Lygilegar tölur hjá Doncic í spennutrylli, Jokic sá um Clippers og Pacers skoruðu 152 stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2021 09:15 Luka Dončić var hreint út sagt magnaður í nótt. Dallas Mavericks Að venju var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem tíu leikir fóru fram. Luka Dončić var stórkostlegur í 125-124 sigri Dallas Mavericks á Washington Wizards. Nikola Jokić fór fyrir Denver Nuggets í sex stiga sigri á Los Angeles Clippers, 110-104. Þá skoruðu leikmenn Indiana Pacers 152 stig gegn aðeins 95 hjá Oklahoma City Thunder. Slóveninn ungi sá eins og áður sagði til þess að Dallas vann Washington í spennutrylli í nótt. Dončić var með þrefalda tvennu: 31 stig, 20 stoðsendingar og 12 fráköst. Síðasta stoðsendingin tryggði sigurinn en Dončić fann þá galopinn Dorian Finney-Smith í horninu. Luka and Russ DUELED in the @dallasmavs 125-124 win over Washington! Luka: 31 PTS, 12 REB, 20 AST (career high)Russ: 42 PTS, 10 REB, 9 AST pic.twitter.com/Z3lD0Klv8d— NBA (@NBA) May 2, 2021 Washington fór í lokasóknina en náði ekki að setja boltann í körfuna og Dallas fagnaði því naumum 125-124 sigri. Russell Westbrook var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann skoraði 40 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Nikola Jokić átti ef til vill ekki alveg jafn góðan leik og Dončić en Serbinn var samt sem áður ástæða þess að Denver Nuggets lagði Los Angeles Clippers í nótt. Jokić skoraði 30 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Lokatölur 110-104 Denver í vil. 30 PTS, 14 REB, 7 AST for Jokic.5 straight wins for @nuggets. pic.twitter.com/LSbiWl8bE5— NBA (@NBA) May 2, 2021 Indiana Pacers skoruðu yfir 40 stig í fyrstu þremur leikhlutunum gegn Oklahoma City Thunder í nótt. Þó liðið hafi „aðeins“ skorað 26 í síðasta þá vann það samt þann leikhluta. Lokatölur 152-95 í biluðum leik. Þrír leikmenn Indiana skoruðu 25 stig eða meira. Domantas Sabonis splæsti í þrefalda tvennu en hann bauð upp á 26 stig, 19 fráköst og 14 stoðsendingar. Stigahæstur var Doug McDermott með 31 stig og þá skoraði Caris LeVert 25 stig. Domantas Sabonis becomes the third player with a first-half triple double since 1997-98! @Dsabonis11: 26p/19r/14a in @Pacers W pic.twitter.com/RKkwNxZWCK— NBA (@NBA) May 2, 2021 LaMelo Ball sneri til baka er lið hans, Charlotte Hornets, lagði Detroit Pistons 107-94. Bróðir hans, Lonzo Ball, skoraði 33 stig er New Orleans Pelicans lagði Minnesota Timberwolves í framlengdum leik, 140-136. Zion Williamson var samt stigahæstur allra á vellinum með 37 stig. Önnur úrslit Golden State Warriors 113-187 Houston Rockets Chicago Bulls 97-108 Atlanta Hawks Miami Heat 124-107 Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies 111-112 Orlando Magic Toronto Raptors 102-106 Utah Jazz Stöðuna í deildinni má finna hér. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Luka Dončić var stórkostlegur í 125-124 sigri Dallas Mavericks á Washington Wizards. Nikola Jokić fór fyrir Denver Nuggets í sex stiga sigri á Los Angeles Clippers, 110-104. Þá skoruðu leikmenn Indiana Pacers 152 stig gegn aðeins 95 hjá Oklahoma City Thunder. Slóveninn ungi sá eins og áður sagði til þess að Dallas vann Washington í spennutrylli í nótt. Dončić var með þrefalda tvennu: 31 stig, 20 stoðsendingar og 12 fráköst. Síðasta stoðsendingin tryggði sigurinn en Dončić fann þá galopinn Dorian Finney-Smith í horninu. Luka and Russ DUELED in the @dallasmavs 125-124 win over Washington! Luka: 31 PTS, 12 REB, 20 AST (career high)Russ: 42 PTS, 10 REB, 9 AST pic.twitter.com/Z3lD0Klv8d— NBA (@NBA) May 2, 2021 Washington fór í lokasóknina en náði ekki að setja boltann í körfuna og Dallas fagnaði því naumum 125-124 sigri. Russell Westbrook var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann skoraði 40 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Nikola Jokić átti ef til vill ekki alveg jafn góðan leik og Dončić en Serbinn var samt sem áður ástæða þess að Denver Nuggets lagði Los Angeles Clippers í nótt. Jokić skoraði 30 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Lokatölur 110-104 Denver í vil. 30 PTS, 14 REB, 7 AST for Jokic.5 straight wins for @nuggets. pic.twitter.com/LSbiWl8bE5— NBA (@NBA) May 2, 2021 Indiana Pacers skoruðu yfir 40 stig í fyrstu þremur leikhlutunum gegn Oklahoma City Thunder í nótt. Þó liðið hafi „aðeins“ skorað 26 í síðasta þá vann það samt þann leikhluta. Lokatölur 152-95 í biluðum leik. Þrír leikmenn Indiana skoruðu 25 stig eða meira. Domantas Sabonis splæsti í þrefalda tvennu en hann bauð upp á 26 stig, 19 fráköst og 14 stoðsendingar. Stigahæstur var Doug McDermott með 31 stig og þá skoraði Caris LeVert 25 stig. Domantas Sabonis becomes the third player with a first-half triple double since 1997-98! @Dsabonis11: 26p/19r/14a in @Pacers W pic.twitter.com/RKkwNxZWCK— NBA (@NBA) May 2, 2021 LaMelo Ball sneri til baka er lið hans, Charlotte Hornets, lagði Detroit Pistons 107-94. Bróðir hans, Lonzo Ball, skoraði 33 stig er New Orleans Pelicans lagði Minnesota Timberwolves í framlengdum leik, 140-136. Zion Williamson var samt stigahæstur allra á vellinum með 37 stig. Önnur úrslit Golden State Warriors 113-187 Houston Rockets Chicago Bulls 97-108 Atlanta Hawks Miami Heat 124-107 Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies 111-112 Orlando Magic Toronto Raptors 102-106 Utah Jazz Stöðuna í deildinni má finna hér. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira