Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2021 13:54 Heildareignir samstæðu borgarinnar, A- og B-hluta, samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í árslok rúmum 730 milljörðum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 386 milljarðar króna og eigið fé var tæpir 345 milljarðar króna. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um ríflega 5,8 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 1,5 milljarða króna. Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborgar, en ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2020 var lagður fyrir borgarráð í dag og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 4. maí næstkomandi. Fram kemur að áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru birtist ljóslega í ársreikningi. Hröð kólnun í hagkerfinu á fyrri hluta árs og lokanir vegna COVID-19 hafi leitt til þess að vöxtur tekna sem gert hafi verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun hafi ekki skilað sér, hvort sem litið sé til útsvarstekna eða annarra tekna. Veiking krónunnar hafi einnig hafi umtalsverð áhrif á erlend lán Orkuveitunnar og þá hafi mikill tekjusamdráttur orðið hjá Faxaflóahöfnum og Strætó auk Sorpu bs. sökum samdráttar í ferðaþjónustu og minni umsvifa innanlands. Skuldirnar nú 386 milljarðar króna Í tilkynningunni segir að helstu frávik frá áætlun A- og B-hluta megi rekja til lægri tekna B-hluta fyrirtækja vegna COVID-19 áhrifa, gjaldfærslu gengismunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur vegna veikingar krónunnar auk frávika í A-hluta. „Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 12,5 milljarða króna sem er 11,3 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er mikill viðsnúningur frá 2019 þegar rekstrarniðurstaða samstæðu var jákvæð um 11 milljarða króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta skýrist einkum af lægri skatttekjum sem nemur 2,7 milljörðum króna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur af sölu byggingarréttar voru einnig 3,2 milljörðum króna undir áætlun. Launakostnaður var einnig hærri sem nemur 1,7 milljörðum króna og annar rekstrarkostnaður 1,2 milljörðum króna yfir áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um tæpa 5,9 milljarða króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.018 m.kr. Sterk eiginfjárstaða Heildareignir samstæðu borgarinnar, A- og B-hluta, samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í árslok rúmum 730 milljörðum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 386 milljarðar króna og eigið fé var tæpir 345 milljarðar króna. Þar af var hlutdeild meðeigenda 19.176 m.kr. Eiginfjárhlutfall er nú 47,2% en var 49,9% um síðustu áramót,“ segir í tilkynningunni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Áfram óvissa Fram kemur að talsverð óvissa sé um hversu lengi ástandið muni vara og því erfitt að meta áhrif á rekstur og efnahag borgarinnar með áreiðanlegum hætti fram í tímann. Áætlanir stjórnvalda um bólusetningar gefa þó tilefni til bjartsýni. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Reykjavíkurborg hafi sett fram öfluga endurreisnaráætlun, Græna planið, til að mæta samdrættinum vegna COVID-19. „Það er okkar leið til að snúa vörn í sókn. Borgin stendur sem betur fer vel að vígi til að glíma við efnahagskreppuna en óvissan er engu að síður töluverð. Við sjáum nú vonandi fram á bjartari tíma og að hjólin fari að snúast af fullum krafti,“ er haft eftir Degi. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Meirihlutasamstarfið kostar sitt, segir Eyþór Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur sent frá þér tilkynningu vegna málsins þar sem haft er eftir Eyþóri Laxdal Arnalds, oddvita flokksins í borgarstjórn, að ársreikningurinn sýni að núverandi meirihlutasamstarf fjögurra flokka kosti sitt. „Heildarskuldir Reykjavíkurborgar hafa aldrei verið hærri en nú eru þær komnar í 386 milljarða króna en voru á síðasta rekstrarári 345 milljarðar. Skuldir samstæðu borgarinnar jukust þannig um 41 milljarð króna á síðasta ári, eða sem nemur 3.400 milljónum í hverjum einasta mánuði. Þetta samsvarar 112 milljónum á degi hverjum. Alla daga ársins,“ segir Eyþór og bætir við: „Í upphafi kjörtímabilsins var uppgreiðslutími skulda 6 ár og hefur hann nú nær tvöfaldast á tveimur árum þrátt fyrir stórauknar tekjur. Þetta er bara eitt dæmi um það hversu slæm og alvarleg staðan er hjá Reykjavíkurborg en ársreikningurinn sýnir glöggt að núverandi meirihlutasamstarf fjögurra flokka kostar sitt.“ Eyþór segir ekki sjá fyrir endann á skuldasöfnun borgarinnar. „Enn er bætt í skuldsetninguna og engin tilraun gerð til að ná jafnvægi í rekstri. Á sama tíma og fyrirtækin í borginni eru í vanda hefur borgin stækkað báknið gríðarlega enda eru tekin lán fyrir rekstri borgarinnar og fjárfestingum,“ segir Eyþór. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð. Til B-hluta teljast hins vegar fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Þjóðarleikvangs ehf Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um ríflega 5,8 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 1,5 milljarða króna. Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborgar, en ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2020 var lagður fyrir borgarráð í dag og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 4. maí næstkomandi. Fram kemur að áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru birtist ljóslega í ársreikningi. Hröð kólnun í hagkerfinu á fyrri hluta árs og lokanir vegna COVID-19 hafi leitt til þess að vöxtur tekna sem gert hafi verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun hafi ekki skilað sér, hvort sem litið sé til útsvarstekna eða annarra tekna. Veiking krónunnar hafi einnig hafi umtalsverð áhrif á erlend lán Orkuveitunnar og þá hafi mikill tekjusamdráttur orðið hjá Faxaflóahöfnum og Strætó auk Sorpu bs. sökum samdráttar í ferðaþjónustu og minni umsvifa innanlands. Skuldirnar nú 386 milljarðar króna Í tilkynningunni segir að helstu frávik frá áætlun A- og B-hluta megi rekja til lægri tekna B-hluta fyrirtækja vegna COVID-19 áhrifa, gjaldfærslu gengismunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur vegna veikingar krónunnar auk frávika í A-hluta. „Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 12,5 milljarða króna sem er 11,3 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er mikill viðsnúningur frá 2019 þegar rekstrarniðurstaða samstæðu var jákvæð um 11 milljarða króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta skýrist einkum af lægri skatttekjum sem nemur 2,7 milljörðum króna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur af sölu byggingarréttar voru einnig 3,2 milljörðum króna undir áætlun. Launakostnaður var einnig hærri sem nemur 1,7 milljörðum króna og annar rekstrarkostnaður 1,2 milljörðum króna yfir áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um tæpa 5,9 milljarða króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.018 m.kr. Sterk eiginfjárstaða Heildareignir samstæðu borgarinnar, A- og B-hluta, samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í árslok rúmum 730 milljörðum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 386 milljarðar króna og eigið fé var tæpir 345 milljarðar króna. Þar af var hlutdeild meðeigenda 19.176 m.kr. Eiginfjárhlutfall er nú 47,2% en var 49,9% um síðustu áramót,“ segir í tilkynningunni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Áfram óvissa Fram kemur að talsverð óvissa sé um hversu lengi ástandið muni vara og því erfitt að meta áhrif á rekstur og efnahag borgarinnar með áreiðanlegum hætti fram í tímann. Áætlanir stjórnvalda um bólusetningar gefa þó tilefni til bjartsýni. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Reykjavíkurborg hafi sett fram öfluga endurreisnaráætlun, Græna planið, til að mæta samdrættinum vegna COVID-19. „Það er okkar leið til að snúa vörn í sókn. Borgin stendur sem betur fer vel að vígi til að glíma við efnahagskreppuna en óvissan er engu að síður töluverð. Við sjáum nú vonandi fram á bjartari tíma og að hjólin fari að snúast af fullum krafti,“ er haft eftir Degi. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Meirihlutasamstarfið kostar sitt, segir Eyþór Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur sent frá þér tilkynningu vegna málsins þar sem haft er eftir Eyþóri Laxdal Arnalds, oddvita flokksins í borgarstjórn, að ársreikningurinn sýni að núverandi meirihlutasamstarf fjögurra flokka kosti sitt. „Heildarskuldir Reykjavíkurborgar hafa aldrei verið hærri en nú eru þær komnar í 386 milljarða króna en voru á síðasta rekstrarári 345 milljarðar. Skuldir samstæðu borgarinnar jukust þannig um 41 milljarð króna á síðasta ári, eða sem nemur 3.400 milljónum í hverjum einasta mánuði. Þetta samsvarar 112 milljónum á degi hverjum. Alla daga ársins,“ segir Eyþór og bætir við: „Í upphafi kjörtímabilsins var uppgreiðslutími skulda 6 ár og hefur hann nú nær tvöfaldast á tveimur árum þrátt fyrir stórauknar tekjur. Þetta er bara eitt dæmi um það hversu slæm og alvarleg staðan er hjá Reykjavíkurborg en ársreikningurinn sýnir glöggt að núverandi meirihlutasamstarf fjögurra flokka kostar sitt.“ Eyþór segir ekki sjá fyrir endann á skuldasöfnun borgarinnar. „Enn er bætt í skuldsetninguna og engin tilraun gerð til að ná jafnvægi í rekstri. Á sama tíma og fyrirtækin í borginni eru í vanda hefur borgin stækkað báknið gríðarlega enda eru tekin lán fyrir rekstri borgarinnar og fjárfestingum,“ segir Eyþór. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð. Til B-hluta teljast hins vegar fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Þjóðarleikvangs ehf
Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð. Til B-hluta teljast hins vegar fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Þjóðarleikvangs ehf
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira