Tidens Krav greinir frá því að stytta var reist af Solskjær í heimabænum en listamaðurinn Tore Bjorn Skjolsvik stóð að gerð styttunnar.
Styttan kostaði um 650 þúsund norskar krónur en það jafngildir um tæpar tíu milljónum íslenskra króna. Stjórinn var spurður út í styttuna í samtali við Tidens Krav.
„Ferill minn sýnir að það er mögulegt að ná markmiðum sínum þrátt fyrir að maður komi frá litlum bæ,“ sagði Solskjær.
„Ég er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem fótboltaferillinn hefur gefið mér.“
Styttan er í Kristjánssundi en bæjarbúar og fyrirtæki í bænum hafa hjálpað til við að fjármagna verkefnið.
Solskjær er með samning til Manchester United til sumarsins 2022 en United mætir Roma í Evrópudeildinni í kvöld.