Áflog eftir leik í Mjólkurbikarnum Anton Ingi Leifsson skrifar 27. apríl 2021 07:00 Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/vilhelm Það var hiti í mönnum eftir leik Úlfana og Ísbjarnarins í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins en leikið var í Safamýrinni. Leikur liðanna fór fram á föstudag en Úlfarnir unnu 2-0 sigur. Það var svo eftir leikinn sem allt sauð upp úr, virðist vera. Fjallað var um atvikið í þættinum Innkastið x Ástríðan á Fótbolti.net en í hlaðvarpsþættinum var farið yfir 1. umferð Mjólkurbikarsins. „Ég forvitnaðist aðeins um þetta og heyrði i mönnum í Safamýrinni. Það sem gekk þarna á er eitthvað sem maður er leiður að heyra. Það urðu einhver orðaskipti milli leikmanns Úlfanna og leikmanns í Ísbirninum í lok leiks,“ sagði Sverrir Mar Smárason, einn þáttarstjórnandanna. „Á leiðinni inn í klefa standa bara fjórar til fimm frá Ísbirninum við klefann og bíða eftir leikmanni Úlfanna. Hann fær nokkur hnefahögg í höfuðið og lögreglan er kölluð til.“ Úlfarnir unnu 2-0 sigur og eru komnir áfram í næstu umferð Mjólkurbikars karla á meðan Ísbjörninn situr eftir með sárt ennið. „Allir leikmenn sem sáu þetta voru teknir í skýrslutöku. Leikmaður Úlfanna fór á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Ég veit ekki betur en að þetta sé komið í ferli hjá lögreglunni,“ sagði Sverrir áður en Ingólfur Sigurðsson tók við. „Þetta er glatað að heyra.“ Ísbjörninn gaf síðan í gær út yfirlýsingu þar sem þeir sögðu frásögnina storlega ýkta. Þeir sögðu einnig málið í rannsókn hjá lögreglu og ekki yrði farið nánar út í atburðarrásina. „Framangreint er stórlega ýkt. Þessi frásögn er byggð á upplýsingum sem viðmælandi útvarpsþáttarins segist hafi fengið frá „sínum mönnum“ í Safamýrinni. Hér er um einhliða frásögn að ræða frá manni sem virðist tengjast leikmönnum Úlfanna vinaböndum. Það voru fleiri vitni að framangreindu, sem hafa gefið skýrslu til lögreglu, sem staðfesta aðra atburðarrás,“ segir í yfirlýsingunni. Mjólkurbikarinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Leikur liðanna fór fram á föstudag en Úlfarnir unnu 2-0 sigur. Það var svo eftir leikinn sem allt sauð upp úr, virðist vera. Fjallað var um atvikið í þættinum Innkastið x Ástríðan á Fótbolti.net en í hlaðvarpsþættinum var farið yfir 1. umferð Mjólkurbikarsins. „Ég forvitnaðist aðeins um þetta og heyrði i mönnum í Safamýrinni. Það sem gekk þarna á er eitthvað sem maður er leiður að heyra. Það urðu einhver orðaskipti milli leikmanns Úlfanna og leikmanns í Ísbirninum í lok leiks,“ sagði Sverrir Mar Smárason, einn þáttarstjórnandanna. „Á leiðinni inn í klefa standa bara fjórar til fimm frá Ísbirninum við klefann og bíða eftir leikmanni Úlfanna. Hann fær nokkur hnefahögg í höfuðið og lögreglan er kölluð til.“ Úlfarnir unnu 2-0 sigur og eru komnir áfram í næstu umferð Mjólkurbikars karla á meðan Ísbjörninn situr eftir með sárt ennið. „Allir leikmenn sem sáu þetta voru teknir í skýrslutöku. Leikmaður Úlfanna fór á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Ég veit ekki betur en að þetta sé komið í ferli hjá lögreglunni,“ sagði Sverrir áður en Ingólfur Sigurðsson tók við. „Þetta er glatað að heyra.“ Ísbjörninn gaf síðan í gær út yfirlýsingu þar sem þeir sögðu frásögnina storlega ýkta. Þeir sögðu einnig málið í rannsókn hjá lögreglu og ekki yrði farið nánar út í atburðarrásina. „Framangreint er stórlega ýkt. Þessi frásögn er byggð á upplýsingum sem viðmælandi útvarpsþáttarins segist hafi fengið frá „sínum mönnum“ í Safamýrinni. Hér er um einhliða frásögn að ræða frá manni sem virðist tengjast leikmönnum Úlfanna vinaböndum. Það voru fleiri vitni að framangreindu, sem hafa gefið skýrslu til lögreglu, sem staðfesta aðra atburðarrás,“ segir í yfirlýsingunni.
Mjólkurbikarinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira