Getur tekið heilt ár að fá „hillupláss“ í Vínbúðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2021 19:21 Ásmundur segir að ríkisvaldið þurfi að rífa sig upp úr skotgröfum og laga regluverkið til að liðka fyrir innlendum bjórframleiðendum og brugghúsum. Vísir/Vilhelm Ríkisvaldið þarf að rífa sig upp úr skotgröfum og laga regluverkið til að liðka fyrir innlendum bjórframleiðendum og brugghúsum. Þetta segir Ásmundur Sveinsson, eigandi KORS-heildsölu og Session Craft bar. Hann segir það geta tekið bjórframleiðendur allt upp í eitt ár að koma vörum sínum að hjá Vínbúðinni. Ásmundur ræddi rekstrarumhverfi smábrugghúsa í þættinum Reykjavík síðdegis í dag en hann segir mikla grósku hafa verið í þeim iðnaði að undanförnu og atvinnugreinin fari sívaxandi. „Íslenskur bjór er að verða háklassa bjór. Nýliðun í bransanum hérna hefur verið ótrúleg,“ segir Ásmundur. „Vonandi getur ríkisvaldið tekið sig til, hætt að vera í gröfunum með öll þau frumvörp sem eru lögð fram uppá að reyna að liðka til í þessum málum. Því þetta er stór atvinnuvegur.“ Líkt og áður segir rekur Ásmundur meðal annars barinn Session sem liggur við gatnamót Laugavegar, Skólavörðustígs og Bankastrætis. „Við verslum beint af framleiðendum og það er ekkert mál,“ segir Ásmundur. „En aftur á móti díla þessir minni aðilar, og sérstaklega úti á landi, við það að það er erfitt fyrir þá að komast að í Vínbúðinni og getur reynst þeim erfitt. Það er ekki langt síðan þér þurftu jafnvel að senda vörur hinumegin frá á landinu til Reykjavíkur til þess að fá að senda þær aftur í Vínbúðina í héraði. Þannig að þetta getur verið ansi löng leið fyrir þá.“ Hann rekur einnig heildsölu sem á í viðskiptum við smærri brugghús. „Við vorum komin af stað með vöru frá litlum bónda sem framleiðir gæða kampavín. Það var komið af stað rétt fyrir en eftir að covid kom fyrir ákváðu að fara örlítið lengra inn í það enda myndaðist ansi mikill opinn tími þarna hjá okkur og ákváðum að bæta við vörulínuna. Þá kemur upp sá bobbi að þá hafa fleiri hugsað það sama sem eru jafnvel mögulega að brenna inni með vörur eða annað og vilja koma að í Vínbúðinni og þá myndast gríðarlegur flöskuháls um sölu,“ útskýrir Ásmundur. „Eins og staðan er í dag getur það tekið þig mögulega heilt ár áður en hún kemst í hillurnar.“ Hilluplássið varla vandamálið Hann furðar sig á því hvernig það má vera að það vanti hillupláss hjá ÁTVR, einu versluninni sem er heimilt að selja áfengi og er með verslanir um land allt. „Ég hugsa að hilluplássið sé ekki vandamálið. Vandamálið er þessi kassi sem þessu annars frábæra fólki hjá Vínbúðinni er sniðinn. Þau hafa ansi fá tækifæri, sérstaklega eins og til að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi, það er heimsfaraldur. Hlutirnir hafa breyst á mörgum stöðum ansi hratt en það er eins og með hið opinbera oft, það getur verið hægt í förum og hlutirnir geta verið svifaseinir,“ segir Ásmundur. „En þau veit ég hafa gert allt sitt besta til að reyna að liðka til fyrir sérstaklega innlendum framleiðendum og öðrum til að vinna á móti stöðunni en þeim er náttúrlega bara sniðinn stakkur eftir vexti. Þannig að hilluplássið er kannski ekki rétt en það þarf ekki endilega að koma á óvart að Vínbúðin tjái sig ekki endilega um þann kassa sem þeim er settur.“ Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Drykkir Verslun Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira
Ásmundur ræddi rekstrarumhverfi smábrugghúsa í þættinum Reykjavík síðdegis í dag en hann segir mikla grósku hafa verið í þeim iðnaði að undanförnu og atvinnugreinin fari sívaxandi. „Íslenskur bjór er að verða háklassa bjór. Nýliðun í bransanum hérna hefur verið ótrúleg,“ segir Ásmundur. „Vonandi getur ríkisvaldið tekið sig til, hætt að vera í gröfunum með öll þau frumvörp sem eru lögð fram uppá að reyna að liðka til í þessum málum. Því þetta er stór atvinnuvegur.“ Líkt og áður segir rekur Ásmundur meðal annars barinn Session sem liggur við gatnamót Laugavegar, Skólavörðustígs og Bankastrætis. „Við verslum beint af framleiðendum og það er ekkert mál,“ segir Ásmundur. „En aftur á móti díla þessir minni aðilar, og sérstaklega úti á landi, við það að það er erfitt fyrir þá að komast að í Vínbúðinni og getur reynst þeim erfitt. Það er ekki langt síðan þér þurftu jafnvel að senda vörur hinumegin frá á landinu til Reykjavíkur til þess að fá að senda þær aftur í Vínbúðina í héraði. Þannig að þetta getur verið ansi löng leið fyrir þá.“ Hann rekur einnig heildsölu sem á í viðskiptum við smærri brugghús. „Við vorum komin af stað með vöru frá litlum bónda sem framleiðir gæða kampavín. Það var komið af stað rétt fyrir en eftir að covid kom fyrir ákváðu að fara örlítið lengra inn í það enda myndaðist ansi mikill opinn tími þarna hjá okkur og ákváðum að bæta við vörulínuna. Þá kemur upp sá bobbi að þá hafa fleiri hugsað það sama sem eru jafnvel mögulega að brenna inni með vörur eða annað og vilja koma að í Vínbúðinni og þá myndast gríðarlegur flöskuháls um sölu,“ útskýrir Ásmundur. „Eins og staðan er í dag getur það tekið þig mögulega heilt ár áður en hún kemst í hillurnar.“ Hilluplássið varla vandamálið Hann furðar sig á því hvernig það má vera að það vanti hillupláss hjá ÁTVR, einu versluninni sem er heimilt að selja áfengi og er með verslanir um land allt. „Ég hugsa að hilluplássið sé ekki vandamálið. Vandamálið er þessi kassi sem þessu annars frábæra fólki hjá Vínbúðinni er sniðinn. Þau hafa ansi fá tækifæri, sérstaklega eins og til að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi, það er heimsfaraldur. Hlutirnir hafa breyst á mörgum stöðum ansi hratt en það er eins og með hið opinbera oft, það getur verið hægt í förum og hlutirnir geta verið svifaseinir,“ segir Ásmundur. „En þau veit ég hafa gert allt sitt besta til að reyna að liðka til fyrir sérstaklega innlendum framleiðendum og öðrum til að vinna á móti stöðunni en þeim er náttúrlega bara sniðinn stakkur eftir vexti. Þannig að hilluplássið er kannski ekki rétt en það þarf ekki endilega að koma á óvart að Vínbúðin tjái sig ekki endilega um þann kassa sem þeim er settur.“
Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Drykkir Verslun Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira