Sjálfstæðismenn skamma Mörtu: „Alltaf gamla nornin sem tapar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2021 18:36 Marta Guðjónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fleiri þekktir Sjálfstæðismenn hafa gert ummæli Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa flokksins, um Gísla Martein Baldursson að umræðuefni á samfélagsmiðlum í dag þar sem orð Mörtu í garð Gísla eru harðlega gagnrýnd. Grein eftir Mörtu sem birtist á Vísi í morgun hefur vakið mikla athygli en þar kallar hún Gísla meðal annars „pjakk“ og „prinsessu“ og sakar hann um að fara með ítrekuð ósannindi. Meðal þeirra sem tjáð sig hafa um ummæli Mörtu er Hildur Björnsdóttir, flokkssystir hennar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. „Svívirðingar og uppnefni í opinberri umræðu eru ekki til þess fallin að auka traust og tiltrú á stjórnmálin. Ég hugsa að Sjálfstæðismenn vilji almennt temja sér háttvísi í rökræðulistinni og sanngirni í umræðunni. Vonandi felur framtíð stjórnmálanna í sér uppbyggileg skoðanaskipti og almenna kurteisi í lifandi samkeppni hugmyndanna,“ skrifar Hildur. Ætla má að þar sé hún að vísa til ummæla Mörtu. Meðal þeirra sem deilt hafa færslu Hildar er Katrín Atladóttir sem einnig er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ekki eru það aðeins borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hnýta í Mörtu en það gerir Pawel Bartoszek, borgarfullrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar til að mynda einnig þar sem hann gefur í skin að orðalagið í grein Mörtu sé á lágu plani. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er jafnframt harðorð í garð Mörtu. „Ég vann með bæði Mörtu og Gísla í mörg ár í borginni. Flokkurinn var klofinn þá um uppbyggilega og fallega þróun borgar. Hann er enn klofinn í herðar niður. Þessi grein dæmir Sjálfstæðismenn úr leik,“ skrifar Þorbjörg um leið og hún hvetur Gísla Martein til dáða. Almannatengillinn Friðjón Friðjónson slær á létta strengi á Twitter með því að minna á að „í öllum prinsessusögunum þá er það alltaf gamla nornin sem tapar.“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslu Friðjóns áfram eru Gísli Marteinn sjálfur auk Rafns Steingrímssonar og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur sem bæði hafa tekið virkan þátt í starfi Sambands ungra sjálfstæðismanna og hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er vert að hafa í huga að í öllum prinsessusögunum þá er það alltaf gamla nornin sem tapar.— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) April 28, 2021 Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segist vera orðlaus yfir grein Mörtu. „Svona rætin orðræða á ekki að þrífast og er pólitíkinni ekki til sóma,“ skrifar Magnús meðal annars á Twitter. Ég er orðlaus. Svona rætin orðræða á ekki að þrífast og er pólitíkinni ekki til sóma. Ég skil ekki hvaða vegferð Marta er á gagnvart Gísla sem á mikið lof skilið fyrir sína vinnu í skipulagsmálum borgarinnar. https://t.co/B86ttpHKYw— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) April 28, 2021 Áslaugu Huldu Jónsdóttur, Sjálfstæðiskonu og formanni bæjarráðs Garðabæjar, finnast ummæli flokkssystur sinnar ekki heldur vera til sóma. Marta hljóti að hafa ruglast. „Við getum verið ósammála og það er hollt að takast á en gerum það málefnalega og sýnum virðingu. Það stækkar enginn með því að reyna að smækka aðra,“ skrifar Áslaug á Facebook. Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, tjáir sig einnig um málið og segir Mörtu ganga allt of langt. „Þegar ég les þennan pistil sem Marta Guðjónsdóttir hefur nú skrifað velti ég því fyrir mér hvort ástæðan fyrir því að fulltrúar míns flokks í borgarstjórn ná ekki betri árangri en raun ber vitni sé framkoma af þessu tagi gagnvart þeim sem eru þeim ósammála,“ skrifar Sigurður Kári. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. 28. apríl 2021 14:36 Gísli Marteinn í bakaríinu Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. 28. apríl 2021 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Meðal þeirra sem tjáð sig hafa um ummæli Mörtu er Hildur Björnsdóttir, flokkssystir hennar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. „Svívirðingar og uppnefni í opinberri umræðu eru ekki til þess fallin að auka traust og tiltrú á stjórnmálin. Ég hugsa að Sjálfstæðismenn vilji almennt temja sér háttvísi í rökræðulistinni og sanngirni í umræðunni. Vonandi felur framtíð stjórnmálanna í sér uppbyggileg skoðanaskipti og almenna kurteisi í lifandi samkeppni hugmyndanna,“ skrifar Hildur. Ætla má að þar sé hún að vísa til ummæla Mörtu. Meðal þeirra sem deilt hafa færslu Hildar er Katrín Atladóttir sem einnig er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ekki eru það aðeins borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hnýta í Mörtu en það gerir Pawel Bartoszek, borgarfullrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar til að mynda einnig þar sem hann gefur í skin að orðalagið í grein Mörtu sé á lágu plani. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er jafnframt harðorð í garð Mörtu. „Ég vann með bæði Mörtu og Gísla í mörg ár í borginni. Flokkurinn var klofinn þá um uppbyggilega og fallega þróun borgar. Hann er enn klofinn í herðar niður. Þessi grein dæmir Sjálfstæðismenn úr leik,“ skrifar Þorbjörg um leið og hún hvetur Gísla Martein til dáða. Almannatengillinn Friðjón Friðjónson slær á létta strengi á Twitter með því að minna á að „í öllum prinsessusögunum þá er það alltaf gamla nornin sem tapar.“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslu Friðjóns áfram eru Gísli Marteinn sjálfur auk Rafns Steingrímssonar og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur sem bæði hafa tekið virkan þátt í starfi Sambands ungra sjálfstæðismanna og hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er vert að hafa í huga að í öllum prinsessusögunum þá er það alltaf gamla nornin sem tapar.— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) April 28, 2021 Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segist vera orðlaus yfir grein Mörtu. „Svona rætin orðræða á ekki að þrífast og er pólitíkinni ekki til sóma,“ skrifar Magnús meðal annars á Twitter. Ég er orðlaus. Svona rætin orðræða á ekki að þrífast og er pólitíkinni ekki til sóma. Ég skil ekki hvaða vegferð Marta er á gagnvart Gísla sem á mikið lof skilið fyrir sína vinnu í skipulagsmálum borgarinnar. https://t.co/B86ttpHKYw— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) April 28, 2021 Áslaugu Huldu Jónsdóttur, Sjálfstæðiskonu og formanni bæjarráðs Garðabæjar, finnast ummæli flokkssystur sinnar ekki heldur vera til sóma. Marta hljóti að hafa ruglast. „Við getum verið ósammála og það er hollt að takast á en gerum það málefnalega og sýnum virðingu. Það stækkar enginn með því að reyna að smækka aðra,“ skrifar Áslaug á Facebook. Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, tjáir sig einnig um málið og segir Mörtu ganga allt of langt. „Þegar ég les þennan pistil sem Marta Guðjónsdóttir hefur nú skrifað velti ég því fyrir mér hvort ástæðan fyrir því að fulltrúar míns flokks í borgarstjórn ná ekki betri árangri en raun ber vitni sé framkoma af þessu tagi gagnvart þeim sem eru þeim ósammála,“ skrifar Sigurður Kári.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. 28. apríl 2021 14:36 Gísli Marteinn í bakaríinu Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. 28. apríl 2021 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. 28. apríl 2021 14:36
Gísli Marteinn í bakaríinu Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. 28. apríl 2021 08:30