Eitraðir stjórnunarhættir vinnustaða Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. júní 2021 07:00 Birtingarmynd slæmra stjórnendahátta geta verið margs konar og oft eru slæmir stjórnendahættir mjög faldir. Vísir/Getty Síðustu árin höfum við heyrt mikið um það hvernig vinnustaðir hafa innleitt stefnur og verklag til að sporna við hegðun eins og áreitni á vinnustöðum, einelti og fleira. Eins fjölgar þeim vinnustöðum í sífellu sem sýnilega eru að leggja markvissa áherslu á heilsu og líðan starfsfólks. En hvað er til ráða, þegar að helsti vandi vinnustaðarins felst í stjórnunarháttum sem eru slæmir og já, teljast í raun eitra andrúmsloftið? Í nýlegri umfjöllun FastCompany er fjallað um þetta og nokkur góð ráð gefin. Því þegar að stjórnandi eitrar út frá sér er starfsfólk sett í mjög erfiða stöðu. Flestir óttast þá um starfið sitt, vilja ekki missa það eða hafa áhyggjur af því að það að segja frá geti leitt til þess að það endi með að bitna á þeim sjálfum. En hvað er þá til ráða? Því hér gildir það sama og almennt: Það þarf ekki nema eitt skemmt epli til að smita út frá sér. Á vinnustöðum gætu til dæmis verið stjórnendur á öðrum deildum og sviðum sem standa sig bara vel. En í hljóði situr eftir einn hópur sem líður illa, því stjórnunarhættir þess yfirmanns eru slæmir. Í fyrrnefndri umfjöllun er mælt með því að vinnustaðir innleiði stefnur og verklag til að sporna við þessu og geri það með markvissum hætti og mjög sýnilega. Aðgerðir og verklag eiga að auðvelda starfsfólki að segja frá, ef það telur stjórnendahætti ekki í takt við þá stefnu sem vinnustaðurinn hefur sett sér um vinnustaðamenningu og/eða óviðeigandi með öðrum hætti. 1.Þjálfun og ráðning stjórnenda Það getur verið spennandi að feta upp stigann í starfsframanum en oft gerast hlutirnir bara þannig að fólk er komið í stjórnendastöður einn daginn, án þess endilega að hafa fengið til þess sérstaka þjálfun. Við treystum í raun bara á getu og hæfni hvers og eins. Mælt er með því að vinnustaðir standi að þjálfun leiðtoga sinna fyrir þá menningu sem vinnustaðurinn vill að sé ríkjandi hjá sér, á öllum deildum og innan allra teyma. Í raun þýðir þetta að vinnustaðir eiga EKKI að gera bara ráð fyrir að allir stjórnendur séu góðir í þessu hlutverki. Því stundum byggja styrkleikar stjórnenda á einhverju allt öðru en akkúrat þessu, til dæmis einhverri sérþekkingu fyrir sviðið frekar en samskipta- og stjórnunarhætti. Þá þarf að meta hvern og einn stjórnanda og máta þá hæfni sem hann/hún hefur, með tilliti til uppbyggingar á þeirri vinnustaðamenningu sem ætlunin er að byggja upp. Í nýráðningum stjórnenda þurfa þessar áherslur að vera í forgrunni. 2. Nafnlausar ábendingar Það er ekkert sjálfgefið að stjórnendur hafi allir þá hæfni að byggja upp opin og góð samskipti innan teyma. Þess vegna er mælt með því að starfsfólk hafi einnig leið til að koma áleiðis nafnlausum ábendingum. Þegar að það er gert, þarf starfsfólk að upplifa 100% öryggi þannig að það óttist enga hættu á því að „lenda“ í einhverju í kjölfarið. Að sama skapi gæti þetta þýtt ákveðið aðhald eða hvatning fyrir stjórnendur að standa sig sem best. Hér er sérstaklega bent á að uppræting og aðgerðir gegn slæmum stjórnunarháttum er ekki málefni sem eingöngu kemur mannauðsdeildinni við. Þetta er málefni sem vinnustaðurinn hefur lýst yfir að hann vilji sporna gegn og/eða tryggja að geti ekki komið upp. 3. Staða uppljóstrarans Að búa til aðgerðaráætlun og verkferla er samt ekki nóg. Því það þarf líka að búa til hvata. Hvatinn þarf að vera sá að starfsfólk upplifi það sem jákvætt skref að segja frá. Já, hvatinn á að vera sá að það sé yfirlýst markmið vinnustaðarins að eitraðir eða slæmir stjórnunarhættir séu ekki liðnir. 4. Eftirfylgni Allt ofangreint fellur hins vegar um sjálft sig nema starfsfólkinu sé jafn sýnilegt að eftirfylgni sé til staðar, berist ábending um stjórnunarhætti sem ekki samræmast siðareglum og gildum vinnustaðarins eða menningar. Það hvernig taka þarf á málum og þeim fylgt eftir, getur síðan verið mismunandi. En aðalmálið er að starfsfólk og stjórnendur séu í raun bundin saman í því markmiði að uppræta allt sem ekki telst samræma góðum stjórnunarháttum innan vinnustaðar og teyma. Enda engra hagur að eitt skemmt epli smiti áfram út frá sér. Stjórnun Vinnustaðamenning Góðu ráðin Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
