Frétti af uppsögninni í gegnum skjáskot frá samstarfsmanni Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2021 13:57 Mennirnir höfðu starfað hjá Vegagerðinni í þrettán og tuttugu ár þegar þeim var sagt upp. Vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku Vegagerðina til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum samtals 11,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar þeirra árið 2019. Þeir sögðust báðir hafa frétt af uppsögnunum í gegnum samstarfsfólk sitt en kröfðu Vegagerðina um tíu sinnum hærri bætur en þeim var að lokum úthlutað. Mennirnir störfuðu báðir sem tölvunarfræðingar hjá Vegagerðinni. Annar hafði starfað þar í tuttugu ár og hinn í þrettán ár þegar þeim var sagt upp störfum í september 2019. Þess er jafnframt getið í dómi að annar starfsmannanna hefði lent í slysi í febrúar 2019 og ekki mætt til vinnu upp frá því, eða þar til honum var sagt upp. Þá hafði komið upp ágreiningur milli hins starfsmannsins og Vegagerðarinnar síðsumars 2018, þegar starfsmaðurinn hafði uppi athugasemdir við yfirmann um launahækkanir tölvunarfræðinga. Starfsmaðurinn sagði yfirmanninn hafa brugðist illa við og reiðst honum sérstaklega. Hann hefði verið frá vinnu vegna veikinda í kjölfarið. Samstarfsmönnum fyrst tilkynnt um uppsagnirnar Fram kemur í dómi að í apríl 2019 hefði verið ákveðið að Vegagerðin hætti eigin hugbúnaðarþróun, samkvæmt tillögum frá ráðgjafafyrirtækinu KPMG, og breytingar í þá átt kynntar á fundi í deild starfsmannanna. 18. september hafði mannauðsstjóri samband við báða starfsmennina og bað þá að koma til fundar við sig. Starfsmaðurinn sem lent hafði í slysinu mætti ekki á fundinn þar sem hann var í veikindaleyfi og nýkominn úr stórri bæklunaraðgerð. Hinn starfsmaðurinn sagðist myndu mæta á fundinn en sendi tölvupóst til mannauðsstjóra um kvöldið ásamt læknisvottorði, þar sem fram kom að hann væri óvinnufær næsta mánuðinn. Næsta morgun var starfsmönnum upplýsingadeildar tilkynnt að störf starfsmannanna hefðu verið lögð niður og að þeir væru báðir hættir störfum hjá deildinni. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.Vísir/vilhelm Fékk veður af uppsögninni með skjáskoti Starfsmenn voru beðnir að ræða málið ekki þar sem enn ætti eftir að tilkynna starfsmönnunum tveimur um ákvörðunina. Þá um morguninn var lokað fyrir allan aðgang þeirra að tölvukerfum og tilkynning um starfslok birt á innri vef Vegagerðarinnar. Starfsmennirnir sögðust ekki hafa frétt af því að þeim hefði verið sagt upp fyrr en samstarfsmenn þeirra höfðu samband við þá. Annar kvaðst nánar tiltekið hafa frétt af uppsögninni þegar samstarfsmaður hans sendi honum skjáskot af innri vef Vegagerðarinnar í tölvupósti. Þeir fengu svo báðir uppsagnarbréf síðar sama dag. Uppsagnirnar voru báðar rökstuddar með vísan til skipulagsbreytinga. Báðir byggðu starfsmennirnir kröfur sínar á því að uppsagnirnar hafi verið ólögmætar samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þeim hefði hvorki verið veitt áminning í aðdraganda uppsagnanna né gefið færi á að bæta ráð sitt, líkt og lög kveði á um. Þeim hefði þess í stað verið sagt upp án aðdraganda og að þeim fjarstöddum. Uppsagnirnar ekki af persónulegum ástæðum Skipulagsbreyting, sem gekk út á að úthýsa hugbúnaðarþróun, hefði jafnframt ekki átt að leiða til uppsagnanna. Þeir töldu auk þess báðir að þeim hefði verið sagt störfum vegna atriða sem vörðuðu þá persónulega. Starfsmennirnir byggðu skaðabótakröfur sínar á þeim tekjum sem ætla mætti að þeir hefðu þegið út starfsævina hjá Vegagerðinni. Annar krafðist þannig 59 milljóna króna og hinn tæpra 67 milljóna. Vegagerðin mótmælti málatilbúnaði starfsmannanna sem röngum og ósönnuðum. Uppsagnir þeirra hefðu verið í fullu samræmi við lög. Þá hefði ákvörðun um uppsögn ekki tengst persónu starfsmannanna að neinu leyti heldur byggst á málefnalegum og lögmætum forsendum. Dómurinn féllst á það með Vegagerðinni að uppsagnirnar hefðu ekki tengst persónu starfsmannanna. Ekki staðið rétt að uppsögnunum Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Vegagerðarinnar hefðu ekki haft upplýsingar um allar þær aðstæður eða atvik sem þýðingu gátu haft við ákvörðun um uppsagnirnar. Undirbúningur ákvörðunarinnar hefði verið ófullnægjandi og í andstöðu við leiðbeiningar fjármálaráðuneytisins um uppsagnir ríkisstarfsmanna, sem og í andstöðu við stjórnsýslulög. „Ekki var því staðið rétt að uppsögn stefnanda. Er þar af leiðandi fallist á það með stefnanda að uppsögn hans hafi verið ólögmæt og að hann eigi rétt á skaðabótum úr hendi stefnda þess vegna,“ segir í dómi. Dómurinn féllst þó á það með Vegagerðinni að bótakröfur starfsmannanna væru of háar en tekið var tillit til þess að þeir voru báðir á sjötugsaldri þegar þeim var sagt upp. Öðrum voru þannig dæmdar fimm milljónir króna í bætur en hinum 6,5 milljónir í bætur. Þá var Vegagerðin auk þess dæmd að greiða þeim hvorum um sig eina milljón króna í málskostnað. Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Mennirnir störfuðu báðir sem tölvunarfræðingar hjá Vegagerðinni. Annar hafði starfað þar í tuttugu ár og hinn í þrettán ár þegar þeim var sagt upp störfum í september 2019. Þess er jafnframt getið í dómi að annar starfsmannanna hefði lent í slysi í febrúar 2019 og ekki mætt til vinnu upp frá því, eða þar til honum var sagt upp. Þá hafði komið upp ágreiningur milli hins starfsmannsins og Vegagerðarinnar síðsumars 2018, þegar starfsmaðurinn hafði uppi athugasemdir við yfirmann um launahækkanir tölvunarfræðinga. Starfsmaðurinn sagði yfirmanninn hafa brugðist illa við og reiðst honum sérstaklega. Hann hefði verið frá vinnu vegna veikinda í kjölfarið. Samstarfsmönnum fyrst tilkynnt um uppsagnirnar Fram kemur í dómi að í apríl 2019 hefði verið ákveðið að Vegagerðin hætti eigin hugbúnaðarþróun, samkvæmt tillögum frá ráðgjafafyrirtækinu KPMG, og breytingar í þá átt kynntar á fundi í deild starfsmannanna. 18. september hafði mannauðsstjóri samband við báða starfsmennina og bað þá að koma til fundar við sig. Starfsmaðurinn sem lent hafði í slysinu mætti ekki á fundinn þar sem hann var í veikindaleyfi og nýkominn úr stórri bæklunaraðgerð. Hinn starfsmaðurinn sagðist myndu mæta á fundinn en sendi tölvupóst til mannauðsstjóra um kvöldið ásamt læknisvottorði, þar sem fram kom að hann væri óvinnufær næsta mánuðinn. Næsta morgun var starfsmönnum upplýsingadeildar tilkynnt að störf starfsmannanna hefðu verið lögð niður og að þeir væru báðir hættir störfum hjá deildinni. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.Vísir/vilhelm Fékk veður af uppsögninni með skjáskoti Starfsmenn voru beðnir að ræða málið ekki þar sem enn ætti eftir að tilkynna starfsmönnunum tveimur um ákvörðunina. Þá um morguninn var lokað fyrir allan aðgang þeirra að tölvukerfum og tilkynning um starfslok birt á innri vef Vegagerðarinnar. Starfsmennirnir sögðust ekki hafa frétt af því að þeim hefði verið sagt upp fyrr en samstarfsmenn þeirra höfðu samband við þá. Annar kvaðst nánar tiltekið hafa frétt af uppsögninni þegar samstarfsmaður hans sendi honum skjáskot af innri vef Vegagerðarinnar í tölvupósti. Þeir fengu svo báðir uppsagnarbréf síðar sama dag. Uppsagnirnar voru báðar rökstuddar með vísan til skipulagsbreytinga. Báðir byggðu starfsmennirnir kröfur sínar á því að uppsagnirnar hafi verið ólögmætar samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þeim hefði hvorki verið veitt áminning í aðdraganda uppsagnanna né gefið færi á að bæta ráð sitt, líkt og lög kveði á um. Þeim hefði þess í stað verið sagt upp án aðdraganda og að þeim fjarstöddum. Uppsagnirnar ekki af persónulegum ástæðum Skipulagsbreyting, sem gekk út á að úthýsa hugbúnaðarþróun, hefði jafnframt ekki átt að leiða til uppsagnanna. Þeir töldu auk þess báðir að þeim hefði verið sagt störfum vegna atriða sem vörðuðu þá persónulega. Starfsmennirnir byggðu skaðabótakröfur sínar á þeim tekjum sem ætla mætti að þeir hefðu þegið út starfsævina hjá Vegagerðinni. Annar krafðist þannig 59 milljóna króna og hinn tæpra 67 milljóna. Vegagerðin mótmælti málatilbúnaði starfsmannanna sem röngum og ósönnuðum. Uppsagnir þeirra hefðu verið í fullu samræmi við lög. Þá hefði ákvörðun um uppsögn ekki tengst persónu starfsmannanna að neinu leyti heldur byggst á málefnalegum og lögmætum forsendum. Dómurinn féllst á það með Vegagerðinni að uppsagnirnar hefðu ekki tengst persónu starfsmannanna. Ekki staðið rétt að uppsögnunum Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Vegagerðarinnar hefðu ekki haft upplýsingar um allar þær aðstæður eða atvik sem þýðingu gátu haft við ákvörðun um uppsagnirnar. Undirbúningur ákvörðunarinnar hefði verið ófullnægjandi og í andstöðu við leiðbeiningar fjármálaráðuneytisins um uppsagnir ríkisstarfsmanna, sem og í andstöðu við stjórnsýslulög. „Ekki var því staðið rétt að uppsögn stefnanda. Er þar af leiðandi fallist á það með stefnanda að uppsögn hans hafi verið ólögmæt og að hann eigi rétt á skaðabótum úr hendi stefnda þess vegna,“ segir í dómi. Dómurinn féllst þó á það með Vegagerðinni að bótakröfur starfsmannanna væru of háar en tekið var tillit til þess að þeir voru báðir á sjötugsaldri þegar þeim var sagt upp. Öðrum voru þannig dæmdar fimm milljónir króna í bætur en hinum 6,5 milljónir í bætur. Þá var Vegagerðin auk þess dæmd að greiða þeim hvorum um sig eina milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira