Konur eiga betra skilið Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 28. apríl 2021 12:31 Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini. Ástæðan fyrir ákvörðuninni um að breyta ferlinu hefur því miður ekki verið skýrð nægilega vel fyrir konum. Og þó að yfirlýst markmið með breyttu fyrirkomulagi sé að færa skimunarfyrirkomulagið nær því sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum og í samræmi við framtíðarsýn og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti 2019, þá hefur framkvæmdin því miður verið klúðursleg, óljós og umfram allt illa kynnt fyrir konum. Það hefur valdið konum og aðstandendum þeirra óöryggi og vantrausti þeirra á kerfið sem á að þjóna konum og þeirra heilbrigði. Nú er svo komið að fimm stofnanir innan heilbrigðiskerfisins bera ábyrgð á breyttu skipulagi og framkvæmd skimana hjá konum fyrir krabbameini. Þetta klúður hefur reynst afdrifaríkt og nú er svo komið að aðgerðahópur rúmlega 14 þúsund kvenna og aðstandenda þeirra, sem hóf undirskriftasöfnun fyrir rúmum tveimur mánuðum, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að konur, sem fóru í skimun í nóvember á síðasta ári, séu ekki enn búnar að fá niðurstöður í sínum rannsóknum á þessu ári. Aðrar konur hafa nú jafnvel fengið þá niðurstöðu að þurfa í frekari rannsóknir eftir nærri 6 mánaða ferli i óvissu og ótta og allt að 4 vikna bið að komast í þær rannsóknir. Slík framkvæmd getur ekki verið boðleg, hvorki konum og aðstandendum þeirra, né læknum þeirra nú í sumarbyrjun 2021. Það er greinilegt að ferli greininga og miðlun niðurstaða úr skimun fyrir leghálskrabbameini er í einhverjum ólestri og skipuleg upplýsingagjöf til kvenna um þeirra stöðu er ónóg þegar margir mánuðir hafa liðið án þess að leghálsskimanir og ferlarnir við þær hafa verið skýrðir almennilega út fyrir konum, hvað þá fyrir fagaðilum. Eykur á ótta kvenna og vantrú á heilbrigðiskerfi Ákvörðun að tillögu Skimunarráðs um að samhæfa skimunarferli hér á landi í átt að alþjóðlegum stöðlum og vinnubrögðum er góðra gjalda verð, en ef einhver þáttur vinnulagsins sem við höfum nú þegar er að virka, af hverju að rekja það upp ? Ef tilgangurinn var sá að færa skipulagið nær alþjóðlegum stöðlum, hvers vegna var ekki búið að samræma og skipuleggja ferlana til að skimunin og miðlun niðurstaðanna úr þeim gengi hratt og skipulega fyrir sig þegar fyrstu sýnin voru send til Danmerkur ? Og hvers vegna var ákveðið að semja við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu leghálssýna sem tekin eru hér á landi þegar hægt var að framkvæma þær rannsóknir hér á landi sem samkvæmt sérfræðingum hefði þýtt hraðara og markvissara ferli ? Ef um var að ræða að kostnaður við rannsóknirnar sé lægri í Danmörku en á Íslandi, líkt og heilbrigðisráðuneytið hefur haldið fram, þá hafa engin skýr gögn um það verið lögð fram um þann lægri kostnað. Konur eiga ekki að þurfa að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöður í sínar persónlegu legháls-eða brjóstaskimanir. Það býr til óvissu, hræðslu og vantraust kvenna á heilbrigðiskerfið sem á að vera sterkt og öflugt fyrir þær. Núverandi staða í þessu risastóra kvennaheilbrigðismáli er óviðundandi og tryggir hvorki öryggi né gæði sem konur og aðstandendur þeirra eiga skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini. Ástæðan fyrir ákvörðuninni um að breyta ferlinu hefur því miður ekki verið skýrð nægilega vel fyrir konum. Og þó að yfirlýst markmið með breyttu fyrirkomulagi sé að færa skimunarfyrirkomulagið nær því sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum og í samræmi við framtíðarsýn og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti 2019, þá hefur framkvæmdin því miður verið klúðursleg, óljós og umfram allt illa kynnt fyrir konum. Það hefur valdið konum og aðstandendum þeirra óöryggi og vantrausti þeirra á kerfið sem á að þjóna konum og þeirra heilbrigði. Nú er svo komið að fimm stofnanir innan heilbrigðiskerfisins bera ábyrgð á breyttu skipulagi og framkvæmd skimana hjá konum fyrir krabbameini. Þetta klúður hefur reynst afdrifaríkt og nú er svo komið að aðgerðahópur rúmlega 14 þúsund kvenna og aðstandenda þeirra, sem hóf undirskriftasöfnun fyrir rúmum tveimur mánuðum, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að konur, sem fóru í skimun í nóvember á síðasta ári, séu ekki enn búnar að fá niðurstöður í sínum rannsóknum á þessu ári. Aðrar konur hafa nú jafnvel fengið þá niðurstöðu að þurfa í frekari rannsóknir eftir nærri 6 mánaða ferli i óvissu og ótta og allt að 4 vikna bið að komast í þær rannsóknir. Slík framkvæmd getur ekki verið boðleg, hvorki konum og aðstandendum þeirra, né læknum þeirra nú í sumarbyrjun 2021. Það er greinilegt að ferli greininga og miðlun niðurstaða úr skimun fyrir leghálskrabbameini er í einhverjum ólestri og skipuleg upplýsingagjöf til kvenna um þeirra stöðu er ónóg þegar margir mánuðir hafa liðið án þess að leghálsskimanir og ferlarnir við þær hafa verið skýrðir almennilega út fyrir konum, hvað þá fyrir fagaðilum. Eykur á ótta kvenna og vantrú á heilbrigðiskerfi Ákvörðun að tillögu Skimunarráðs um að samhæfa skimunarferli hér á landi í átt að alþjóðlegum stöðlum og vinnubrögðum er góðra gjalda verð, en ef einhver þáttur vinnulagsins sem við höfum nú þegar er að virka, af hverju að rekja það upp ? Ef tilgangurinn var sá að færa skipulagið nær alþjóðlegum stöðlum, hvers vegna var ekki búið að samræma og skipuleggja ferlana til að skimunin og miðlun niðurstaðanna úr þeim gengi hratt og skipulega fyrir sig þegar fyrstu sýnin voru send til Danmerkur ? Og hvers vegna var ákveðið að semja við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu leghálssýna sem tekin eru hér á landi þegar hægt var að framkvæma þær rannsóknir hér á landi sem samkvæmt sérfræðingum hefði þýtt hraðara og markvissara ferli ? Ef um var að ræða að kostnaður við rannsóknirnar sé lægri í Danmörku en á Íslandi, líkt og heilbrigðisráðuneytið hefur haldið fram, þá hafa engin skýr gögn um það verið lögð fram um þann lægri kostnað. Konur eiga ekki að þurfa að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöður í sínar persónlegu legháls-eða brjóstaskimanir. Það býr til óvissu, hræðslu og vantraust kvenna á heilbrigðiskerfið sem á að vera sterkt og öflugt fyrir þær. Núverandi staða í þessu risastóra kvennaheilbrigðismáli er óviðundandi og tryggir hvorki öryggi né gæði sem konur og aðstandendur þeirra eiga skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun