Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2021 12:22 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku finni það fyrir einkennum. Vísir/Vilhelm Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. Sextán greindust smitaðir í gær og tengist meirihluti smitanna hópsmitinu í Ölfusi. Aðrir tengjast hópsmitinu á Jörfa. Þrettán voru í sóttkví en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir allan gang á því hversu lengi sóttkví hafði staðið yfir. Varðandi útbreiðslu segir hann jákvætt að tilfellin megi rekja til hópsmitanna. „En þetta er náttúrulega alltaf eitthvað útbreitt þar sem þetta er dálítið vítt í kringum þessi hópsmit og þá eru það aðilar sem ekki hafa komið upp í smitrakningunni sjálfri og eru þannig að greinast þegar við erum að fara út í víðtækar sýnatökur í kringum þessi tilfelli,“ segir Þórólfur. Grunnskólinn á Þorlákshöfn er lokaður í dag og flestir foreldrar héldu leikskólabörnum heima til þess að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.Vísir/Vilhelm Hann segir stöðuna ekki gefa tilefni til þess að herða aðgerðir. „Það virðist vera sem það takist að halda þessu í horfinu með þessum aðgerðum sem eru í gangi núna. En það virðist þó ætla að taka einhvern lengi tíma að ná að útrýma þessu.“ Hann segir marga með lítil einkenni og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnsta tilefni. Hópsmitið á Suðurlandi megi meðal annars rekja til þess að fólk hafi ekki brugðist nógu snemma við því. „Það má allavega rekja það til þess að fólk hefur ekki farið í sýnatöku þegar fólk er búið að vera með einkenni í töluverðan tíma og er í vinnunni og annars staðar. Við höfum verið að klifa á því töluverðan tíma að fólk virkilega gæti að sér og fari í sýnatöku við minnsta tilefni. Það er greinilegt að fólk er ekki alveg að fara eftir því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Sextán greindust smitaðir í gær og tengist meirihluti smitanna hópsmitinu í Ölfusi. Aðrir tengjast hópsmitinu á Jörfa. Þrettán voru í sóttkví en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir allan gang á því hversu lengi sóttkví hafði staðið yfir. Varðandi útbreiðslu segir hann jákvætt að tilfellin megi rekja til hópsmitanna. „En þetta er náttúrulega alltaf eitthvað útbreitt þar sem þetta er dálítið vítt í kringum þessi hópsmit og þá eru það aðilar sem ekki hafa komið upp í smitrakningunni sjálfri og eru þannig að greinast þegar við erum að fara út í víðtækar sýnatökur í kringum þessi tilfelli,“ segir Þórólfur. Grunnskólinn á Þorlákshöfn er lokaður í dag og flestir foreldrar héldu leikskólabörnum heima til þess að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.Vísir/Vilhelm Hann segir stöðuna ekki gefa tilefni til þess að herða aðgerðir. „Það virðist vera sem það takist að halda þessu í horfinu með þessum aðgerðum sem eru í gangi núna. En það virðist þó ætla að taka einhvern lengi tíma að ná að útrýma þessu.“ Hann segir marga með lítil einkenni og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnsta tilefni. Hópsmitið á Suðurlandi megi meðal annars rekja til þess að fólk hafi ekki brugðist nógu snemma við því. „Það má allavega rekja það til þess að fólk hefur ekki farið í sýnatöku þegar fólk er búið að vera með einkenni í töluverðan tíma og er í vinnunni og annars staðar. Við höfum verið að klifa á því töluverðan tíma að fólk virkilega gæti að sér og fari í sýnatöku við minnsta tilefni. Það er greinilegt að fólk er ekki alveg að fara eftir því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira