United í frábærri stöðu eftir markasúpa á Old Trafford Anton Ingi Leifsson skrifar 29. apríl 2021 20:56 Pogba fagnar marki sínu í kvöld. Matthew Peters/Getty Manchester United er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-2 sigur á Roma í kvöld. Það voru ekki liðnar níu mínútur er Bruno Fernandes skoraði fyrsta markið eftir frábæra sókn hjá heimamönnum. Cavani kom boltanum á Portúgalann sem vippaði honum skemmtilega inn. Gestirnir fengu vítaspyrnu á fimmtándu mínútu er boltinn fór í hönd Paul Pogba. Úr vítaspyrnunni skoraði Lorenzo Pellegrini og á 34. mínútu kom Edin Dzeko Roma í 2-1. Þannig stóðu leikar í hálfleik en fyrri hálfleikurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir Roma því þeir þurftu að gera þrjár skiptingar í fyrri hálfleik vegna meiðsla, þar á meðal markmannsskipti. Síðari hálfleikur var ekki þriggja mínútna gamall er Cavani hafði jafnað metin og aftur var Cavani á ferðinni á 64. mínútu eftir slaka markvörslu Antonio Mirante í marki Roma. Veisla United hélt áfram á 71. mínútu er Bruno skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd á Chris Smalling, fyrrum United-mann, er hann braut á Cavani. Bruno var öryggið uppmála á vítapunktinum. Paul Pogba vildi einnig koma sér á blað og hann skoraði fimmta mark United stundarfjórðungi fyrir leikslok er hann stangaði fyrirgjöf hins portúgalska Bruno í netið. Veislunin var ekki lokið því Mason Greenwood skoraði sjötta mark United fjórum mínútum fyrir leikslok en ekki var það merkileg markvarsla hjá Mirante í marki Roma. Fleiri urðu mörkin ekki og ljóst að United er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn eftir leik kvöldsins. Liðin mætast á ný í Roma í næstu viku. FTA stunning second-half display puts Man Utd in a VERY strong position to reach the #UEL final.Man Utd 6-2 Roma#MUNROM #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) April 29, 2021 Evrópudeild UEFA
Manchester United er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-2 sigur á Roma í kvöld. Það voru ekki liðnar níu mínútur er Bruno Fernandes skoraði fyrsta markið eftir frábæra sókn hjá heimamönnum. Cavani kom boltanum á Portúgalann sem vippaði honum skemmtilega inn. Gestirnir fengu vítaspyrnu á fimmtándu mínútu er boltinn fór í hönd Paul Pogba. Úr vítaspyrnunni skoraði Lorenzo Pellegrini og á 34. mínútu kom Edin Dzeko Roma í 2-1. Þannig stóðu leikar í hálfleik en fyrri hálfleikurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir Roma því þeir þurftu að gera þrjár skiptingar í fyrri hálfleik vegna meiðsla, þar á meðal markmannsskipti. Síðari hálfleikur var ekki þriggja mínútna gamall er Cavani hafði jafnað metin og aftur var Cavani á ferðinni á 64. mínútu eftir slaka markvörslu Antonio Mirante í marki Roma. Veisla United hélt áfram á 71. mínútu er Bruno skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd á Chris Smalling, fyrrum United-mann, er hann braut á Cavani. Bruno var öryggið uppmála á vítapunktinum. Paul Pogba vildi einnig koma sér á blað og hann skoraði fimmta mark United stundarfjórðungi fyrir leikslok er hann stangaði fyrirgjöf hins portúgalska Bruno í netið. Veislunin var ekki lokið því Mason Greenwood skoraði sjötta mark United fjórum mínútum fyrir leikslok en ekki var það merkileg markvarsla hjá Mirante í marki Roma. Fleiri urðu mörkin ekki og ljóst að United er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn eftir leik kvöldsins. Liðin mætast á ný í Roma í næstu viku. FTA stunning second-half display puts Man Utd in a VERY strong position to reach the #UEL final.Man Utd 6-2 Roma#MUNROM #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) April 29, 2021
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti