Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt vill losna úr fangelsi fyrir að skjóta nágranna sinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 14:26 Saksóknarar segja það litlu breyta þó Guyger hafi farið hæðavillt. Það breyti því ekki að Botham Jean sé dáinn. Getty/AP Lögmaður lögreglukonunnar fyrrverandi Amber Guyger munu í dag færa rök fyrir því að snúa eigi við sakfellingu hennar fyrir morð. Hún skaut nágranna sinn í Dallas í Texas til bana árið 2018 eftir að hún fór fyrir mistök inn í íbúð hans en ekki sína. Guyger var sakfelld fyrir morð árið 2018 og dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið Botham Jean til bana. Hún var að koma af vakt og sá að hurð á íbúð sem hún hélt að væri hennar eigin var opin. Hið rétta er að hún var á vitlausri hæð og íbúð hennar var einni hæð neðar. Hún gekk inn í íbúðina, sá þar Jean og skaut hann til bana. Þá sagðist hún í kjölfarið hafa talið að Jean væri innbrotsþjófur. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jean hafi verið að borða ís þegar Guyger gekk inn í íbúð hans og skaut hann til bana. Jean var þeldökkur. Hann var 26 ára gamall og vann sem endurskoðandi. Þessi atburðarás liggur fyrir og Guyger viðurkenndi fyrir dómi að hafa skotið Jean. Áfrýjun hennar veltur þó í grófum dráttum á því að það hafi verið slys að hún hefði farið hæðavillt og þar sem hún hafi talið Jean vera í sinni íbúð væri ekki rétt að dæma hana fyrir morð. Lögmaður Guyger vill að dómurinn verði felldur niður eða breytt á þann veg að refsing verði stytt. Í skjölum frá saksóknurum segir að það að Guyger hafi farið hæðavillt geri hana ekki ósakhæfa og breyti ekki því að hún hafi skotið Jean til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Guyger var sakfelld fyrir morð árið 2018 og dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið Botham Jean til bana. Hún var að koma af vakt og sá að hurð á íbúð sem hún hélt að væri hennar eigin var opin. Hið rétta er að hún var á vitlausri hæð og íbúð hennar var einni hæð neðar. Hún gekk inn í íbúðina, sá þar Jean og skaut hann til bana. Þá sagðist hún í kjölfarið hafa talið að Jean væri innbrotsþjófur. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jean hafi verið að borða ís þegar Guyger gekk inn í íbúð hans og skaut hann til bana. Jean var þeldökkur. Hann var 26 ára gamall og vann sem endurskoðandi. Þessi atburðarás liggur fyrir og Guyger viðurkenndi fyrir dómi að hafa skotið Jean. Áfrýjun hennar veltur þó í grófum dráttum á því að það hafi verið slys að hún hefði farið hæðavillt og þar sem hún hafi talið Jean vera í sinni íbúð væri ekki rétt að dæma hana fyrir morð. Lögmaður Guyger vill að dómurinn verði felldur niður eða breytt á þann veg að refsing verði stytt. Í skjölum frá saksóknurum segir að það að Guyger hafi farið hæðavillt geri hana ekki ósakhæfa og breyti ekki því að hún hafi skotið Jean til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41
Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54
Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46