Innlent

Bein útsending: ADHD meðal stelpna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bryndís fer yfir ADHD meðal stelpna í fyrirlestri dagsins.
Bryndís fer yfir ADHD meðal stelpna í fyrirlestri dagsins.

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um ADHD meðal stelpna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.

Strákar eru mun líklegri en stelpur til að greinast með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD), bæði hér á landi og erlendis. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að ein af ástæðum þess séu ólíkar birtingarmyndir ADHD einkenna kynjanna og kynjatengdar áskoranir varðandi félagslegt umhverfi, líðan og hegðun.

Þessi kynjamunur getur leitt til þess að foreldrar og fagfólk beri síður kennsl á ADHD einkenni stelpna og því fái þær síður greiningu við hæfi en strákar.

Í erindi sínu segir Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, prófessor og deildarforseti sálfræðideildar HR, frá erlendum og íslenskum rannsóknum á kynjamuni í ADHD og hvernig ýmsir þættir í lífi ungmenna geti haft þar áhrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×