Bein útsending: Drónar fljúga yfir gosinu í alla nótt Tinni Sveinsson skrifar 27. apríl 2021 16:35 Drónarnir njóta sín við gosstöðvarnar í kvöld og nótt. Ari Magg Hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi úr drónum frá gosstöðvum við Fagradalsfjall í allt kvöld og nótt. Að jafnaði verða fimm til sex drónar á lofti í einu til þess að fanga hið sí- og margbreytilega landslag gosstöðvanna á sem bestan hátt. Útsendingin hefst klukkan 18. Hún er unnin í samstarfi við Björn Steinbekk og framleiðslufyrirtækið Skjáskot og er ein sú flóknasta sem ráðist hefur verið í í íslenskum óbyggðum. Einnig verður hægt að horfa á hana á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Ofurtungl í kvöld Búast má við miklu sjónarspili þar sem hægt verður að fylgjast með degi líða að kvöldi, nóttina taka völdin og sólina rísa í fyrramálið. Samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands er orðið almyrkt um hálf ellefu í kvöld. Birta tekur síðan upp úr klukkan fjögur í fyrramálið og sólris er kortér yfir fimm. Þá er einnig ofurtungl í kvöld, en það kallast fullt tungl sem fer eins nálægt jörðu og leið tunglsins liggur. Hægt að styrkja Landsbjörg Á meðan á útsendingu stendur verður haldin söfnun til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem hefur borið hitann og þungan af því að tryggja öryggi forvitinna vegfarenda frá því eldgosið hófst fyrir mánuði síðan. Hægt er að styrkja Landsbjörg með því að hringja í númerið 905-5900. Hraunið rennur í Meradali.Björn Steinbekk Fjórtán klukkustundir Stefnt er á að vera í loftinu þar til klukkan átta í fyrramálið eða í fjórtán klukkustundir alls. Breytingin á landslaginu í kringum gosið verður sýnd með myndefni sem Björn hefur tekið upp frá upphafi gossins fram til dagsins í dag. Íslenskri tónlist verður gert hátt undir höfði. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er aðgengileg á kerfum Vodafone og Símans. Einnig verður verður ensk útgáfa af útsendingunni sýnd á YouTube-rás Björns. Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Að jafnaði verða fimm til sex drónar á lofti í einu til þess að fanga hið sí- og margbreytilega landslag gosstöðvanna á sem bestan hátt. Útsendingin hefst klukkan 18. Hún er unnin í samstarfi við Björn Steinbekk og framleiðslufyrirtækið Skjáskot og er ein sú flóknasta sem ráðist hefur verið í í íslenskum óbyggðum. Einnig verður hægt að horfa á hana á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Ofurtungl í kvöld Búast má við miklu sjónarspili þar sem hægt verður að fylgjast með degi líða að kvöldi, nóttina taka völdin og sólina rísa í fyrramálið. Samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands er orðið almyrkt um hálf ellefu í kvöld. Birta tekur síðan upp úr klukkan fjögur í fyrramálið og sólris er kortér yfir fimm. Þá er einnig ofurtungl í kvöld, en það kallast fullt tungl sem fer eins nálægt jörðu og leið tunglsins liggur. Hægt að styrkja Landsbjörg Á meðan á útsendingu stendur verður haldin söfnun til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem hefur borið hitann og þungan af því að tryggja öryggi forvitinna vegfarenda frá því eldgosið hófst fyrir mánuði síðan. Hægt er að styrkja Landsbjörg með því að hringja í númerið 905-5900. Hraunið rennur í Meradali.Björn Steinbekk Fjórtán klukkustundir Stefnt er á að vera í loftinu þar til klukkan átta í fyrramálið eða í fjórtán klukkustundir alls. Breytingin á landslaginu í kringum gosið verður sýnd með myndefni sem Björn hefur tekið upp frá upphafi gossins fram til dagsins í dag. Íslenskri tónlist verður gert hátt undir höfði. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er aðgengileg á kerfum Vodafone og Símans. Einnig verður verður ensk útgáfa af útsendingunni sýnd á YouTube-rás Björns.
Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26