Innlent

Litla systir án öryggisbeltis og með höfuðið út um topplúguna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nokkuð annríki var hjá lögreglu í umferðinni í gærkvöldi.
Nokkuð annríki var hjá lögreglu í umferðinni í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Lögregla stöðvaði bifreið í gær þar sem farþeginn var ekki í öryggisbelti heldur stóð í bílsætinu með höfuðið út um topplúgu bifreiðarinnar. Í ljós kom að þarna var ökumaður á ferð með ellefu ára systur sína og var málið tilkynnt til Barnaverndar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu virðist hafa haft í nógu að snúast í umferðinni í gær og voru nokkrir stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum og/eða án ökuréttinda.

Þá var tilkynnt um þrjú umferðarslys; milli bifreiðar og rafskútu, konu sem datt á reiðhjóli og mann sem datt af bifhjóli. Meiðsl virðast hafa verið minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×