Innlent

Fylgi Sjálf­stæðis­flokksins upp um sex prósent milli kannanna hjá MMR

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 28,7 prósent, tæplega sex prósentustigum hærra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í byrjun apríl 2021. Fylgi Samfylkingar fer niður í 11,3 prósent.

Fylgi Vinstri-grænna jókst um tæp þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mældist nú 12,9% en fylgi Framsóknarflokksins minnkaði um eitt prósentustig og mældist nú 10,5%.

„Fylgi Samfylkingarinnar minnkaði um rúm fjögur prósentustig á milli mælinga og mældist nú 11,3% og fylgi Pírata minnkaði um tæp fjögur prósentustig og mældist nú 9,6%.

Þá jókst fylgi Sósíalistaflokks Íslands um tvö prósentustig og mældist nú 6,0% en fylgi Miðflokksins minnkaði um rúmt prósentustig og mældist nú 5,8%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 56,2% og jókst um tæplega fjögur prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 52,5%.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 28,7% og mældist 23,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,9% og mældist 10,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 11,3% og mældist 15,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,5% og mældist 11,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 9,6% og mældist 13,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 8,8% og mældist 10,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 6,0% og mældist 4,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 5,8% og mældist 6,9% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,8% og mældist 4,7% í síðustu könnun.
  • Stuðningur við aðra mældist 1,6% samanlagt,“ segir í tilkynningunni frá MMR.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×