Innlent

Hlutfall sjálfsafgreiðslu um 70 til 80 prósent hjá Krónunni og Högum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni.
Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni. Vísir

Hlutfall sjálfsafgreiðslu er orðið allt að 80 prósent í verslunum Haga og um 70 prósent að meðaltali í verslunum Krónunnar. Finnur Oddson, forstjóri Haga, segir verslunarferðir hafa „einfaldast“ og þá heyri raðir nánast sögunni til.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Fyrsti sjálfsafgreiðslukassi Krónunnar var tekinn í notkun á Bíldshöfða árið 2007 en nýjasta kynslóð kassanna var hins vegar sett upp í Krónunni í Nóatúni árið 2018.

Fyrstu sjálfsafgreiðslukassar Haga voru teknir í notkun í Bónus á Smáratorgi sama ár.

Að sögn Ástu Sigríðar Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, bjóða nokkrar verslanir nú eingöngu upp á sjálfsafgreiðslu. „En það er auðvitað alltaf starfsfólk við kassana til að aðstoða viðskiptavini,“ segir hún.

Hlutfall sjálfsafgreiðslu hjá Samkaupum er eilítið minna en hjá hinum verslanakeðjunum, eða um 50 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×