Katrín: Stórfyrirtæki sem misbjóða samfélaginu missa virðinguna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2021 18:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ásamt öðrum ráðherrum innt eftir svörum um Samherjamálið á Alþingi í dag. vísir/Vilhelm Mennta- og menningarmálaráðherra segir Samherja hafa gengið of langt í viðbrögðum sínum við umfjöllun um fyrirtækið. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens blandaði sér í deilur Samherja við Ríkisútvarpið um helgina og í færslu sem vakti mikla athygli sagði hann sláandi að þingmenn þegi yfir málinu. Segja má að þingheimur hafi svarað kallinu og hefur hver á fætur öðrum fordæmt aðfarir Samherja í dag með greinarskrifum og færslum á Facebook. Fyrirtækið hefur jafnframt verið til umræðu á Alþingi og þá einnig í tengslum við viðtal Stundarinnar við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, sem birtist fyrir helgi. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. „Varnir fyrirtækisins hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum [Kveik] heldur hinu að sverta heimildarmenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu með kærumálinu til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum, þar sem sérstaklega hefur verið vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð,” sagði Guðmundur og innti Lilju eftir hennar skoðun á athæfinu. Lilja sagði Samherja hafa gengið of langt. „Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þau séu að þetta sé gert til að að þreyta laxinn, að vonast til þess að hann gefist upp, en þessi lax sem þeir eru að fást við bregst frekar þannig við að hann er að styrkjast,” sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt.Vísir/Vilhelm Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, jafnframt hvort gripið yrði til aðgerða vegna myndbandsherferðar Samherja. „Það er nokkuð ljóst að Samherja þykir það fullkomlega eðlilegt að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburðarherferð og mannorðsmorð gagnvart Helga Seljan sem nú stendur yfir,” sagði Olga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að láta það óátalið að verið sé að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburð og mannorðsmorð gagnvart fjölmiðlamanni sem gerði það sem hans fagstétt á einmitt að gera og benti á spillingu Samherja?” Katrín svaraði vísaði í tjáningarfrelsið. „Það er auðvitað flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður en stórfyrirtækin sem mikil ítök hafa í samfélaginu, ef þau misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum þá munu þau missa virðingu þess sama samfélags,” sagði Katrín. „Ég held að það sé mjög flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður í þeim efnum. Við getum sett skýrar reglur um auðlindanotkunina, stutt betur við fjölmiðla til að sinna sínu hlutverki. En ég held líka að ef menn misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum muni það hafa áhrif á þeirra stöðu í samfélaginu.” Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens blandaði sér í deilur Samherja við Ríkisútvarpið um helgina og í færslu sem vakti mikla athygli sagði hann sláandi að þingmenn þegi yfir málinu. Segja má að þingheimur hafi svarað kallinu og hefur hver á fætur öðrum fordæmt aðfarir Samherja í dag með greinarskrifum og færslum á Facebook. Fyrirtækið hefur jafnframt verið til umræðu á Alþingi og þá einnig í tengslum við viðtal Stundarinnar við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, sem birtist fyrir helgi. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. „Varnir fyrirtækisins hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum [Kveik] heldur hinu að sverta heimildarmenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu með kærumálinu til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum, þar sem sérstaklega hefur verið vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð,” sagði Guðmundur og innti Lilju eftir hennar skoðun á athæfinu. Lilja sagði Samherja hafa gengið of langt. „Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þau séu að þetta sé gert til að að þreyta laxinn, að vonast til þess að hann gefist upp, en þessi lax sem þeir eru að fást við bregst frekar þannig við að hann er að styrkjast,” sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt.Vísir/Vilhelm Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, jafnframt hvort gripið yrði til aðgerða vegna myndbandsherferðar Samherja. „Það er nokkuð ljóst að Samherja þykir það fullkomlega eðlilegt að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburðarherferð og mannorðsmorð gagnvart Helga Seljan sem nú stendur yfir,” sagði Olga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að láta það óátalið að verið sé að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburð og mannorðsmorð gagnvart fjölmiðlamanni sem gerði það sem hans fagstétt á einmitt að gera og benti á spillingu Samherja?” Katrín svaraði vísaði í tjáningarfrelsið. „Það er auðvitað flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður en stórfyrirtækin sem mikil ítök hafa í samfélaginu, ef þau misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum þá munu þau missa virðingu þess sama samfélags,” sagði Katrín. „Ég held að það sé mjög flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður í þeim efnum. Við getum sett skýrar reglur um auðlindanotkunina, stutt betur við fjölmiðla til að sinna sínu hlutverki. En ég held líka að ef menn misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum muni það hafa áhrif á þeirra stöðu í samfélaginu.”
Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira