Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Þrír miðanna voru keyptir á heimasíðu Lottó, einn í Lottó appinu, einn í Euro Market á Smiðjuvegi í Kópavogi og einn í N1 Ártúnshöfða í Reykjavík. Sá sem hlaut stóra vinninginn fékk sinn miða í Lottó appinu.
Einn miðahafi var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur 2 milljónir króna í sinn hlut. Þá voru fimm með fjórar réttar tölur í réttri röð og fá fyrir það 100 þúsund krónur hver.