Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2021 20:00 Þórólfur Guðnason kemur af rísisstjórnarfundi eftir að hafa kynnt henni tillögur sínar Vísir/Vilhelm Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. Um 109 þúsund voru í lok gærdags búnir að fá að minnsta kosti fyrri sprautuna af bóluefni gegn Covid. Er það um 37,5 prósent af þeim hópi sem áætlað er að bólusetja á Íslandi. Sóttvarnalæknir tekur vel í niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar að hjarðónæmi náist fyrr með því annað hvort að bólusetja yngri hópa fyrr eða þá beita handahófskenndum bólusetningum. Hann skoðar nú þann möguleika. „Þetta var áhugavert innlegg hjá Íslenskri erfðagreiningu og áhugaverðar niðurstöður. Þær eru í samræmi við það sem ég hef verið að tala um áður. Auðvitað væri árangursríkast að ef við ættum nóg bóluefni að bólusetja þá sem eru virkustu smitberarnir í samfélaginu. Það er ungt fólk og fólk á miðjum aldri. Það sama sýnir líkanið hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við þurfum að skoða það núna þegar við klárum að bólusetja þessa áhættuhópa, sem geta farið illa út úr sýkingunum, hvort ekki væri áhrifaríkast að bólusetja tilviljanakennt frekar en að fara niður aldurshópinn. Mér sýnist að það gæti verið skynsamlegt, bæði út frá útreikningum Íslenskrar erfðagreiningar og þessu sama hugtaki að reyna að ná til þeirra sem bera og dreifa mesta smitinu,“ segir Þórólfur. Að hans mati sé mikilvægara að vernda viðkvæma hópa fyrst áður en stefnan sé tekin á hjarðónæmi. „Af því við erum ekki að fá það mikið bóluefni í einu þá er nauðsynlegt að verja viðkvæmustu hópana fyrst og síðan ná hjarðónæminu. Þetta er tvennt ólíkt en við eigum að geta náð því nokkurn veginn sama tíma. Við getum líka valið að bólusetja viðkvæmusta hópinn og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma handahófskennt. Þannig gætum við útfært þetta þannig að við næðum markmiðunum á sama tíma,“ segir Þórólfur. Búist er við 50.300 skammtar af bóluefni Pfizer í maí mánuði og 10.500 frá Moderna. Í næstu viku koma 11.700 skammtarf frá Pfizer og 2.640 skammtar frá Moderna. Ekki er staðfest afhending frá öðrum framleiðendum, nema að um 5.500 skammtar berast frá Jansen í næstu viku. Farið var langt með að klára bólusetningar 60 ára og eldri í vikunni. Næsti hópur eru þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Um 109 þúsund voru í lok gærdags búnir að fá að minnsta kosti fyrri sprautuna af bóluefni gegn Covid. Er það um 37,5 prósent af þeim hópi sem áætlað er að bólusetja á Íslandi. Sóttvarnalæknir tekur vel í niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar að hjarðónæmi náist fyrr með því annað hvort að bólusetja yngri hópa fyrr eða þá beita handahófskenndum bólusetningum. Hann skoðar nú þann möguleika. „Þetta var áhugavert innlegg hjá Íslenskri erfðagreiningu og áhugaverðar niðurstöður. Þær eru í samræmi við það sem ég hef verið að tala um áður. Auðvitað væri árangursríkast að ef við ættum nóg bóluefni að bólusetja þá sem eru virkustu smitberarnir í samfélaginu. Það er ungt fólk og fólk á miðjum aldri. Það sama sýnir líkanið hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við þurfum að skoða það núna þegar við klárum að bólusetja þessa áhættuhópa, sem geta farið illa út úr sýkingunum, hvort ekki væri áhrifaríkast að bólusetja tilviljanakennt frekar en að fara niður aldurshópinn. Mér sýnist að það gæti verið skynsamlegt, bæði út frá útreikningum Íslenskrar erfðagreiningar og þessu sama hugtaki að reyna að ná til þeirra sem bera og dreifa mesta smitinu,“ segir Þórólfur. Að hans mati sé mikilvægara að vernda viðkvæma hópa fyrst áður en stefnan sé tekin á hjarðónæmi. „Af því við erum ekki að fá það mikið bóluefni í einu þá er nauðsynlegt að verja viðkvæmustu hópana fyrst og síðan ná hjarðónæminu. Þetta er tvennt ólíkt en við eigum að geta náð því nokkurn veginn sama tíma. Við getum líka valið að bólusetja viðkvæmusta hópinn og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma handahófskennt. Þannig gætum við útfært þetta þannig að við næðum markmiðunum á sama tíma,“ segir Þórólfur. Búist er við 50.300 skammtar af bóluefni Pfizer í maí mánuði og 10.500 frá Moderna. Í næstu viku koma 11.700 skammtarf frá Pfizer og 2.640 skammtar frá Moderna. Ekki er staðfest afhending frá öðrum framleiðendum, nema að um 5.500 skammtar berast frá Jansen í næstu viku. Farið var langt með að klára bólusetningar 60 ára og eldri í vikunni. Næsti hópur eru þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira