Systkini kepptu bæði með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu á dögunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 16:31 Martin Bjarni og Hildur Maja Guðmundsbörn voru bæði í landsliði Íslands á EM í áhaldafimleikum sem fór fram í Sviss 21. og 22. apríl síðastliðinn. FSÍ Systkinin Martin Bjarni og Hildur Maja Guðmundsbörn þreyttu bæði frumraun sína á Evrópumóti í áhaldafimleikum á dögunum en þau kepptu þá fyrir hönd Íslands á EM í Basel í Sviss. Það er ekki á hverjum degi sem systkini keppa fyrir Ísland á sama Evrópumóti en Fimleikasambandið vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni. Martin Bjarni og Hildur Maja keppa bæði fyrir Íþróttafélagið Gerplu en þetta var góð leið fyrir þau til að halda upp fimmtíu ára afmæli félagsins. Martin Bjarni er fjórum árum eldri en Hildur Maja. Systkinin eru frá Selfossi en hafa bæði æft með Íþróttafélaginu Gerplu síðan þau muna eftir sér, Martin Bjarni í heil sextán ár og Hildur Maja í tíu ár. Martin Bjarni endaði í 61. sæti í fjölþraut af 152 keppendum og náði bestum árangri af íslensku strákunum. Hildur Maja náði þriðja besta árangrinum af íslensku stelpunum en hún endaði í 69. sæti af 107 keppendum i fjölþraut. Hildur Maja er í 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi og stefnir á nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands í haust. Martin Bjarni býr í Reykjavík en hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í desember og starfar nú hjá Greenfit við mælingar á fólki með það að markmiði að ná betri árangri í þjálfun. Uppáhalds áhöldin hennar Hildur eru gólf og slá en uppáhalds áhöldin hans Martins Bjarna eru svifrá og gólf. Systkinin eru samrýmd í sinni íþrótt og eru dugleg að hvetja og ráðleggja hvort öðru. Martin segir um Hildi að hún sé með mikið keppnisskap, stríðin, dugleg og skemmtileg. Hildur segir um bróður sinn að hann sé metnaðarfullur, skipulagður og mjög góður stóri bróðir. Það má finna meira um þau á heimasíðu fimleikasambandsins eða með því að smella hér. Glæsileg systkini!Posted by Fimleikasamband Íslands on Þriðjudagur, 27. apríl 2021 Fimleikar Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem systkini keppa fyrir Ísland á sama Evrópumóti en Fimleikasambandið vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni. Martin Bjarni og Hildur Maja keppa bæði fyrir Íþróttafélagið Gerplu en þetta var góð leið fyrir þau til að halda upp fimmtíu ára afmæli félagsins. Martin Bjarni er fjórum árum eldri en Hildur Maja. Systkinin eru frá Selfossi en hafa bæði æft með Íþróttafélaginu Gerplu síðan þau muna eftir sér, Martin Bjarni í heil sextán ár og Hildur Maja í tíu ár. Martin Bjarni endaði í 61. sæti í fjölþraut af 152 keppendum og náði bestum árangri af íslensku strákunum. Hildur Maja náði þriðja besta árangrinum af íslensku stelpunum en hún endaði í 69. sæti af 107 keppendum i fjölþraut. Hildur Maja er í 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi og stefnir á nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands í haust. Martin Bjarni býr í Reykjavík en hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í desember og starfar nú hjá Greenfit við mælingar á fólki með það að markmiði að ná betri árangri í þjálfun. Uppáhalds áhöldin hennar Hildur eru gólf og slá en uppáhalds áhöldin hans Martins Bjarna eru svifrá og gólf. Systkinin eru samrýmd í sinni íþrótt og eru dugleg að hvetja og ráðleggja hvort öðru. Martin segir um Hildi að hún sé með mikið keppnisskap, stríðin, dugleg og skemmtileg. Hildur segir um bróður sinn að hann sé metnaðarfullur, skipulagður og mjög góður stóri bróðir. Það má finna meira um þau á heimasíðu fimleikasambandsins eða með því að smella hér. Glæsileg systkini!Posted by Fimleikasamband Íslands on Þriðjudagur, 27. apríl 2021
Fimleikar Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira