Aðalsteinn hættir hjá RÚV: „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 12:46 Aðalsteinn hefur verið partur af ritstjórn fréttaskýringaþáttarins Kveiks undanfarin ár og átti meðal annar stóran þátt í umfjölluninni um Samherja-skjölin svokölluðu. Vísir/Vilhelm „Að vinna á RÚV og í umhverfinu þar, sem er gott að svo rosalega mörgu leyti, er samt orðið þannig að það hefur meiri áhrif á mitt daglega líf en ég kæri mig um,“ segir blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem tilkynnti á Facebook fyrir stundu að í dag væri síðasti vinnudagurinn hans hjá Ríkisútvarpinu. Í Facebook-færslu sinni segist hann vera búin að velta þessu fyrir sér í marga mánuði; hann sé ekki að „fara í neinu fússi“ en að vandlega íhuguðu máli. Aðalsteinn segist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu „að RÚV sé ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“. En er hann að hætta vegna starfsaðstæðna innan RÚV eða gagnrýni á RÚV? „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku eða gagnrýnni blaðamennsku,“ svarar hann. Ef marka má athugasemdir við Facebook-færsluna virðist tilkynning hans hafa komið einhverjum samstarfsfélögum á óvart. „Ég er búin að vera, núna síðustu fjögur ár, á ritstjórn Kveiks og ég hef að sjálfsögðu verið opinn gagnvart þeim með það sem ég hef verið að hugsa,“ segir Aðalsteinn. „Þetta kemur þeim ekkert á óvart.“ Hann segist ekki vera að hætta vegna úrskurðar siðanefndar RÚV um Helga Seljan, samstarfsfélaga hans, en það sé vissulega þáttur í starfsumhverfinu að þurfa að takast á við eitthvað á borð við hana. En þegar hann talar um starfsumhverfið á RÚV getur hann átt við tvennt; starfsumhverfið á vinnustaðnum sjálfum og svo stöðuga gagnrýni einstaklinga út í bæ, sem margir finna ríkisfjölmiðlinum allt til foráttu. Hvort er hann að tala um? „Ég á ekkert von á því að einhverjir sem eru óánægðir með það sem ég er að gera í vinnunni hætti að kalla mig öllum illum nöfnum eða ráðast að mínum trúverðugleika,“ svarar Aðalsteinn dulur. „Ég þoli það.“ Ákvörðunin sé fyrst og fremst persónuleg. „Starfsumhverfið á RÚV er bara ekki fyrir mig. Kveikur er áfram frábær þáttur og mikilvægur og RÚV er einn mikilvægasti fjölmiðill á Íslandi,“ segir hann. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa á Stundinni en sjálfur vill hann lítið gefa upp um næstu skref. „Ég er ennþá starfsmaður RÚV, út daginn. Svo tek ég mér frí í næstu viku.“ Í dag er síðasti dagurinn minn á RÚV. Kveikur er frábær þáttur sem ég trúi að sé mikilvægur. Eftir að hafa hugsað mikið...Posted by Aðalsteinn Kjartansson on Friday, April 30, 2021 Uppfært 14:57: Stundin hefur greint frá því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa hjá Stundinni. Hann hefji störf í næstu viku. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Sjá meira
Í Facebook-færslu sinni segist hann vera búin að velta þessu fyrir sér í marga mánuði; hann sé ekki að „fara í neinu fússi“ en að vandlega íhuguðu máli. Aðalsteinn segist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu „að RÚV sé ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“. En er hann að hætta vegna starfsaðstæðna innan RÚV eða gagnrýni á RÚV? „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku eða gagnrýnni blaðamennsku,“ svarar hann. Ef marka má athugasemdir við Facebook-færsluna virðist tilkynning hans hafa komið einhverjum samstarfsfélögum á óvart. „Ég er búin að vera, núna síðustu fjögur ár, á ritstjórn Kveiks og ég hef að sjálfsögðu verið opinn gagnvart þeim með það sem ég hef verið að hugsa,“ segir Aðalsteinn. „Þetta kemur þeim ekkert á óvart.“ Hann segist ekki vera að hætta vegna úrskurðar siðanefndar RÚV um Helga Seljan, samstarfsfélaga hans, en það sé vissulega þáttur í starfsumhverfinu að þurfa að takast á við eitthvað á borð við hana. En þegar hann talar um starfsumhverfið á RÚV getur hann átt við tvennt; starfsumhverfið á vinnustaðnum sjálfum og svo stöðuga gagnrýni einstaklinga út í bæ, sem margir finna ríkisfjölmiðlinum allt til foráttu. Hvort er hann að tala um? „Ég á ekkert von á því að einhverjir sem eru óánægðir með það sem ég er að gera í vinnunni hætti að kalla mig öllum illum nöfnum eða ráðast að mínum trúverðugleika,“ svarar Aðalsteinn dulur. „Ég þoli það.“ Ákvörðunin sé fyrst og fremst persónuleg. „Starfsumhverfið á RÚV er bara ekki fyrir mig. Kveikur er áfram frábær þáttur og mikilvægur og RÚV er einn mikilvægasti fjölmiðill á Íslandi,“ segir hann. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa á Stundinni en sjálfur vill hann lítið gefa upp um næstu skref. „Ég er ennþá starfsmaður RÚV, út daginn. Svo tek ég mér frí í næstu viku.“ Í dag er síðasti dagurinn minn á RÚV. Kveikur er frábær þáttur sem ég trúi að sé mikilvægur. Eftir að hafa hugsað mikið...Posted by Aðalsteinn Kjartansson on Friday, April 30, 2021 Uppfært 14:57: Stundin hefur greint frá því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa hjá Stundinni. Hann hefji störf í næstu viku.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Sjá meira