Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2021 10:42 Í yfirlýsingu NAMPU er því haldið fram að Helgi Seljan megi sæta ofsóknum af hálfu Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja en í yfirlýsingunni er sérstaklega bent á að Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson hafi afhjúpað hneykslismál í lok árs 2019. Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. Yfirlýsingin er afar harðorð en hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum neðst í fréttinni. Samtökin, sem á ensku bera titilinn „the Namibia Media Professionals Union (NAMPU), telja að rauð ljós ættu að blikka vegna viðbragða Samherja við fréttum um Samherjaskjölin (Fishrot), eitt helsta hneykslismál síðustu ára en í kjölfarið hafi íslenskir blaðamenn mátt þola yfirgang og ofsóknir í formi áróðursherferðar. Ráðist að blaðamönnum Þar segir að Samherji, sem nú stendur í miðju ásakana og dómsmála er varða víðtæka spillingu, hafi ráðist í herferð þar sem ráðist er að blaðamönnum með afvegaleiðandi upplýsingum og beinum ógnunum með það fyrir augum að þagga fréttaflutning af umsvifum fyrirtækisins í Namibíu. Tekið er fram að fyrirtækið hafi vitaskuld fullan rétt á að bregðast við ásökunum en það ætti ekki að reyna að koma í veg fyrir rannsókn málsins og að um það sé fjallað. Namibískir blaðamenn standi heilshugar með íslenskum kollegum sem hafa mátt sæta ofsóknum af hálfu Samherja vegna fregna af Samherjaskjölunum. Að auki er skorað á blaðamenn og stjórnvöld sem hafa með fjölmiðlafrelsi að gera á Íslandi að vinna að alefli að því að afhjúpa spillingu. Blaðamenn eigi að hafa fullan rétt á því að verja sig gegn árásum Samherja, á sínum eigin vettvangi á samfélagsmiðlum. En þar er vísað til siðanefndardóms yfir Helga Seljan. NAMPU skorar jafnframt á samtök blaðamanna um heim allan að lýsa yfir stuðningi við þá íslenska blaðamenn sem hafa mátt þola annað eins og þetta. Hneykslismál sem varða umfangsmikla mútustarfsemi Þá er þess getið sérstaklega, í lok yfirlýsingar, að Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson séu blaðamenn sem starfi fyrir íslenska ríkissjónvarpið og hafi í lok árs 2019 fjallað um Samherjaskjölin í fréttaþættinum Kveik, ásakanir um að Samherji hafi greitt milljónir dollara í mútur til þröngs hóps namibískra stjórnmála- og viðskiptamanna með það fyrir augum að komast yfir kvóta á hrossamakríl. Blaðamannafélag Íslands, undir formennsku nýs formanns, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, sendi í gær frá sér yfirlýsingu sem þessu tengist en þar er það átalið að Morgunblaðið birti auglýsingar frá Samherja; auglýsingar sem vísa á téða herferð sem beinist einkum gegn Helga Seljan. Í yfirlýsingu NAMPU er að endingu bent á að á lista Blaðamanna án landamæra þar sem fjölmiðlafrelsi er metið að Ísland sé átta sætum ofar á lista, í 16 sæti en Namibía er í því 24. Tengd skjöl Media_Release_-_Samherji's_attack_on_journalsitsPDF131KBSækja skjal Samherjaskjölin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Yfirlýsingin er afar harðorð en hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum neðst í fréttinni. Samtökin, sem á ensku bera titilinn „the Namibia Media Professionals Union (NAMPU), telja að rauð ljós ættu að blikka vegna viðbragða Samherja við fréttum um Samherjaskjölin (Fishrot), eitt helsta hneykslismál síðustu ára en í kjölfarið hafi íslenskir blaðamenn mátt þola yfirgang og ofsóknir í formi áróðursherferðar. Ráðist að blaðamönnum Þar segir að Samherji, sem nú stendur í miðju ásakana og dómsmála er varða víðtæka spillingu, hafi ráðist í herferð þar sem ráðist er að blaðamönnum með afvegaleiðandi upplýsingum og beinum ógnunum með það fyrir augum að þagga fréttaflutning af umsvifum fyrirtækisins í Namibíu. Tekið er fram að fyrirtækið hafi vitaskuld fullan rétt á að bregðast við ásökunum en það ætti ekki að reyna að koma í veg fyrir rannsókn málsins og að um það sé fjallað. Namibískir blaðamenn standi heilshugar með íslenskum kollegum sem hafa mátt sæta ofsóknum af hálfu Samherja vegna fregna af Samherjaskjölunum. Að auki er skorað á blaðamenn og stjórnvöld sem hafa með fjölmiðlafrelsi að gera á Íslandi að vinna að alefli að því að afhjúpa spillingu. Blaðamenn eigi að hafa fullan rétt á því að verja sig gegn árásum Samherja, á sínum eigin vettvangi á samfélagsmiðlum. En þar er vísað til siðanefndardóms yfir Helga Seljan. NAMPU skorar jafnframt á samtök blaðamanna um heim allan að lýsa yfir stuðningi við þá íslenska blaðamenn sem hafa mátt þola annað eins og þetta. Hneykslismál sem varða umfangsmikla mútustarfsemi Þá er þess getið sérstaklega, í lok yfirlýsingar, að Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson séu blaðamenn sem starfi fyrir íslenska ríkissjónvarpið og hafi í lok árs 2019 fjallað um Samherjaskjölin í fréttaþættinum Kveik, ásakanir um að Samherji hafi greitt milljónir dollara í mútur til þröngs hóps namibískra stjórnmála- og viðskiptamanna með það fyrir augum að komast yfir kvóta á hrossamakríl. Blaðamannafélag Íslands, undir formennsku nýs formanns, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, sendi í gær frá sér yfirlýsingu sem þessu tengist en þar er það átalið að Morgunblaðið birti auglýsingar frá Samherja; auglýsingar sem vísa á téða herferð sem beinist einkum gegn Helga Seljan. Í yfirlýsingu NAMPU er að endingu bent á að á lista Blaðamanna án landamæra þar sem fjölmiðlafrelsi er metið að Ísland sé átta sætum ofar á lista, í 16 sæti en Namibía er í því 24. Tengd skjöl Media_Release_-_Samherji's_attack_on_journalsitsPDF131KBSækja skjal
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00
Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11