Konur fæddar árið 1967 eða síðar hafa þó val um hvort þær þiggi bóluefni AstraZeneca í þessari viku eða bóluefni Pfizer í næstu viku.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að í boðun fyrir bólusetningar í þessari viku hafi ekki verið möguleiki á að sleppa því að boða þessar konur nú á fimmtudaginn.
Þær hafa hins vegar val um að sleppa því að mæta í boðaða bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudaginn eða mæta þess í stað í Laugardalshöll þriðjudaginn 11. maí og fá Pfizer. Konurnar þurfa ekki að láta vita hvort þær velja, aðeins mæta á réttum degi miðað við hvort bóluefnið þær velja. Þær mega eiga von á nýju boði í SMS-skilaboðum.
Vikuna 3. – 9. maí verða 40 þúsund einstaklingar bólusettir hér á landi. Samtals 14 þúsund fá Pfizer bóluefnið, bæði fyrri og seinni bólusetningu. Einnig fara samtals 6.500 skammtar af Janssen bóluefninu í dreifingu, um 15.000 manns fá bóluefni Astra Zeneca og á höfuðborgarsvæðinu verða 4.000 einstaklingar bólusettir með Moderna bóluefninu.