Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 11:56 Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Vísir Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. Þetta segir í tilkynningu frá Guðna Einarssyni, trúnaðarfulltrúa BÍ á Morgunblaðinu, sem birt var á vef BÍ í morgun. Guðni hefur starfað á Morgunblaðinu í áratugi og segir hann í tilkynningu að hann telji að stjórnin hafi brotið gegn lögum BÍ með því að hafa afskipti af auglýsingum blaðsins. „Var stjórnin að gæta hagsmuna allra félagsmanna sinna eða að standa vörð um prent- og tjáningarfrelsi? Var hún að slá skjaldborg um sjálfstæði fjölmiðla?“ spyr Guðni í tilkynningunni. Stjórn Blaðamannafélagsins fordæmdi í gær að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. Í auglýsingunni sem um ræðir, sem ber yfirskriftina „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti, er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV muni ekki leiða til þess að Helga verði bannað að fjalla frekar um Samherja. „Hún [stjórnin] ætti að sjá sóma sinn í að draga gagnrýni sína til baka og einbeita sér að tilgangi félagsins,“ skrifar Guðni og vísar í lög Blaðamannfélagsins. „Samkvæmt lögum félagsins er tilgangur þess að gæta „faglegra og stéttarlegra hagsmuna félagsmanna í hvívetna“ (1.gr.). Einnig að „standa vörð um prent- og tjáningarfrelsi“ (1.2 b gr.) og að hafa „áhrif á opinbera stefnu og samfélagslega umræðuu um fjölmiðlun og tjáningarfrelsi“ (1.2 d). Síðast en ekki síst: „Að standa vörð um ritstjórnarlegt frelsi og sjálfstæði fjölmiðla“ (1.2 e),“ skrifar Guðni. „Kínamúr“ milli ritstjórnar og auglýsingadeildar Guðni segir að þegar hann hafi byrjað í blaðamennsku hafi hann lært að svokallaður „Kínamúr“ væri á milli ritstjórnar og auglýsingadeildar. Blaðamenn skiptu sér ekki af auglýsingum og skrifuðu ekki auglýsingaefni og öfugt. „Þessi regla hefur almennt gilt á ritstjórnum sem hafa einhvern metnað og sjálfsvirðingu. Telji menn að tilteknar auglýsingar séu meiðandi eða ósannar þá eru leiðir til að taka á því, t.d. fyrir dómstólum,“ skrifar Guðni. Þá gagnrýnir hann rekstrarskilyrði annarra fjölmiðla en Ríkisútvarpsins, sem „árlega fær hátt meðlag frá skattgreiðendum auk þess að vera fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði.“ „Aðrir útgefendur reiða sig að miklu leyti á auglýsingatekjur og sumir á áskriftartekjur að auki. Það að stéttarfélag blaðamanna skipti sér af tekjuöflun einstakra útgefenda er í mínum huga langt fyrir utan verksvið þess,“ skrifar Guðni. Ákvörðun BÍ um að fordæma birtingu Morgunblaðsins á auglýsingu samherja er meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns Ríkisútvarpsins, sem var á dögunum kjörin nýr formaður Blaðamannafélagsins. Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3. maí 2021 10:42 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Guðna Einarssyni, trúnaðarfulltrúa BÍ á Morgunblaðinu, sem birt var á vef BÍ í morgun. Guðni hefur starfað á Morgunblaðinu í áratugi og segir hann í tilkynningu að hann telji að stjórnin hafi brotið gegn lögum BÍ með því að hafa afskipti af auglýsingum blaðsins. „Var stjórnin að gæta hagsmuna allra félagsmanna sinna eða að standa vörð um prent- og tjáningarfrelsi? Var hún að slá skjaldborg um sjálfstæði fjölmiðla?“ spyr Guðni í tilkynningunni. Stjórn Blaðamannafélagsins fordæmdi í gær að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. Í auglýsingunni sem um ræðir, sem ber yfirskriftina „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti, er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV muni ekki leiða til þess að Helga verði bannað að fjalla frekar um Samherja. „Hún [stjórnin] ætti að sjá sóma sinn í að draga gagnrýni sína til baka og einbeita sér að tilgangi félagsins,“ skrifar Guðni og vísar í lög Blaðamannfélagsins. „Samkvæmt lögum félagsins er tilgangur þess að gæta „faglegra og stéttarlegra hagsmuna félagsmanna í hvívetna“ (1.gr.). Einnig að „standa vörð um prent- og tjáningarfrelsi“ (1.2 b gr.) og að hafa „áhrif á opinbera stefnu og samfélagslega umræðuu um fjölmiðlun og tjáningarfrelsi“ (1.2 d). Síðast en ekki síst: „Að standa vörð um ritstjórnarlegt frelsi og sjálfstæði fjölmiðla“ (1.2 e),“ skrifar Guðni. „Kínamúr“ milli ritstjórnar og auglýsingadeildar Guðni segir að þegar hann hafi byrjað í blaðamennsku hafi hann lært að svokallaður „Kínamúr“ væri á milli ritstjórnar og auglýsingadeildar. Blaðamenn skiptu sér ekki af auglýsingum og skrifuðu ekki auglýsingaefni og öfugt. „Þessi regla hefur almennt gilt á ritstjórnum sem hafa einhvern metnað og sjálfsvirðingu. Telji menn að tilteknar auglýsingar séu meiðandi eða ósannar þá eru leiðir til að taka á því, t.d. fyrir dómstólum,“ skrifar Guðni. Þá gagnrýnir hann rekstrarskilyrði annarra fjölmiðla en Ríkisútvarpsins, sem „árlega fær hátt meðlag frá skattgreiðendum auk þess að vera fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði.“ „Aðrir útgefendur reiða sig að miklu leyti á auglýsingatekjur og sumir á áskriftartekjur að auki. Það að stéttarfélag blaðamanna skipti sér af tekjuöflun einstakra útgefenda er í mínum huga langt fyrir utan verksvið þess,“ skrifar Guðni. Ákvörðun BÍ um að fordæma birtingu Morgunblaðsins á auglýsingu samherja er meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns Ríkisútvarpsins, sem var á dögunum kjörin nýr formaður Blaðamannafélagsins.
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3. maí 2021 10:42 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00
Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3. maí 2021 10:42