En hvað er til ráða, þegar að helsti vandi vinnustaðarins felst í stjórnunarháttum sem eru slæmir og já, teljast í raun eitra andrúmsloftið? Í nýlegri umfjöllun FastCompany er fjallað um þetta og nokkur góð ráð gefin. Því þegar að stjórnandi eitrar út frá sér er starfsfólk sett í mjög erfiða stöðu. Flestir óttast þá um starfið sitt, vilja ekki missa það eða hafa áhyggjur af því að það að segja frá geti leitt til þess að það endi með að bitna á þeim sjálfum. En hvað er þá til ráða? Því hér gildir það sama og almennt: Það þarf ekki nema eitt skemmt epli til að smita út frá sér. Á vinnustöðum gætu til dæmis verið stjórnendur á öðrum deildum og sviðum sem standa sig bara vel. En í hljóði situr eftir einn hópur sem líður illa, því stjórnunarhættir þess yfirmanns eru slæmir. Í fyrrnefndri umfjöllun er mælt með því að vinnustaðir innleiði stefnur og verklag til að sporna við þessu og geri það með markvissum hætti og mjög sýnilega. Aðgerðir og verklag eiga að auðvelda starfsfólki að segja frá, ef það telur stjórnendahætti ekki í takt við þá stefnu sem vinnustaðurinn hefur sett sér um vinnustaðamenningu og/eða óviðeigandi með öðrum hætti. 1.Þjálfun og ráðning stjórnenda Það getur verið spennandi að feta upp stigann í starfsframanum en oft gerast hlutirnir bara þannig að fólk er komið í stjórnendastöður einn daginn, án þess endilega að hafa fengið til þess sérstaka þjálfun. Við treystum í raun bara á getu og hæfni hvers og eins. Mælt er með því að vinnustaðir standi að þjálfun leiðtoga sinna fyrir þá menningu sem vinnustaðurinn vill að sé ríkjandi hjá sér, á öllum deildum og innan allra teyma. Í raun þýðir þetta að vinnustaðir eiga EKKI að gera bara ráð fyrir að allir stjórnendur séu góðir í þessu hlutverki. Því stundum byggja styrkleikar stjórnenda á einhverju allt öðru en akkúrat þessu, til dæmis einhverri sérþekkingu fyrir sviðið frekar en samskipta- og stjórnunarhætti. Þá þarf að meta hvern og einn stjórnanda og máta þá hæfni sem hann/hún hefur, með tilliti til uppbyggingar á þeirri vinnustaðamenningu sem ætlunin er að byggja upp. Í nýráðningum stjórnenda þurfa þessar áherslur að vera í forgrunni. 2. Nafnlausar ábendingar Það er ekkert sjálfgefið að stjórnendur hafi allir þá hæfni að byggja upp opin og góð samskipti innan teyma. Þess vegna er mælt með því að starfsfólk hafi einnig leið til að koma áleiðis nafnlausum ábendingum. Þegar að það er gert, þarf starfsfólk að upplifa 100% öryggi þannig að það óttist enga hættu á því að „lenda“ í einhverju í kjölfarið. Að sama skapi gæti þetta þýtt ákveðið aðhald eða hvatning fyrir stjórnendur að standa sig sem best. Hér er sérstaklega bent á að uppræting og aðgerðir gegn slæmum stjórnunarháttum er ekki málefni sem eingöngu kemur mannauðsdeildinni við. Þetta er málefni sem vinnustaðurinn hefur lýst yfir að hann vilji sporna gegn og/eða tryggja að geti ekki komið upp. 3. Staða uppljóstrarans Að búa til aðgerðaráætlun og verkferla er samt ekki nóg. Því það þarf líka að búa til hvata. Hvatinn þarf að vera sá að starfsfólk upplifi það sem jákvætt skref að segja frá. Já, hvatinn á að vera sá að það sé yfirlýst markmið vinnustaðarins að eitraðir eða slæmir stjórnunarhættir séu ekki liðnir. 4. Eftirfylgni Allt ofangreint fellur hins vegar um sjálft sig nema starfsfólkinu sé jafn sýnilegt að eftirfylgni sé til staðar, berist ábending um stjórnunarhætti sem ekki samræmast siðareglum og gildum vinnustaðarins eða menningar. Það hvernig taka þarf á málum og þeim fylgt eftir, getur síðan verið mismunandi. En aðalmálið er að starfsfólk og stjórnendur séu í raun bundin saman í því markmiði að uppræta allt sem ekki telst samræma góðum stjórnunarháttum innan vinnustaðar og teyma. Enda engra hagur að eitt skemmt epli smiti áfram út frá sér.
Stjórnun Vinnustaðamenning Góðu ráðin Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira