Umfjöllun og viðtöl: Þór Akureyri – Höttur 83-84 | Seiglusigur Hattar í naglbít Karl Jónsson skrifar 29. apríl 2021 20:52 ÍR - Höttur. Dominos deild karla vetur 2021 körfubolti KKÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Höttur hefur unnið tvo leiki í röð í fallbaráttunni og er búið að setja allt upp í loft í kjallaranum en þeir unnu eins stigs sigur á Þór frá Akureyri, fyrir norðan, í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld var ljóst að þetta var einn af þeim leikjum sem eru mikilvægari en aðrir. Þórsarar sátu í 8. sætinu og Höttur í því 11. Þór tapaði illa í síðasta leik gegn Valsmönnum og enn verr í leiknum þar á undan gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Höttur kom úr sterkum útisigri gegn Njarðvík og tóku sinni annan útileik í röð og þann þriðja heilt yfir. Leikurinn var harður og leyfðu dómararnir mikla snertingu sem leikmenn voru missáttir við. Eftir að Þórsarar leiddu langt fram í fjórða leikhluta fór svo að Höttur vann með einu stigi 83-84. Michael Mallory var stigahæstur gestanna með 25 stig auk þess að senda 8 stoðsendingar. Bryan Alberts byrjaði leikinn gríðarlega vel og endaði með 16 stig. Juan Navarro setti 11 og Eysteinn Ævarsson 7 og aðrir minna. Hjá Þór var það Ivan Alcolada sem skoraði 23 stig og tók 13 fráköst. Hann fiskaði auk þess 8 villur. Andrius Globys var með 15 stig, Guy Edi með 12 og Dedrick Basile skoraði 12 stig og gaf jafn margar stoðsendingar. Í fyrsta leikhluta gerðu Þórsarar sig seka um grundvallar varnarmistök sem gestirnir nýttu sér vel. Var það sérstaklega Bryan Alberts sem lét að sér kveða oft eftir mjög einfaldar boltahindranir sem Þórsarar náðu ekki að bregðast við. Hreinn Gunnar var funheitur og setti tvo þrista ofan í kaupið. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu að finna Ivan undir körfu Hattar en hann var umsvifalaust tvídekkaður og góðar færslur gestanna í vörninni sköpuðu fá opin færi fyrir heimamenn. Staðan 17-11 eftir fyrsta leikhlutann, mest að þakka mjög góðri vörn Hattar. Á tímabili í öðrum leikhluta voru Þórsarar við það að brotna því það hvorki gekk né rak í sókninni. Þeir náðu að skapa sér betri færi en í fyrsta leikhlutanum en ofan í vildi boltinn sjaldan. Þegar leikhlutinn var hálfnaður voru gestirnir með 8 stiga forystu 28-36 og í fínum málum. Sigurður Gunnar fékk sína þriðju villu í liði Hattar þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir og olli það gestunum áhyggjum. Þórsarar áttu á þessum tíma mikið inni, voru ekki langt undan en voru samt ekki að spila vel. Vendipunktur fyrri hálfleiks var þegar inn á kemur Ólafur Snær Eyjólfsson sem var settur á Mallory. Sá kveikti í sínum mönnum heldur betur, hann m.a. stal boltanum af Mallory úti á miðjum velli og við þetta losnaði um spennu í liði Þórsara sem kláruðu leikhlutann með 9-0 áhlaupi. Tvær mínútur af góðum varnarleik og strax komnir yfir. Þeir fóru því vonglaðir til búningsherbergja og staðan 46-41. Þegar 3 og hálf mínúta var búnar af þriðja leikhluta fékk Sigurður Gunnar sína fjórðu villu. Þá var staðan 54-47 og Þórsarar með ágætis tök á leiknum. Þeir sóttu grimmt inn í teig eftir þetta því Siggi skilur eftir sig mikið pláss. Ivan átti þarna góðar körfur og fann félaga sína einnig vel. En Hattarmenn hertu vörnina á nýjan leik og uppskáru eftir því. Brynjar Snær Grétarsson færði þeim líflínu undir lok leikhlutans með gríðarlega mikilvægri þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í 6 stig 68-62. Fjórði leikhlutinn var ekki fyrir fólk með háan blóðþrýsting eða hjartsláttartruflanir. Liðin skiptust á að skora og þarna var eins og Höttur væri að bíða færis því þeir nörtuðu óþyrmilega mikið í hæla heimamanna. Þegar rúmlega 5 mínútur voru eftir var munurinn fjögur stig 72-68. Þarna var allt að fara yfir um og niður í eitt stig minnkuðu gestirnir muninn þegar 2:37 lifðu leiks, 78-77 og Sigurður Gunnar farinn með fimmtu villuna á tréverkið. Þegar tvær mínútur voru eftir voru heimamenn komnir í skotrétt og áttu auk þess villu að gefa sem átti eftir að koma við sögu síðar, eða öllu heldur átti ekki eftir að koma við sögu. Þegar innan við mínúta var eftir jafnaði Eysteinn Bjarni leikinn tvisvar sinnum, með þriggja stiga körfu og svo tveggja stiga. Srdan kom sínum mönnum yfir 83-82 þegar 21 sekúnda lifið leiks og Höttur fékk boltann eftir leikhlé. Þarna héldu allir að Þórsarar myndu nýta sér villuna sem þeir höfðu sparað en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum gerðu þeir það ekki og Mallory bjó sér til prýðisskot sem rataði ofan í og aðeins 3,8 sekúndur eftir. Títtnefndur Eysteinn Bjarni kórónaði svo líklega bestu tværi mínútur ferilsins með því að stela innkastinu frá Þórsurum og leikurinn fjaraði út. Frábær og mikilvægur sigur Hattar 83-84. Af hverju vann Höttur leikinn? Hattarar börðust eins og ljón í síðasta leikhlutanum og höfðu meiri trú en heimamenn. Þeir voru með lítið lið inn á í fjarveru Sigurðar og menn stigu virkilega upp í fráköstum og vörn. Þeir spiluðu líka hörku vörn sem var vel skipulögð og öguð. Þá verður að minnast á þátt Eysteins Bjarna sem átti alveg magnaðar senur undir lokin. Hverjir stóðu upp úr? Michael Mallory var góður í liði Hattar, hann mallaði stigunum inn allan leikinn og tók svo sigurkörfuna. Svoleiðis gera bara meistarar. Eysteinn Bjarni var líka frábær á endasprettinum og Sigurður Gunnar spilaði frábæra vörn á Ivan Alcolada meðan hann hékk inn á. Hjá Þór var téður Ivan og Dedrick Basile fínir og Andrius Globys alltaf traustur. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórsara í fyrri hálfleik sérstaklega var afar slakur þrátt fyrir að vera ekki langt undan. Það gaf vonir til þess að þegar vörnin smylli myndu þeir komast á beinu brautina. En einbeiting, þreyta eða eitthvað skerti dómgreind þeirra í síðustu sókn Hattar og þeir nýttu ekki villuna sem þeir höfðu sparað til mögru áranna. Dýrkeypt mistök. Hvað gerist næst? 2. maí heimsækja Þórsarar Njarðvíkinga sem eru í miklum vandræðum á meðan Höttur á útileik daginn eftir í Þorlákshöfn. Þessi deild er í ruglinu af spennu í neðri hlutanum og það getur enn allt gerst. Mörg lið geta ennþá fallið og sömuleiðis komist í úrslitakeppnina. Dominos-deild karla Þór Akureyri Höttur
Höttur hefur unnið tvo leiki í röð í fallbaráttunni og er búið að setja allt upp í loft í kjallaranum en þeir unnu eins stigs sigur á Þór frá Akureyri, fyrir norðan, í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld var ljóst að þetta var einn af þeim leikjum sem eru mikilvægari en aðrir. Þórsarar sátu í 8. sætinu og Höttur í því 11. Þór tapaði illa í síðasta leik gegn Valsmönnum og enn verr í leiknum þar á undan gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Höttur kom úr sterkum útisigri gegn Njarðvík og tóku sinni annan útileik í röð og þann þriðja heilt yfir. Leikurinn var harður og leyfðu dómararnir mikla snertingu sem leikmenn voru missáttir við. Eftir að Þórsarar leiddu langt fram í fjórða leikhluta fór svo að Höttur vann með einu stigi 83-84. Michael Mallory var stigahæstur gestanna með 25 stig auk þess að senda 8 stoðsendingar. Bryan Alberts byrjaði leikinn gríðarlega vel og endaði með 16 stig. Juan Navarro setti 11 og Eysteinn Ævarsson 7 og aðrir minna. Hjá Þór var það Ivan Alcolada sem skoraði 23 stig og tók 13 fráköst. Hann fiskaði auk þess 8 villur. Andrius Globys var með 15 stig, Guy Edi með 12 og Dedrick Basile skoraði 12 stig og gaf jafn margar stoðsendingar. Í fyrsta leikhluta gerðu Þórsarar sig seka um grundvallar varnarmistök sem gestirnir nýttu sér vel. Var það sérstaklega Bryan Alberts sem lét að sér kveða oft eftir mjög einfaldar boltahindranir sem Þórsarar náðu ekki að bregðast við. Hreinn Gunnar var funheitur og setti tvo þrista ofan í kaupið. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu að finna Ivan undir körfu Hattar en hann var umsvifalaust tvídekkaður og góðar færslur gestanna í vörninni sköpuðu fá opin færi fyrir heimamenn. Staðan 17-11 eftir fyrsta leikhlutann, mest að þakka mjög góðri vörn Hattar. Á tímabili í öðrum leikhluta voru Þórsarar við það að brotna því það hvorki gekk né rak í sókninni. Þeir náðu að skapa sér betri færi en í fyrsta leikhlutanum en ofan í vildi boltinn sjaldan. Þegar leikhlutinn var hálfnaður voru gestirnir með 8 stiga forystu 28-36 og í fínum málum. Sigurður Gunnar fékk sína þriðju villu í liði Hattar þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir og olli það gestunum áhyggjum. Þórsarar áttu á þessum tíma mikið inni, voru ekki langt undan en voru samt ekki að spila vel. Vendipunktur fyrri hálfleiks var þegar inn á kemur Ólafur Snær Eyjólfsson sem var settur á Mallory. Sá kveikti í sínum mönnum heldur betur, hann m.a. stal boltanum af Mallory úti á miðjum velli og við þetta losnaði um spennu í liði Þórsara sem kláruðu leikhlutann með 9-0 áhlaupi. Tvær mínútur af góðum varnarleik og strax komnir yfir. Þeir fóru því vonglaðir til búningsherbergja og staðan 46-41. Þegar 3 og hálf mínúta var búnar af þriðja leikhluta fékk Sigurður Gunnar sína fjórðu villu. Þá var staðan 54-47 og Þórsarar með ágætis tök á leiknum. Þeir sóttu grimmt inn í teig eftir þetta því Siggi skilur eftir sig mikið pláss. Ivan átti þarna góðar körfur og fann félaga sína einnig vel. En Hattarmenn hertu vörnina á nýjan leik og uppskáru eftir því. Brynjar Snær Grétarsson færði þeim líflínu undir lok leikhlutans með gríðarlega mikilvægri þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í 6 stig 68-62. Fjórði leikhlutinn var ekki fyrir fólk með háan blóðþrýsting eða hjartsláttartruflanir. Liðin skiptust á að skora og þarna var eins og Höttur væri að bíða færis því þeir nörtuðu óþyrmilega mikið í hæla heimamanna. Þegar rúmlega 5 mínútur voru eftir var munurinn fjögur stig 72-68. Þarna var allt að fara yfir um og niður í eitt stig minnkuðu gestirnir muninn þegar 2:37 lifðu leiks, 78-77 og Sigurður Gunnar farinn með fimmtu villuna á tréverkið. Þegar tvær mínútur voru eftir voru heimamenn komnir í skotrétt og áttu auk þess villu að gefa sem átti eftir að koma við sögu síðar, eða öllu heldur átti ekki eftir að koma við sögu. Þegar innan við mínúta var eftir jafnaði Eysteinn Bjarni leikinn tvisvar sinnum, með þriggja stiga körfu og svo tveggja stiga. Srdan kom sínum mönnum yfir 83-82 þegar 21 sekúnda lifið leiks og Höttur fékk boltann eftir leikhlé. Þarna héldu allir að Þórsarar myndu nýta sér villuna sem þeir höfðu sparað en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum gerðu þeir það ekki og Mallory bjó sér til prýðisskot sem rataði ofan í og aðeins 3,8 sekúndur eftir. Títtnefndur Eysteinn Bjarni kórónaði svo líklega bestu tværi mínútur ferilsins með því að stela innkastinu frá Þórsurum og leikurinn fjaraði út. Frábær og mikilvægur sigur Hattar 83-84. Af hverju vann Höttur leikinn? Hattarar börðust eins og ljón í síðasta leikhlutanum og höfðu meiri trú en heimamenn. Þeir voru með lítið lið inn á í fjarveru Sigurðar og menn stigu virkilega upp í fráköstum og vörn. Þeir spiluðu líka hörku vörn sem var vel skipulögð og öguð. Þá verður að minnast á þátt Eysteins Bjarna sem átti alveg magnaðar senur undir lokin. Hverjir stóðu upp úr? Michael Mallory var góður í liði Hattar, hann mallaði stigunum inn allan leikinn og tók svo sigurkörfuna. Svoleiðis gera bara meistarar. Eysteinn Bjarni var líka frábær á endasprettinum og Sigurður Gunnar spilaði frábæra vörn á Ivan Alcolada meðan hann hékk inn á. Hjá Þór var téður Ivan og Dedrick Basile fínir og Andrius Globys alltaf traustur. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórsara í fyrri hálfleik sérstaklega var afar slakur þrátt fyrir að vera ekki langt undan. Það gaf vonir til þess að þegar vörnin smylli myndu þeir komast á beinu brautina. En einbeiting, þreyta eða eitthvað skerti dómgreind þeirra í síðustu sókn Hattar og þeir nýttu ekki villuna sem þeir höfðu sparað til mögru áranna. Dýrkeypt mistök. Hvað gerist næst? 2. maí heimsækja Þórsarar Njarðvíkinga sem eru í miklum vandræðum á meðan Höttur á útileik daginn eftir í Þorlákshöfn. Þessi deild er í ruglinu af spennu í neðri hlutanum og það getur enn allt gerst. Mörg lið geta ennþá fallið og sömuleiðis komist í úrslitakeppnina.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum