Fyrstu skammtar Novavax verða afhentir Evrópusambandinu fyrir árslok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 15:00 Áætlað er að fyrstu skammtar bóluefnis Novavax gegn Covid-19 verði afhentir Evrópusambandinu fyrir árslok. Getty/Pavlo Gonchar Lyfjaframleiðandinn Novavax hefur tilkynnt Evrópusambandinu að fyrstu skammtar covid-19 bóluefnis framleiðandans verði afhentir sambandinu fyrir lok þessa árs. Þetta gæti orðið til þess að Evrópusambandið geri formlega samning við fyrirtækið um kaup á bóluefni, jafnvel í þessari viku. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu og hefur eftir heimildamanni hjá Evrópusambandinu. Samningur við Novavax gæti tryggt Evrópusambandinu allt að 200 milljón skammta af bóluefninu. Bóluefnið er enn í þróun og gæti því varið fólk gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Viðræður milli Novavax og Evrópusambandsins um kaup á bóluefni hófust á síðasta ári en undirritun samnings var frestað vegna þess að bandaríska fyrirtækið hefur átt í erfiðleikum með að tryggja sér hráefni fyrir framleiðslu bóluefnisins. Heimildamaður Reuters segir að Novavax eigi enn í framleiðsluvandræðum en staðan sé nú breytt þar sem fyrirtækið sé búið að kynna afhendingaráætlun. Novavax og Evrópusambandið hafa fundað undanfarnar tvær vikur þar sem fyrirtækið sagðist ætla að senda fyrstu skammta bóluefnisins fyrir lok þessa árs. Meirihluti bóluefnaskammtanna verður þó afhentur á næsta ári. Viðræðurnar standa enn yfir en kaupin á bóluefninu velta þó á því að bóluefnið fái markaðsleyfi í Evrópu. Bóluefnið hefur nú verið til skoðunar hjá Lyfjastofnun Evrópu frá því í febrúar. Lyfjastofnunin hefur enn ekki áætlað hvenær niðurstaða kemst í málið en bóluefnið hefur enn ekki fengið markaðsleyfi neins staðar í heiminum. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel. 28. janúar 2021 22:00 Nú þegar keypt bóluefni fyrir rúma tvo milljarða króna Íslensk stjórnvöld hafa samið við fimm lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni við Covid-19 fyrir 2.150 milljónir króna. Þá hafa þau jafnframt tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1.800 milljónir króna til viðbótar. 6. mars 2021 09:31 Vænta þess að tæplega 190 þúsund verði bólusettir fyrir lok júní Heilbrigðisráðuneytið gerir ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja tæplega 190 þúsund einstaklinga við Covid-19 á Íslandi fyrir lok júní með þeim bóluefnum sem eru komin í notkun hér á landi. 15. febrúar 2021 17:15 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Fréttastofa Reuters greinir frá þessu og hefur eftir heimildamanni hjá Evrópusambandinu. Samningur við Novavax gæti tryggt Evrópusambandinu allt að 200 milljón skammta af bóluefninu. Bóluefnið er enn í þróun og gæti því varið fólk gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Viðræður milli Novavax og Evrópusambandsins um kaup á bóluefni hófust á síðasta ári en undirritun samnings var frestað vegna þess að bandaríska fyrirtækið hefur átt í erfiðleikum með að tryggja sér hráefni fyrir framleiðslu bóluefnisins. Heimildamaður Reuters segir að Novavax eigi enn í framleiðsluvandræðum en staðan sé nú breytt þar sem fyrirtækið sé búið að kynna afhendingaráætlun. Novavax og Evrópusambandið hafa fundað undanfarnar tvær vikur þar sem fyrirtækið sagðist ætla að senda fyrstu skammta bóluefnisins fyrir lok þessa árs. Meirihluti bóluefnaskammtanna verður þó afhentur á næsta ári. Viðræðurnar standa enn yfir en kaupin á bóluefninu velta þó á því að bóluefnið fái markaðsleyfi í Evrópu. Bóluefnið hefur nú verið til skoðunar hjá Lyfjastofnun Evrópu frá því í febrúar. Lyfjastofnunin hefur enn ekki áætlað hvenær niðurstaða kemst í málið en bóluefnið hefur enn ekki fengið markaðsleyfi neins staðar í heiminum.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel. 28. janúar 2021 22:00 Nú þegar keypt bóluefni fyrir rúma tvo milljarða króna Íslensk stjórnvöld hafa samið við fimm lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni við Covid-19 fyrir 2.150 milljónir króna. Þá hafa þau jafnframt tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1.800 milljónir króna til viðbótar. 6. mars 2021 09:31 Vænta þess að tæplega 190 þúsund verði bólusettir fyrir lok júní Heilbrigðisráðuneytið gerir ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja tæplega 190 þúsund einstaklinga við Covid-19 á Íslandi fyrir lok júní með þeim bóluefnum sem eru komin í notkun hér á landi. 15. febrúar 2021 17:15 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel. 28. janúar 2021 22:00
Nú þegar keypt bóluefni fyrir rúma tvo milljarða króna Íslensk stjórnvöld hafa samið við fimm lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni við Covid-19 fyrir 2.150 milljónir króna. Þá hafa þau jafnframt tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1.800 milljónir króna til viðbótar. 6. mars 2021 09:31
Vænta þess að tæplega 190 þúsund verði bólusettir fyrir lok júní Heilbrigðisráðuneytið gerir ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja tæplega 190 þúsund einstaklinga við Covid-19 á Íslandi fyrir lok júní með þeim bóluefnum sem eru komin í notkun hér á landi. 15. febrúar 2021 17:15