Lygilegar tölur hjá Doncic í spennutrylli, Jokic sá um Clippers og Pacers skoruðu 152 stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2021 09:15 Luka Dončić var hreint út sagt magnaður í nótt. Dallas Mavericks Að venju var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem tíu leikir fóru fram. Luka Dončić var stórkostlegur í 125-124 sigri Dallas Mavericks á Washington Wizards. Nikola Jokić fór fyrir Denver Nuggets í sex stiga sigri á Los Angeles Clippers, 110-104. Þá skoruðu leikmenn Indiana Pacers 152 stig gegn aðeins 95 hjá Oklahoma City Thunder. Slóveninn ungi sá eins og áður sagði til þess að Dallas vann Washington í spennutrylli í nótt. Dončić var með þrefalda tvennu: 31 stig, 20 stoðsendingar og 12 fráköst. Síðasta stoðsendingin tryggði sigurinn en Dončić fann þá galopinn Dorian Finney-Smith í horninu. Luka and Russ DUELED in the @dallasmavs 125-124 win over Washington! Luka: 31 PTS, 12 REB, 20 AST (career high)Russ: 42 PTS, 10 REB, 9 AST pic.twitter.com/Z3lD0Klv8d— NBA (@NBA) May 2, 2021 Washington fór í lokasóknina en náði ekki að setja boltann í körfuna og Dallas fagnaði því naumum 125-124 sigri. Russell Westbrook var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann skoraði 40 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Nikola Jokić átti ef til vill ekki alveg jafn góðan leik og Dončić en Serbinn var samt sem áður ástæða þess að Denver Nuggets lagði Los Angeles Clippers í nótt. Jokić skoraði 30 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Lokatölur 110-104 Denver í vil. 30 PTS, 14 REB, 7 AST for Jokic.5 straight wins for @nuggets. pic.twitter.com/LSbiWl8bE5— NBA (@NBA) May 2, 2021 Indiana Pacers skoruðu yfir 40 stig í fyrstu þremur leikhlutunum gegn Oklahoma City Thunder í nótt. Þó liðið hafi „aðeins“ skorað 26 í síðasta þá vann það samt þann leikhluta. Lokatölur 152-95 í biluðum leik. Þrír leikmenn Indiana skoruðu 25 stig eða meira. Domantas Sabonis splæsti í þrefalda tvennu en hann bauð upp á 26 stig, 19 fráköst og 14 stoðsendingar. Stigahæstur var Doug McDermott með 31 stig og þá skoraði Caris LeVert 25 stig. Domantas Sabonis becomes the third player with a first-half triple double since 1997-98! @Dsabonis11: 26p/19r/14a in @Pacers W pic.twitter.com/RKkwNxZWCK— NBA (@NBA) May 2, 2021 LaMelo Ball sneri til baka er lið hans, Charlotte Hornets, lagði Detroit Pistons 107-94. Bróðir hans, Lonzo Ball, skoraði 33 stig er New Orleans Pelicans lagði Minnesota Timberwolves í framlengdum leik, 140-136. Zion Williamson var samt stigahæstur allra á vellinum með 37 stig. Önnur úrslit Golden State Warriors 113-187 Houston Rockets Chicago Bulls 97-108 Atlanta Hawks Miami Heat 124-107 Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies 111-112 Orlando Magic Toronto Raptors 102-106 Utah Jazz Stöðuna í deildinni má finna hér. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Luka Dončić var stórkostlegur í 125-124 sigri Dallas Mavericks á Washington Wizards. Nikola Jokić fór fyrir Denver Nuggets í sex stiga sigri á Los Angeles Clippers, 110-104. Þá skoruðu leikmenn Indiana Pacers 152 stig gegn aðeins 95 hjá Oklahoma City Thunder. Slóveninn ungi sá eins og áður sagði til þess að Dallas vann Washington í spennutrylli í nótt. Dončić var með þrefalda tvennu: 31 stig, 20 stoðsendingar og 12 fráköst. Síðasta stoðsendingin tryggði sigurinn en Dončić fann þá galopinn Dorian Finney-Smith í horninu. Luka and Russ DUELED in the @dallasmavs 125-124 win over Washington! Luka: 31 PTS, 12 REB, 20 AST (career high)Russ: 42 PTS, 10 REB, 9 AST pic.twitter.com/Z3lD0Klv8d— NBA (@NBA) May 2, 2021 Washington fór í lokasóknina en náði ekki að setja boltann í körfuna og Dallas fagnaði því naumum 125-124 sigri. Russell Westbrook var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann skoraði 40 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Nikola Jokić átti ef til vill ekki alveg jafn góðan leik og Dončić en Serbinn var samt sem áður ástæða þess að Denver Nuggets lagði Los Angeles Clippers í nótt. Jokić skoraði 30 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Lokatölur 110-104 Denver í vil. 30 PTS, 14 REB, 7 AST for Jokic.5 straight wins for @nuggets. pic.twitter.com/LSbiWl8bE5— NBA (@NBA) May 2, 2021 Indiana Pacers skoruðu yfir 40 stig í fyrstu þremur leikhlutunum gegn Oklahoma City Thunder í nótt. Þó liðið hafi „aðeins“ skorað 26 í síðasta þá vann það samt þann leikhluta. Lokatölur 152-95 í biluðum leik. Þrír leikmenn Indiana skoruðu 25 stig eða meira. Domantas Sabonis splæsti í þrefalda tvennu en hann bauð upp á 26 stig, 19 fráköst og 14 stoðsendingar. Stigahæstur var Doug McDermott með 31 stig og þá skoraði Caris LeVert 25 stig. Domantas Sabonis becomes the third player with a first-half triple double since 1997-98! @Dsabonis11: 26p/19r/14a in @Pacers W pic.twitter.com/RKkwNxZWCK— NBA (@NBA) May 2, 2021 LaMelo Ball sneri til baka er lið hans, Charlotte Hornets, lagði Detroit Pistons 107-94. Bróðir hans, Lonzo Ball, skoraði 33 stig er New Orleans Pelicans lagði Minnesota Timberwolves í framlengdum leik, 140-136. Zion Williamson var samt stigahæstur allra á vellinum með 37 stig. Önnur úrslit Golden State Warriors 113-187 Houston Rockets Chicago Bulls 97-108 Atlanta Hawks Miami Heat 124-107 Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies 111-112 Orlando Magic Toronto Raptors 102-106 Utah Jazz Stöðuna í deildinni má finna hér. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn