Bill og Melinda Gates skilja Snorri Másson skrifar 3. maí 2021 20:42 Hjónin Bill og Melinda Gates kynntust hjá Microsoft á sínum tíma, þar sem Melinda var markaðsstjóri. Þau eignuðust þrjú börn en nú skilja leiðir. Getty/Global Citizen Auðkýfingurinn Bill Gates og eiginkona hans Melinda eru að skilja eftir 27 ára hjónaband. Bill Gates tilkynnti um þetta á Twitter rétt í þessu. „Eftir að hafa íhugað málið vandlega og unnið mikið í sambandinu, höfum við ákveðið að binda enda á hjónaband okkar. Síðustu 27 ár höfum við alið upp okkar ótrúlegu börn og byggt upp góðgerðarsjóð sem starfar um allan heim að því að gera fólki kleift að lifa heilbrigðu og árangursríku lífi. Við höfum enn sameiginlega trú á því verkefni og munum halda áfram vinnu okkar hjá sjóðnum, en við teljum ekki lengur að við getum haldið áfram að vaxa sem par í næsta kafla lífs okkar. Við biðjum um pláss og næði fyrir fjölskyldu okkar núna þegar við stígum fyrstu skrefin í nýja lífinu,“ segir í tilkynningu Gates. Hjónin eru bæði enn stjórnarmenn í Bill & Melinda Gates Foundation. Bill steig til hliðar úr stjórn Microsoft í fyrra og var það sagt hafa verið vegna þess að hann vildi einbeita sér að málefnum kórónuveirufaraldursins. Þróun bóluefna hefur verið honum mikið hugðarefni síðustu ár. Melinda og Bill kynntust hjá Microsoft, þar sem hún starfaði sem markaðsstjóri innan fyrirtækisins. Bill stofnaði tæknifyrirtækið 1975 og er nú metinn á 130 milljarða Bandaríkjadala. Fjárhagsleg útfærsla skilnaðarins liggur enn ekki fyrir. Gates á 1,37% hlut í Microsoft, sem er metinn á meira en 26 milljarða dala. Á sínum tíma tóku hjónin þátt í verkefninu Giving Pledge, sem fól í sér að þau gáfu frá sér meira en helming auðæfa sinna. pic.twitter.com/padmHSgWGc— Bill Gates (@BillGates) May 3, 2021 Bandaríkin Microsoft Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bill Gates tilkynnti um þetta á Twitter rétt í þessu. „Eftir að hafa íhugað málið vandlega og unnið mikið í sambandinu, höfum við ákveðið að binda enda á hjónaband okkar. Síðustu 27 ár höfum við alið upp okkar ótrúlegu börn og byggt upp góðgerðarsjóð sem starfar um allan heim að því að gera fólki kleift að lifa heilbrigðu og árangursríku lífi. Við höfum enn sameiginlega trú á því verkefni og munum halda áfram vinnu okkar hjá sjóðnum, en við teljum ekki lengur að við getum haldið áfram að vaxa sem par í næsta kafla lífs okkar. Við biðjum um pláss og næði fyrir fjölskyldu okkar núna þegar við stígum fyrstu skrefin í nýja lífinu,“ segir í tilkynningu Gates. Hjónin eru bæði enn stjórnarmenn í Bill & Melinda Gates Foundation. Bill steig til hliðar úr stjórn Microsoft í fyrra og var það sagt hafa verið vegna þess að hann vildi einbeita sér að málefnum kórónuveirufaraldursins. Þróun bóluefna hefur verið honum mikið hugðarefni síðustu ár. Melinda og Bill kynntust hjá Microsoft, þar sem hún starfaði sem markaðsstjóri innan fyrirtækisins. Bill stofnaði tæknifyrirtækið 1975 og er nú metinn á 130 milljarða Bandaríkjadala. Fjárhagsleg útfærsla skilnaðarins liggur enn ekki fyrir. Gates á 1,37% hlut í Microsoft, sem er metinn á meira en 26 milljarða dala. Á sínum tíma tóku hjónin þátt í verkefninu Giving Pledge, sem fól í sér að þau gáfu frá sér meira en helming auðæfa sinna. pic.twitter.com/padmHSgWGc— Bill Gates (@BillGates) May 3, 2021
Bandaríkin Microsoft Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira