Geta ekki annað en treyst fólki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 19:08 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Stöð 2/Egill Búast má við því að gestum á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún fjölgi enn frekar í nótt þegar farþegar úr flugi frá Varsjá í Póllandi skila sér út af Keflavíkurflugvelli. Ráðgert er að vélin lendi á tólfta tímanum í nótt en farþegar frá Póllandi, meðal annarra landa, þurfa nú að sæta skyldusóttkví á slíku hóteli nema sérstök undanþága fáist. Rætt var við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann sóttvarnahúsa Rauða krossins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hótelið við Þórunnartún við það að fyllast, þó einhver herbergi verði laus þegar farþegar Varsjárvélarinnar mæta til höfuðborgarinnar. „En við erum búin að gera allt klárt hérna hinu megin við götuna á hótel Stormi. Við gerðum það klárt klukkan tvö í dag, þannig að það verður nóg pláss fyrir alla,“ segir Gylfi. Hann segir að nú dvelji um þrjú hundruð manns á hótelinu við Þórunnartún. Þá segir hann að engar kvartanir vegna nýrra reglna um dvöl á sóttkvíarhóteli hafi borist honum í dag, en borið hefur á því að komufarþegar hafi verið ósáttir með að fá ekki að taka út sína sóttkví eftir eigin höfði. „Hingað til hafa menn og konur verið bara nokkuð ánægð. Þau eru allavega komin, lent og komust hingað inn og við höfum ekki fengið neinar kvartanir enn þá.“ Eitthvað hefur borið á því að fólk fari ekki á sóttkvíarhótelið með rútunni sem ferjar farþega frá flugvellinum á hótelið, heldur með eigin leiðum. Gylfi segir lítið við því að gera. „Já, einhverjir hafa komið á eigin bílum, að eigin sögn. Við náttúrulega getum ekki annað en treyst fólki, þannig að við verðum bara að vona það besta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Ráðgert er að vélin lendi á tólfta tímanum í nótt en farþegar frá Póllandi, meðal annarra landa, þurfa nú að sæta skyldusóttkví á slíku hóteli nema sérstök undanþága fáist. Rætt var við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann sóttvarnahúsa Rauða krossins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hótelið við Þórunnartún við það að fyllast, þó einhver herbergi verði laus þegar farþegar Varsjárvélarinnar mæta til höfuðborgarinnar. „En við erum búin að gera allt klárt hérna hinu megin við götuna á hótel Stormi. Við gerðum það klárt klukkan tvö í dag, þannig að það verður nóg pláss fyrir alla,“ segir Gylfi. Hann segir að nú dvelji um þrjú hundruð manns á hótelinu við Þórunnartún. Þá segir hann að engar kvartanir vegna nýrra reglna um dvöl á sóttkvíarhóteli hafi borist honum í dag, en borið hefur á því að komufarþegar hafi verið ósáttir með að fá ekki að taka út sína sóttkví eftir eigin höfði. „Hingað til hafa menn og konur verið bara nokkuð ánægð. Þau eru allavega komin, lent og komust hingað inn og við höfum ekki fengið neinar kvartanir enn þá.“ Eitthvað hefur borið á því að fólk fari ekki á sóttkvíarhótelið með rútunni sem ferjar farþega frá flugvellinum á hótelið, heldur með eigin leiðum. Gylfi segir lítið við því að gera. „Já, einhverjir hafa komið á eigin bílum, að eigin sögn. Við náttúrulega getum ekki annað en treyst fólki, þannig að við verðum bara að vona það besta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira