Innlent

Ótrúlegt myndband af „eld-skýstrokk“ í miðri hrauntjörninni

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Eldgosið er mikið sjónarspil.
Eldgosið er mikið sjónarspil. Vísir/Vilhelm

Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands deildi á Facebook í kvöld ótrúlegu myndbandi sem Sigurður Þór Helgason náði af eldgosinu í Geldingadölum. Á myndbandinu má sjá svokallaðan eldskýstrokk þar sem kvika og eldglæringar sjást frussast upp úr hrauntjörninni í eins konar hringlaga hreyfingu.

Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá í Facebook-færslunni hér að neðan.

Sjálfur segir Sigurður Þór í færslu sinni að hann hafi ekki vitað að þetta væri yfir höfuð hægt. „Ég vissi ekki að eldgosa-hvirfilbylur gæti gerst….En, það gerðist,“ skrifar Sigurður Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×