Innlent

Þyrla Gæslunnar aðstoðar við slökkvistarf

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Landhelgisgæslan aðstoðaði við slökkvistarf í gær.
Landhelgisgæslan aðstoðaði við slökkvistarf í gær. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði í gærkvöldi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við að hafa hemil á gróðureldi við Búrfellsgjá við Helgafell. Þar hljóp eldur í mosa og erfitt var að koma slökkvibifreið á staðinn og því takmarkaður slökkvibúnaður meðferðis.

Eftir að hafa slökkt mest allan eld var þó ljós að bleyta þyrfti vel í mosanum þar sem erfitt getur reynst að slökkva allar glæður og því var kallað eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni sem sendi þyrlu með slökkviskjólu og var vatni dreift yfir svæðið. 

Og nú í morgunsárið kom síðan upp mikill kaldavatnsleki í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu og eftir að skrúfað hafði verið fyrir vatnið í nokkrum stigagöngum tók á aðra klukkustund að hreinsa vatnið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×