Þetta kemur fram í uppfærðum upplýsingum á covid.is.
Um 10 þúsund manns verða bólusettir með bóluefninu frá Pfizer í dag en um er að ræða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Boðað er í bólusetningu útfrá sjúkra- og lyfjasögu.
Á morgun verða 6 þúsund bólusettir með bóluefninu frá Janssen. Í þeim hóp verða leik- og grunnskólakennarar og einstaklingar sem eiga erfitt með að mæta í tvær bólusetningar, til dæmis flug- og skipaáhafnir.
Líkt og fram hefur komið krefst bólusetning með efninu frá Janssen aðeins eins skammtar.
Á fimmtudaginn verða 10 þúsund síðan bólusettir með bóluefninu frá AstraZeneca en þá verður bólusett eftir aldri og stefnt að því að komast niður í aldurshópinn 55 ára.
Á föstudag fá 2.500 manns seinni skammtin af bóluefninu frá Moderna.
