„Viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel“ Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2021 14:01 Bjarni Fritzson og Einar Andri Einarsson voru hressir í Seinni bylgjunni. Stöð 2 Sport Þórsarar fengu mikið lof í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir sigurinn frækna gegn Val í Olís-deild karla í handbolta. Eftir sigurinn eygja Þórsarar svo sannarlega von um að halda sér í deildinni. Þór er í 11. sæti, efra fallsætinu, en er nú aðeins tveimur stigum á eftir Gróttu. Þar að auki eiga liðin eftir að mætast og Þór vann fyrri leik sinn við Gróttu í vetur. „Ég er viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel í dag. Þetta er búið að vera svolítið gott hjá þeim og þeir búnir að fá mikið lof, á meðan að Þórsararnir eru búnir að vera að berjast. En núna eru Þórsarar komnir, byrjaðir að pikka í þá, og láta vita að þeir séu að koma,“ sagði Bjarni Fritzson í Seinni bylgjunni. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Þórsurum hrósað eftir sigurinn á Val Þórsarar sýndu þolinmæði og aga, og spiluðu langar sóknir í 25-22 sigrinum gegn Val í Höllinni á Akureyri á sunnudaginn: „Við erum búnir að tala um það í allan vetur að þeir kunna sín takmörk. Það er erfitt að spila á móti liði sem kann sín takmörk,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort það hafi ekki verið talað um það fyrir leikinn að gefa sér tíma í allar sóknir. Þótt að höndin komi upp [til marks um að það sé að koma leiktöf] þá er ekkert panikk, og ef það er vesen þá er boltanum hent út í horn á Ihor og hann fer inn af endalínunni, liðið nær að skila sér til baka og stilla upp í vörn,“ bætti hann við. Þjálfarinn með alla með sér í liði Einar Andri kvaðst ánægður með störf Halldórs Arnar Tryggvasonar, þjálfara Þórs: „Hann er á sínu fyrsta ári í þessari deild, ungur og efnilegur, og rétt eins og Arnar Daði [Arnarsson, þjálfari Gróttu] að ná ótrúlega miklu út úr sínu liði. Við vitum ekkert hvernig þetta fer en ef að Þórsarar fara niður geta þeir byggt á því áfram að vera með góðan þjálfara,“ sagði Einar Andri, og Bjarni tók undir: „Við sjáum að strákarnir hafa trú á verkefninu. Það að ungur þjálfari nái að fá alla svona með sér í lið, og fylgja skipulaginu, það sýnir að hann er með „klefann“. Það er mjög gott í bakpokann hjá honum.“ Einar Andri segir að Þórsarar gætu með aðeins meiri heppni verið mun betur staddir: „Það eru gæði í liðinu hjá þeim. Meiðslin hafa verið mikil og þeir fengu útlending sem þeir gátu ekki notað, og maður spyr sig hvernig staðan væri ef að þeir hefðu haldið aðeins betur heilsu og fengið útlending hægra megin á völlinn. Þá væri þetta lið með mikið fleiri stig.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Þór Akureyri Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. – Valur 25-22 | Heimamenn skelltu Val Valsmenn töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum fyrir mánaðalangt kórónuveirustopp og þeir byrjuðu ekki vel eftir stoppið er þeir töpuðu fyrir Þór Akureyri. 25. apríl 2021 19:29 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
Þór er í 11. sæti, efra fallsætinu, en er nú aðeins tveimur stigum á eftir Gróttu. Þar að auki eiga liðin eftir að mætast og Þór vann fyrri leik sinn við Gróttu í vetur. „Ég er viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel í dag. Þetta er búið að vera svolítið gott hjá þeim og þeir búnir að fá mikið lof, á meðan að Þórsararnir eru búnir að vera að berjast. En núna eru Þórsarar komnir, byrjaðir að pikka í þá, og láta vita að þeir séu að koma,“ sagði Bjarni Fritzson í Seinni bylgjunni. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Þórsurum hrósað eftir sigurinn á Val Þórsarar sýndu þolinmæði og aga, og spiluðu langar sóknir í 25-22 sigrinum gegn Val í Höllinni á Akureyri á sunnudaginn: „Við erum búnir að tala um það í allan vetur að þeir kunna sín takmörk. Það er erfitt að spila á móti liði sem kann sín takmörk,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort það hafi ekki verið talað um það fyrir leikinn að gefa sér tíma í allar sóknir. Þótt að höndin komi upp [til marks um að það sé að koma leiktöf] þá er ekkert panikk, og ef það er vesen þá er boltanum hent út í horn á Ihor og hann fer inn af endalínunni, liðið nær að skila sér til baka og stilla upp í vörn,“ bætti hann við. Þjálfarinn með alla með sér í liði Einar Andri kvaðst ánægður með störf Halldórs Arnar Tryggvasonar, þjálfara Þórs: „Hann er á sínu fyrsta ári í þessari deild, ungur og efnilegur, og rétt eins og Arnar Daði [Arnarsson, þjálfari Gróttu] að ná ótrúlega miklu út úr sínu liði. Við vitum ekkert hvernig þetta fer en ef að Þórsarar fara niður geta þeir byggt á því áfram að vera með góðan þjálfara,“ sagði Einar Andri, og Bjarni tók undir: „Við sjáum að strákarnir hafa trú á verkefninu. Það að ungur þjálfari nái að fá alla svona með sér í lið, og fylgja skipulaginu, það sýnir að hann er með „klefann“. Það er mjög gott í bakpokann hjá honum.“ Einar Andri segir að Þórsarar gætu með aðeins meiri heppni verið mun betur staddir: „Það eru gæði í liðinu hjá þeim. Meiðslin hafa verið mikil og þeir fengu útlending sem þeir gátu ekki notað, og maður spyr sig hvernig staðan væri ef að þeir hefðu haldið aðeins betur heilsu og fengið útlending hægra megin á völlinn. Þá væri þetta lið með mikið fleiri stig.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Þór Akureyri Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. – Valur 25-22 | Heimamenn skelltu Val Valsmenn töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum fyrir mánaðalangt kórónuveirustopp og þeir byrjuðu ekki vel eftir stoppið er þeir töpuðu fyrir Þór Akureyri. 25. apríl 2021 19:29 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. – Valur 25-22 | Heimamenn skelltu Val Valsmenn töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum fyrir mánaðalangt kórónuveirustopp og þeir byrjuðu ekki vel eftir stoppið er þeir töpuðu fyrir Þór Akureyri. 25. apríl 2021 19:29