Kínverjar framleiða bóluefni fyrir Rússland Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 13:29 Rússar hafa ekki undan í framleiðslu bóluefnisins Sputnik V. AP/Pavel Golovkin Rússland hefur gert samninga við þrjá kínverska lyfjaframleiðendur um framleiðslu á bóluefninu Sputnik V en framleiðendur í Rússlandi hafa ekki í við eftirspurn eftir efninu. Samningar hafa verið gerðir við kínversk fyrirtæki um framleiðslu á 260 milljón skömmtum af bóluefninu. Með samningunum munu Rússar geta dreift bóluefninu á mun meiri hraða til ríkja í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Afríku sem hafa þegar tryggt sér skammta af bóluefninu. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa að mestu einbeitt sér að því að tryggja bóluefnadreifingu innan sinna ríkja og er því mikil eftirspurn eftir Covid-19 bóluefnum í ríkjum sem framleiða ekki eigin bóluefni. Áhyggjur um virkni Sputnik V bóluefnisins hafa minnkað töluvert eftir að læknatímaritið The Lancet greindi frá því að niðurstöður víðtækra rannsókna gæfu til kynna að bóluefnið veitti vörn í 91 prósentum tilvika. Undanfarið hafa áhyggjur hins vegar verið uppi um dreifingu bóluefnisins en Rússar hafa gert samninga við fjölda ríkja víða um heim um kaup á hundruð milljónum bóluefnaskammta. Hins vegar hefur aðeins brot af því verið afhent þeim ríkjum og því mikil þörf á hraðari framleiðslu efnisins. Þá hefur Rússland gert samninga við lyfjaframleiðendur í ýmsum ríkjum, þar á meðal á Indlandi, Suður-Kóreu, Brasilíu, Serbíu, Tyrklandi, Ítalíu og fleirum um framleiðslu Sputnik V. Svo virðist þó vera sem framleiðendur utan Rússlands hafi ekki hafið framleiðslu af alvöru, nema í Hvíta-Rússlandi og Kasakstan. Breska tölfræðistofan Airfinity hefur áætlað að Rússland hafi gert samninga um sölu á um 630 milljón skömmtum af Sputnik V við meira en 100 ríki en aðeins 11,5 milljón skammtar hafa verið afhentir hingað til. Rússland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17 Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. 21. apríl 2021 12:55 Streymdu til Serbíu í ókeypis bólusetningu Þúsundir streymdu frá Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu yfir landamærin til nágranna sinna í Serbíu í dag þar sem yfirvöld bjóða upp á ókeypis bólusetningu yfir helgina. 27. mars 2021 20:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Með samningunum munu Rússar geta dreift bóluefninu á mun meiri hraða til ríkja í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Afríku sem hafa þegar tryggt sér skammta af bóluefninu. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa að mestu einbeitt sér að því að tryggja bóluefnadreifingu innan sinna ríkja og er því mikil eftirspurn eftir Covid-19 bóluefnum í ríkjum sem framleiða ekki eigin bóluefni. Áhyggjur um virkni Sputnik V bóluefnisins hafa minnkað töluvert eftir að læknatímaritið The Lancet greindi frá því að niðurstöður víðtækra rannsókna gæfu til kynna að bóluefnið veitti vörn í 91 prósentum tilvika. Undanfarið hafa áhyggjur hins vegar verið uppi um dreifingu bóluefnisins en Rússar hafa gert samninga við fjölda ríkja víða um heim um kaup á hundruð milljónum bóluefnaskammta. Hins vegar hefur aðeins brot af því verið afhent þeim ríkjum og því mikil þörf á hraðari framleiðslu efnisins. Þá hefur Rússland gert samninga við lyfjaframleiðendur í ýmsum ríkjum, þar á meðal á Indlandi, Suður-Kóreu, Brasilíu, Serbíu, Tyrklandi, Ítalíu og fleirum um framleiðslu Sputnik V. Svo virðist þó vera sem framleiðendur utan Rússlands hafi ekki hafið framleiðslu af alvöru, nema í Hvíta-Rússlandi og Kasakstan. Breska tölfræðistofan Airfinity hefur áætlað að Rússland hafi gert samninga um sölu á um 630 milljón skömmtum af Sputnik V við meira en 100 ríki en aðeins 11,5 milljón skammtar hafa verið afhentir hingað til.
Rússland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17 Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. 21. apríl 2021 12:55 Streymdu til Serbíu í ókeypis bólusetningu Þúsundir streymdu frá Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu yfir landamærin til nágranna sinna í Serbíu í dag þar sem yfirvöld bjóða upp á ókeypis bólusetningu yfir helgina. 27. mars 2021 20:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17
Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. 21. apríl 2021 12:55
Streymdu til Serbíu í ókeypis bólusetningu Þúsundir streymdu frá Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu yfir landamærin til nágranna sinna í Serbíu í dag þar sem yfirvöld bjóða upp á ókeypis bólusetningu yfir helgina. 27. mars 2021 20:00