Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 79-74 | Stjörnumenn náðu fram hefndum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. apríl 2021 20:09 Vísir/Vilhelm Það var hörkuspenna í Garðabænum fyrir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í Dominosdeild karla. Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig en Grindavík í því sjöunda með 16. Það er mikill pakki í kringum Grindvíkinga svo þeir þurftu nauðsynlega á sigrinum að halda í kvöld til þess að halda sér inni í úrslitakeppnis sæti. Leikurinn var í járnum allan tímann og hvorugt liðið náði nokkru sinni meira en átta stiga forskoti, en gríðarleg barátta og talsverður pirringur einkenndi leikinn. Fyrirfram var spennandi að fylgjast með einvígi leikstjórnendanna, þeirr Dags hjá Grindavík og Ægis hjá Stjörnunni. Það gerðist þó ekki og létu þeir báðir frekar lítið fyrir sér fara. Grindvíkingar leiddu mestallan fyrri hálfleikinn með örfáum undantekningum. Björgvin Hafþór Ríkharðsson var mjög sprækur í liði Grindavíkur sem og Kristinn Pálsson. Hjá Stjörnunni var það Mirza Sarajlija sem steig upp og skoraði 19 stig í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var eins og eftirlíking af þeim fyrri. Allt í járnum og hvorugt liðið náði að stinga af. Föst vörn Grindavíkur hélt áfram að fara í taugarnar á Stjörnunni en þeir svöruðu fyrir sig með ekki lausari tökum sín megin. Lokamínúturnar voru æsispennandi og gekk báðum liðum illa að skora. Það voru þó heimamenn sem að voru sterkari þegar á leið og náðu að lokum baráttusigri 79-74. Mirza Sarajlija var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig en Ólafur Ólafsson setti 21 stig fyrir Grindavík. Hvað réði úrslitum? Ákvarðanataka Stjörnunnar í lokin er það sem skóp þennan sigur framar öðru. Liðin voru jöfn allan leikinn en svo tókst Stjörnunni að síga framúr. Þeir voru að komast inn í teiginn og annaðhvort skora eða finna félaga sína. Smekklega gert hjá lærisveinum Arnars Guðjónssonar. Hvað gekk vel? Mirza Sarajlija var frábær í allt kvöld og eina stigauppspretta heimamanna lengi vel. Hann var að velja skotin sín ágætlega, og var að setja virkilega mikla pressu á vörn Grindvíkinga. Það má telja upp fínar frammistöður annarra leikmanna, til dæmis áttu bæði Hlynur Bæringsson og Tómas Hilmarsson fína leiki. En það var Mirza sem skilaði þessum sigri ásamt útsjónarsemi í lokin. Hvað gekk illa? Annan leikinn í röð þá fara Grindvíkingar illa að ráði sínu í lokin á jöfnum leik. Það gerðist líka á móti Njarðvík. Þeir hættu að fara að körfunni og reyndu einungis erfið þriggja stiga skot. Það beit þá í þessum leik. Annars var jafnt á flestum tölum Hvað næst? Stjarnan fær Njarðvíkingar í heimsókn í næsta leik en Grindvíkingar fá ÍR suður með sjó. Það er risastór leikur fyrir bæði lið enda úrslitakeppnin í húfi. Dominos-deild karla Stjarnan UMF Grindavík
Það var hörkuspenna í Garðabænum fyrir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í Dominosdeild karla. Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig en Grindavík í því sjöunda með 16. Það er mikill pakki í kringum Grindvíkinga svo þeir þurftu nauðsynlega á sigrinum að halda í kvöld til þess að halda sér inni í úrslitakeppnis sæti. Leikurinn var í járnum allan tímann og hvorugt liðið náði nokkru sinni meira en átta stiga forskoti, en gríðarleg barátta og talsverður pirringur einkenndi leikinn. Fyrirfram var spennandi að fylgjast með einvígi leikstjórnendanna, þeirr Dags hjá Grindavík og Ægis hjá Stjörnunni. Það gerðist þó ekki og létu þeir báðir frekar lítið fyrir sér fara. Grindvíkingar leiddu mestallan fyrri hálfleikinn með örfáum undantekningum. Björgvin Hafþór Ríkharðsson var mjög sprækur í liði Grindavíkur sem og Kristinn Pálsson. Hjá Stjörnunni var það Mirza Sarajlija sem steig upp og skoraði 19 stig í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var eins og eftirlíking af þeim fyrri. Allt í járnum og hvorugt liðið náði að stinga af. Föst vörn Grindavíkur hélt áfram að fara í taugarnar á Stjörnunni en þeir svöruðu fyrir sig með ekki lausari tökum sín megin. Lokamínúturnar voru æsispennandi og gekk báðum liðum illa að skora. Það voru þó heimamenn sem að voru sterkari þegar á leið og náðu að lokum baráttusigri 79-74. Mirza Sarajlija var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig en Ólafur Ólafsson setti 21 stig fyrir Grindavík. Hvað réði úrslitum? Ákvarðanataka Stjörnunnar í lokin er það sem skóp þennan sigur framar öðru. Liðin voru jöfn allan leikinn en svo tókst Stjörnunni að síga framúr. Þeir voru að komast inn í teiginn og annaðhvort skora eða finna félaga sína. Smekklega gert hjá lærisveinum Arnars Guðjónssonar. Hvað gekk vel? Mirza Sarajlija var frábær í allt kvöld og eina stigauppspretta heimamanna lengi vel. Hann var að velja skotin sín ágætlega, og var að setja virkilega mikla pressu á vörn Grindvíkinga. Það má telja upp fínar frammistöður annarra leikmanna, til dæmis áttu bæði Hlynur Bæringsson og Tómas Hilmarsson fína leiki. En það var Mirza sem skilaði þessum sigri ásamt útsjónarsemi í lokin. Hvað gekk illa? Annan leikinn í röð þá fara Grindvíkingar illa að ráði sínu í lokin á jöfnum leik. Það gerðist líka á móti Njarðvík. Þeir hættu að fara að körfunni og reyndu einungis erfið þriggja stiga skot. Það beit þá í þessum leik. Annars var jafnt á flestum tölum Hvað næst? Stjarnan fær Njarðvíkingar í heimsókn í næsta leik en Grindvíkingar fá ÍR suður með sjó. Það er risastór leikur fyrir bæði lið enda úrslitakeppnin í húfi.