Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 11:00 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur komið með beinum hætti að öllum þremur mörkum Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. INSTAGRAM/@SVEINDISSS Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. Sveindís hefur byrjað af fítonskrafti með Kristianstad og staðið undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru til hennar. Keflvíkingurinn skoraði mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Eskilstuna United í 1. umferðinni. Í 2-1 sigrinum á Djurgården á laugardaginn lagði hún jöfnunarmark Kristianstad upp og skoraði svo sigurmark liðsins sex mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk og stoðsending Sveindísar „Þetta hefur verið stórkostlegt. Maður hefur fylgst með henni í deildinni heima undanfarin ár. Hún er góð upp við markið og með einstakan hraða,“ sagði Sif. Hún hefur spilað með mörgum Íslendingum hjá Kristianstad og tekur löndum sínum alltaf fagnandi. „Það er gaman að fá nýjan Íslending og hvað þá hana sem er stórkostleg manneskja og eitt stórt bros allan tímann. Ég er viss um að hún á eftir að fara í gegnum tímabilið eins og stormsveipur. Svo eigum við eftir að hjálpa henni með ýmislegt sem ungur leikmaður á eftir að læra,“ sagði Sif. Pössum upp á ungu leikmennina Þýska stórliðið Wolfsburg keypti Sveindísi frá Keflavík í vetur en lánaði hana svo til Kristianstad þar sem hún spilar í sumar. Sif segir að það hafi verið farsælt skref fyrir Sveindísi að koma inn í Íslendingasamfélagið hjá Kristianstad. „Ég held að það sé ofboðslega gott að hún hafi komið til okkar og þetta hafi verið fyrsta skrefið áður en hún fer til Wolfsburg. Við reynum að passa upp á leikmennina, sérstaklega þessa ungu og félagið hefur verið þekkt fyrir að gefa þeim tækifæri,“ sagði Sif. „Hún fær stórt ábyrgðarhlutverk hjá okkur og ég held að hún eigi eftir að þroskast ofboðslega mikið og hratt. Hún er búin að láta vita af sér, það er mikið rætt um hana og liðin bera mikla virðingu fyrir henni. Það verður rosalega gaman að fylgjast með henni í sumar.“ Hefur auðgað hópinn Mikil spenna var fyrir Sveindísi fyrir tímabilið og talað um hana sem einn besta leikmann sænsku deildarinnar, áður en hún spilaði leik í henni. Sif hefur engar áhyggjur af því að athyglin stígi Sveindísi til höfuðs. „Hún er með ofboðslega flott hugarfar og einbeitir sér bara að því gera það gott fyrir liðið. Hún er heldur betur að setja mark sitt á það. Hún er frábær í fótbolta og stórkostlegur einstaklingur. Það er gott að hún hafi auðgað hópinn á þann þátt sem hún hefur gert,“ sagði Sif. Sænski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Sveindís hefur byrjað af fítonskrafti með Kristianstad og staðið undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru til hennar. Keflvíkingurinn skoraði mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Eskilstuna United í 1. umferðinni. Í 2-1 sigrinum á Djurgården á laugardaginn lagði hún jöfnunarmark Kristianstad upp og skoraði svo sigurmark liðsins sex mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk og stoðsending Sveindísar „Þetta hefur verið stórkostlegt. Maður hefur fylgst með henni í deildinni heima undanfarin ár. Hún er góð upp við markið og með einstakan hraða,“ sagði Sif. Hún hefur spilað með mörgum Íslendingum hjá Kristianstad og tekur löndum sínum alltaf fagnandi. „Það er gaman að fá nýjan Íslending og hvað þá hana sem er stórkostleg manneskja og eitt stórt bros allan tímann. Ég er viss um að hún á eftir að fara í gegnum tímabilið eins og stormsveipur. Svo eigum við eftir að hjálpa henni með ýmislegt sem ungur leikmaður á eftir að læra,“ sagði Sif. Pössum upp á ungu leikmennina Þýska stórliðið Wolfsburg keypti Sveindísi frá Keflavík í vetur en lánaði hana svo til Kristianstad þar sem hún spilar í sumar. Sif segir að það hafi verið farsælt skref fyrir Sveindísi að koma inn í Íslendingasamfélagið hjá Kristianstad. „Ég held að það sé ofboðslega gott að hún hafi komið til okkar og þetta hafi verið fyrsta skrefið áður en hún fer til Wolfsburg. Við reynum að passa upp á leikmennina, sérstaklega þessa ungu og félagið hefur verið þekkt fyrir að gefa þeim tækifæri,“ sagði Sif. „Hún fær stórt ábyrgðarhlutverk hjá okkur og ég held að hún eigi eftir að þroskast ofboðslega mikið og hratt. Hún er búin að láta vita af sér, það er mikið rætt um hana og liðin bera mikla virðingu fyrir henni. Það verður rosalega gaman að fylgjast með henni í sumar.“ Hefur auðgað hópinn Mikil spenna var fyrir Sveindísi fyrir tímabilið og talað um hana sem einn besta leikmann sænsku deildarinnar, áður en hún spilaði leik í henni. Sif hefur engar áhyggjur af því að athyglin stígi Sveindísi til höfuðs. „Hún er með ofboðslega flott hugarfar og einbeitir sér bara að því gera það gott fyrir liðið. Hún er heldur betur að setja mark sitt á það. Hún er frábær í fótbolta og stórkostlegur einstaklingur. Það er gott að hún hafi auðgað hópinn á þann þátt sem hún hefur gert,“ sagði Sif.
Sænski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira