hann er besti leikmaðurinn i þessu liði," sagði Bjarni. „Hann var búinn að vera að draga vagninn og gera þessa hluti. Það er leiðinlegt fyrir hann að lenda í því að tapa þessum bolta. Hann á auðvitað að vera skynsamari," sagði Bjarni. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
ÍBV vann leikinn 30-29 en Framarar voru með boltann þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. „Við verðum að kíkja aðeins á þennan lokakafla því hann var æðislegur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar áður en hann og sérfræðingarnir skoðuðu hvernig Frömurum tókst að glutra frá sér báðum stigunum á móti ÍBV. Henry Birgir lýsti lokasóknum leiksins en Fram komst í 29-28 með marki Þorgríms Smára Ólafssonar áður en Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin í 29-29. „Framarar tóku leikhlé og stilltu upp í lokasókn. Hér sjáum við þessa lokasókn hjá þeim,“ sagði Henry Birgir. Þorgrímur Smári Ólafsson reyndi þá línusendingu en beint á Eyjamann. „Hvað ertu að gera Toggi? Hörmuleg sending. Dagur fljótur að hugsa og Hákon mættur fram og tryggir þeim sigurinn. Skorar þegar einhverjar tvær sekúndur eru eftir og ÍBV vinnur,“ sagði Henry Birgir en það má sjá lokakaflann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV „Þessi lokasókn hjá Frömurum. Hver vill byrja? Þetta var vel gert,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til sérfræðinganna Bjarna Fritzsonar og Einars Andra Einarssonar. „Þetta er svona gamalt sjötta flokks kerfi sem er rosalega mikið spilað. Er það ekki rétt hjá mér?,“ spurði Bjarni Einar Andra og fékk já við því. „Framarar hafa gert þetta mjög vel. Þetta er svona vörnin gleymir sér aðeins. Þetta er bara lesið og ÍBV gerir þetta vel. Ef að það er eitthvað sem má ekki gerast þá er að taka 50-50 sendingu þegar tíminn er ekki búinn. Þú vilt alltaf klára þannig að tíminn klárist," sagði Bjarni. „Þetta er ekki 50-50 sending þetta er 30-70 sending,“ sagði Henry Birgir. „Þetta var óheppilegt, sérstaklega af því að Toggi var búinn að vera frábær á þessum lokakafla. Hann á mikið hrós fyrir þegar hann kemur aftur inn á í lokin og setur rosalega góð mörk. Mér finnst hann mega spila meira því hann er besti leikmaðurinn i þessu liði," sagði Bjarni. „Hann var búinn að vera að draga vagninn og gera þessa hluti. Það er leiðinlegt fyrir hann að lenda í því að tapa þessum bolta. Hann á auðvitað að vera skynsamari," sagði Bjarni. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn