„Við vorum klaufar í lokin og ég get tekið á mig mistök en það vantaði kannski smá klókindi hjá okkur að sigla þessu rólega með þremur mörkum í raun og veru. Ég er samt gríðarlega sáttur að vinna hérna í Eyjum. Það er ekki auðvelt.“
Mistök hjá báðum liðum
„Ég vissi að það myndu vera eitthvað af mistökum. Kannski full mikið af mistökum. ÍBV voru kannski með fleiri tæknifeila en venjulega. Mér fannst við geta nýtt okkur það betur. Það koma kaflar inn á milli þar sem við dettum niður og ÍBV er öflugt lið og eru klókir og þeir refsa.“
Fannst vanta fimmta markið.
„Þegar við vorum fjórum mörkum yfir fannst mér vanta fimmta markið og við missum leikinn alltaf niður. Við fáum fjögurra marka forustu tvisvar í seinni hálfleiknum og þeir jafna og komast yfir. Ég hefði viljað klára leikinn betur en ég tek stigin sæll og glaður heim,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.