Erlent

Mæla með að bóluefni Moderna fái neyðarheimild

Kjartan Kjartansson skrifar
Bóluefni Moderna er þegar notað víða en flokkun WHO á að verða fleiri ríkjum hvati til þess að samþykkja það til notkunar.
Bóluefni Moderna er þegar notað víða en flokkun WHO á að verða fleiri ríkjum hvati til þess að samþykkja það til notkunar. Vísir/EPA

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni fái neyðarheimild til notkunar. Moderna hefur sagst ætla að stórauka framleiðslugetu sína þannig að fyrirtækið geti framleitt allt að þrjá milljarða skammta á næsta ári.

Lista WHO yfir bóluefni sem nota má í neyð er ætlað að hraða því að einstök ríki veiti þeim markaðsleyfi. WHO hefur þegar mælt með notkun Moderna-efnisins fyrir fólk eldra en átján ára frá því í janúar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Mariangela Simao, aðstoðarforstjóri WHO, lagði áherslu á mikilvægi þess að bjóða upp á fleiri bóluefna vegna framleiðsluerfiðleika hjá sumum framleiðendum.

Fyrir á listanum eru fjögur bóluefni, frá Pfizer og BioNTech, AstraZeneca, Serum-stofnuninni á Indlandi og Johnson & Johnson. WHO hefur enn bóluefni Sinopharm og Sinovac til athugunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×