Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2021 10:57 Modi forsætisráðherra lét skegg sitt vaxa sítt til að koma sér í mjúkinn hjá kjósendum í Vestur-Bengal. Stuðningsmenn hans líktu honum við dáðasta son ríkisins, Nóbelsverðlaunaskáldið Rabindranath Tagore. Vísir/EPA Flokkur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tapaði ríkisþingskosningum í Vestur-Bengal þrátt fyrir að hann hefði lagt ofurkapp á það í kosningabaráttunni. Modi var jafnvel sakaður um að láta kosningarnar sig meiru varða en kórónuveirufaraldurinn sem geisar nú stjórnlaust víða um landið. Kosningarnar í Vestur-Bengal og fjórum öðrum ríkjum fóru fram í skugga ófremdarástands vegna faraldursins. Fleiri en 300.000 manns hafa nú greinst smitaðir af veirunni á hverjum einasta degi í tíu daga í röð. Í gær var slegið met um dauðsföll á einum degi þegar greint var frá 3.689 dauðsföllum. Svo svart er ástandið að sjúkrahús skortir fleiri pláss og súrefni til að gefa sjúklingum í andnauð. Að minnsta kosti tólf sjúklingar létust þegar súrefni kláraðist á sjúkrahúsi í Delí í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir stöðu faraldursins háði BJP-flokkur Modi forsætisráðherra umfangsmikla kosningabaráttu í Vestur-Bengal. Modi sjálfur ferðaðist ítrekað þangað á kosningafundi. Fjöldafundirnar og kosningarnar hafa verið tengdar við fjölgun smitaðra þar og Modi hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að vanrækja skyldur sínar sem forsætisráðherra með tíðum ferðum sínum til að vinna hugi og hjörtu Bengala. BJP-flokkur Modi hélt fjölda kosningafunda í aðdraganda ríkisþingkosninganna. Þeir hafa meðal annars verið tengdir við fjölgun kórónuveirusmita undanfarnar vikur.Vísir/EPA Allt kom þó fyrir ekki og fór Mamata Banjeree, sitjandi ríkisstjóri Vestur-Bengal, og flokkur hennar með sigur af hólmi. Banjeree hefur verið harður gagnrýnandi Modi. Sigur hennar kom stjórnmálaskýrendum á óvart í ljósi þess hversu miklu flokkur Modi tjaldaði til í kosningabaráttunni, bæði tíma og peningum, að því er BBC segir frá. Banjeree sagði að úrslitin í Vestur-Bengal hefðu bjargað Indlandi og að hún ætlaði að gerast baráttuna við faraldurinn að helsta forgangsmáli sínu. Sjálf tapaði hún þó sæti sínu á ríkisþinginu fyrir fyrrverandi aðstoðarmanni sem gekk til liðs við BJP. Segist Banjeree ætla að skjóta úrslitum til dómstóla. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Kosningarnar í Vestur-Bengal og fjórum öðrum ríkjum fóru fram í skugga ófremdarástands vegna faraldursins. Fleiri en 300.000 manns hafa nú greinst smitaðir af veirunni á hverjum einasta degi í tíu daga í röð. Í gær var slegið met um dauðsföll á einum degi þegar greint var frá 3.689 dauðsföllum. Svo svart er ástandið að sjúkrahús skortir fleiri pláss og súrefni til að gefa sjúklingum í andnauð. Að minnsta kosti tólf sjúklingar létust þegar súrefni kláraðist á sjúkrahúsi í Delí í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir stöðu faraldursins háði BJP-flokkur Modi forsætisráðherra umfangsmikla kosningabaráttu í Vestur-Bengal. Modi sjálfur ferðaðist ítrekað þangað á kosningafundi. Fjöldafundirnar og kosningarnar hafa verið tengdar við fjölgun smitaðra þar og Modi hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að vanrækja skyldur sínar sem forsætisráðherra með tíðum ferðum sínum til að vinna hugi og hjörtu Bengala. BJP-flokkur Modi hélt fjölda kosningafunda í aðdraganda ríkisþingkosninganna. Þeir hafa meðal annars verið tengdir við fjölgun kórónuveirusmita undanfarnar vikur.Vísir/EPA Allt kom þó fyrir ekki og fór Mamata Banjeree, sitjandi ríkisstjóri Vestur-Bengal, og flokkur hennar með sigur af hólmi. Banjeree hefur verið harður gagnrýnandi Modi. Sigur hennar kom stjórnmálaskýrendum á óvart í ljósi þess hversu miklu flokkur Modi tjaldaði til í kosningabaráttunni, bæði tíma og peningum, að því er BBC segir frá. Banjeree sagði að úrslitin í Vestur-Bengal hefðu bjargað Indlandi og að hún ætlaði að gerast baráttuna við faraldurinn að helsta forgangsmáli sínu. Sjálf tapaði hún þó sæti sínu á ríkisþinginu fyrir fyrrverandi aðstoðarmanni sem gekk til liðs við BJP. Segist Banjeree ætla að skjóta úrslitum til dómstóla.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14