Lífið

Sandra Hlíf Ocares og Kristján Ra byrjuð saman

Eiður Þór Árnason skrifar
Turtildúfurnar hafa ákveðið að kafa dýpra og byrja saman af alvöru.
Turtildúfurnar hafa ákveðið að kafa dýpra og byrja saman af alvöru. Sandra Hlíf Ocares

Sandra Hlíf Ocares verkefnastjóri og athafnamaðurinn Kristján Ra Kristjánsson eru byrjuð í sambandi. Sandra deilir ljósmynd af skötuhjúunum á Instagram í dag þar sem þau sjást sæl og glöð á leið í snorklferð.

Sandra hefur verið verkefnastjóri hjá Íslenska byggingavettvangnum, samstarfsvettvangs aðila innan byggingageirans, frá árinu 2019.

Áður var hún meðal annars framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik fasteignafélagi og yfirlögfræðingur Plain Vanilla. Hún vakti nokkra athygli árið 2011 þegar fjallað var um það að hústökufólk hafi komið sér fyrir í litlu einbýlishúsi sem hún keypti í miðborg Reykjavíkur.

Kristján er hvað þekktastur fyrir að hafa komið að stofnun Skjás eins á sínum tíma. Hann hefur auk þess komið að framleiðslu á kvikmyndum, sjónvarpsefni og leikritum. Árið 2010 var greint frá því að sænska ríkið hafi þurft að hlaupa undir bagga til að starfsmenn fyrirtækisins 3 Sagas, sem var í eigu félaganna Kristjáns og Árna Þórs Vigfússonar, fengu greidd laun. Félagið, sem starfaði á sviði leiklistar, hafði glímt við rekstrarvanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.