Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Sunna Sæmundsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 29. apríl 2021 11:59 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkun vísutölu neysluverðs vera langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. Vísir/Egill/Vilhelm Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hækkar vísitala neysluverð um 0,71 prósent á milli mánaða. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkunina langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Mjólkurvörurnar vega þungt Jón Bjarki segir að hækkunin á mjólkurvörum hafi vegið þungt, en hún var ákveðin um síðustu mánaðarmót af verðlagsnefnd búvara. „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd. Kannski skringilegt að þetta sé að koma akkúrat á þessum tíma.“ Hann bendir á að hraða hækkun íbúðarverðs megi meðal annars rekja til þess að vaxtastig er nú sögulega hagstætt þar sem meginvextir Seðlabankans hafa aldrei verið lægri eða 0,75 prósent. Þá hafi flest heimili sloppið vel við kreppuáhrifin og margir hafi meira fé á milli handanna. Það er vegna þess að neysluþættir á borð við viðburðir hafa ekki verið á borinu undanfarna fjórðunga. Á sama tíma eru margir að horfa til að stækka við sig. Farið að vinna meira heima.“ Seðlabankinn með fleiri tól Seðlabankastjóri hefur sagt að mögulega verði gripið til vaxtahækkana haldist verðbólga lengi yfir verðbólgumarkmiði bankans sem er 2,5 prósent. Líkt og áður segir mælist ársverðbólgan nú 4,6 prósent. Jón Bjarki segist þó eiga von á því að bankinn bíði fleiri mælinga á íbúðaverði áður en gripið yrði til þess. „Það er rétt að halda því líka til haga að bankinn hefur fleiri tól til þess að bregðast við verðþrýstingi á íþúðamarkaði ef hann telur ekki að sú þróun ein og sér kalli á vaxtahækkun, þá getur hann gripið ráða eins og til dæmis að setja hámark á lánsfjárhlutfall. Það er að segja að Seðlabankinn hefur vald til þess að skilyrða lánastofnanir til að lána fyrir lægra hámark en þeir gera í dag.. Lána til dæmis upp að sextíu prósent af kaupverði eða einhverja slíka tölu. “ Líkurnar á vaxtahækkun séu þó að aukast með þrálátari verðbólgu. „Sérstaklega ef að efnahagsástandið fer að batna með endurkomu ferðaþjónustunnar og batnandi vinnumarkaði,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hækkar vísitala neysluverð um 0,71 prósent á milli mánaða. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkunina langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Mjólkurvörurnar vega þungt Jón Bjarki segir að hækkunin á mjólkurvörum hafi vegið þungt, en hún var ákveðin um síðustu mánaðarmót af verðlagsnefnd búvara. „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd. Kannski skringilegt að þetta sé að koma akkúrat á þessum tíma.“ Hann bendir á að hraða hækkun íbúðarverðs megi meðal annars rekja til þess að vaxtastig er nú sögulega hagstætt þar sem meginvextir Seðlabankans hafa aldrei verið lægri eða 0,75 prósent. Þá hafi flest heimili sloppið vel við kreppuáhrifin og margir hafi meira fé á milli handanna. Það er vegna þess að neysluþættir á borð við viðburðir hafa ekki verið á borinu undanfarna fjórðunga. Á sama tíma eru margir að horfa til að stækka við sig. Farið að vinna meira heima.“ Seðlabankinn með fleiri tól Seðlabankastjóri hefur sagt að mögulega verði gripið til vaxtahækkana haldist verðbólga lengi yfir verðbólgumarkmiði bankans sem er 2,5 prósent. Líkt og áður segir mælist ársverðbólgan nú 4,6 prósent. Jón Bjarki segist þó eiga von á því að bankinn bíði fleiri mælinga á íbúðaverði áður en gripið yrði til þess. „Það er rétt að halda því líka til haga að bankinn hefur fleiri tól til þess að bregðast við verðþrýstingi á íþúðamarkaði ef hann telur ekki að sú þróun ein og sér kalli á vaxtahækkun, þá getur hann gripið ráða eins og til dæmis að setja hámark á lánsfjárhlutfall. Það er að segja að Seðlabankinn hefur vald til þess að skilyrða lánastofnanir til að lána fyrir lægra hámark en þeir gera í dag.. Lána til dæmis upp að sextíu prósent af kaupverði eða einhverja slíka tölu. “ Líkurnar á vaxtahækkun séu þó að aukast með þrálátari verðbólgu. „Sérstaklega ef að efnahagsástandið fer að batna með endurkomu ferðaþjónustunnar og batnandi vinnumarkaði,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19